Feykir


Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 8
3. maí 1995,17. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans ISIáðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Unglingar í Grósku, íþróttafélagi fatlaðra í Skagafirði, stóðu sig vel á Hængsmótinu sem fram fór á Akureyri sl. laugardag. Aðal- heiður Bára Steinsdóttir sigraði í sérflokki í boccia þar sem rennur eru notaðar sem hjálpartæki og Steinar Bjömsson varð í þriðja sæti. Þá sigraði Rökkvi Sigurlaugsson í opnum flokki í boccia. A myndinni em þau Aðalheiður og Steinar að taka á móti verðlaunum sínum ásamt Hermanni Gunnarssyni sem varð heiðursgestur mótsins. Útlit fyrir lélega grásleppuvertíð Framkvæmdir hjá Blönduósbæ í sumar: Viðlegukantur við bryggjuna langstærsta framkvæmdin Flest bendir til að grásleppu- vertíðin á þessu vori verði ákaflega léleg. Grásleppu- bændur á Norðvesturlandi hafí flestir ekki einu sinni náð 10 tunnum, sem er ákaflega lítið. Svolítill bati virtist vera að koma í veiðarnar á dögun- um, en síðan minnkaði hún aitur. Malmánuður verður að gefa sérstaklega vel ef vertíðin á að komast upp í það að telj- ast þokkaleg. Veiðamar viróast vera jafnlé- legar á öllu svæðinu. Mikil þorskgengd var út með Skagan- um í byrjun vertíðar og hefði grásleppan þá ekki komist í trossumarþó hún hafði verið til staðar. Bændur á Skaga eru flestir komnir með tæpar 10 tunnur og veiðar munu vera álíka annars staóar. Oskar Hjaltason á Hofsósi sagðist ekki muna eftir því að vertíðin hefði byrjað jafnilla og núna. Það hefði gjörsamlega ekki verið neitt í netunum. Það hefur þótt gott á þessari vertíð að fá 40-50 grásleppur í trossuna. Mjög margir bátar stunda veiðamar að þessu sinni, enda gott verð sem greitt er íyrir hrogin. Rúmlega 70 þúsund fyrir tunnuna. Mestur er fjöldi báta frá Siglufirði og þar tala menn um að nánast sé girt með grásleppu- netum á miðunum. Grásleppuvertíóin stendur venjulega fram í miðjan júní. Seinnihluti vertíðar hefur þó ver- ið ódrjúgur að því leyti að þá er grásleppan komin upp á gmnnið og því erfiðara að ná henni. Aðalframkvæmdin hjá Blöndu- ósbæ í sumar verður gerð við- legukants við bryggjuna. Hönn- un er ekki lokið en að sögn Skúla Þórðarsonar bæjar- stjóra er reiknað með að verk- ið verði boðið út um næstu mánaðamót og framkvæmd- irnar munu eiga sér stað í júlí og ágúst. Gert er ráð fyrir að gerð viðlegukantsins kosti á bilinu 15 til 20 milljónir. „Aörar framkvæmdir verða viöhald bygginga bæjarins, svo sem gmnnskólans og leikskól- ans, og viðhald gatna og hol- ræsakerfis. Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi og skipulagningu varðandi þessar framkvæmdir', sagði Skúli. Þá má einnig geta þess að innan skamms verður boðin út ræsting í skólum og öðrum vinnustöðum á vegum Blöndu- ósbæjar, en í vetur var fimm að- ilum er sinna ræstingunni sagt upp störfum. Að sögn bæjar- stjóra er þaó nýlunda að bærinn bjóði út þjónustu sem hann kaupir. „Það hafa verið deildar meiningar um réttmæti þessa í bænum, enda er það alltaf spum- ing hversu langt á að ganga í að ná fram hagræðingu, þegar segja þarf fólki upp störfum“, segir Skúli Þórðarson bæjarstjóri. Skagaströnd: Leki í vatns- veitunni Skagstrendingar hafa ekki fengið kalt vatn i krana sína eins og skyldi undanfarna daga og er ástæðan leki í dreifikerfi vatnsveitu bæjarins. Að sögn Magnúsar Jónssonar sveitarstjóra standa vonir til að takist að laga lekann á næstu dögum, en ákaflega erfitt reynist að finna hann enda víða í kerf- inu. Magnús sagði að það hefði komið fyrir áður aó slíkur leki kæmi upp í dreifikerfinu, sér- staklega að vori til. Ekki sé gott að benda á sérstaka ástæðu fyrir þessu, en lekinn sé víóar í kerf- inu núna en jafnan áður. Oddvitinn Það er ekki auðvelt að setja undir þennan leka. Hluti hóps skólamannanna frá Svíþjóð ásamt Ieiðsögumönnum sínum úti í Drangey. Þetta var fyrsta ferðin sem farin var út í Drangey á þessu vori. Mynd/Valgeir Kárason. Svíar kynna sér áfangakerfið í FNV Þann 30. apríl kom 20 manna hópur skólamanna frá Sviþjóð í þeim erindagjörðum að kynna sér íslenska áfangakerf- ið á framhaldsskólastiginu. Fyrir valinu varð Fjölbrauta- skóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Ársæll Guð- mundsson aðstoðarskólameist- ari segir það vissulega vera mikla viðurkenningu fyrir skólann að þar sé leitað fróð- leiks og þckkingar frá öðrum þjóðum. Þann 1. maí fóru þrír kennarar Fjölbrautaskólans, þeir Valgeir Kárason, Jón Ámi Friðjónsson og Geirlaugur Magnússon með allan hópinn út í Drangey en um morguninn höfðu þeir farið í skoðunarferö um Skagafjörð. Annan maí sátu Svíamir fyrirlestur Arsæls Guömundssonar aðstoð- arskólameistara um Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra og áfangakerfió. Eftir hádegið var farið aö Hólum og tók Jón Bjama- son á móti hópnum þar og leiddi Svíana í allan sannleikann um þann sögulfæga stað og skólann. í dag (miðvikudag) mun svo hópurinn kynna sér fjölbrauta- skólann og sitja kennslustundir ásamt því að skiptast á skoóun- um við kennara skólans. I hópn- um er 10 manna vinnuhópur sem eingöngu er aó kynna sér hvem- ing áfangakerfió er útfært I þeim hópi er fræðslustjóri og yfirmaö- ur allra framhaldsskóla í Vaxjö ásamt fjórum skólameisturum en áætlað er að bjóða upp á fram- haldsnám í Vaxjö með áfanga- sniði þegar haustið 1996. Svíam- ir halda af landi brott fimmtudag- inn 3. maí. Gæóaframköllun BQKABIJÐ BROTJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.