Feykir


Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 7

Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 7
17/1995 FEYKIR7 Hver er maðurinn? Góð svör bárust um seinustu myndir og margir höfðu sam- band: Sigurlaug Sveinsdóttir, Ogmundur Svavarsson, Ósk Sigurðardóttir, Sigurlaug Jóns- dóttir, Brynjar Pálsson. Öllum eru þeim færðar bestu þakkir. Nr. 50 reyndist vera Guðrún Björnsdóttir, Skúlasonar frá Sauðárkróki og bróóir hennar, Hafsteinn Bjömsson miðill var á mynd nr. 52. Nr. 51 var af Hans- ínu dóttur Jóns Jónssonar Skag- firðings, sem kallaður var. Ekki hafa fengist áreiðanlegar upplýs- ingar um mynd nr. 49. Óvíst er hvort óþckktu mynd- imar að þessu sinni eru af Skag- firðingum. Nr. 53 og 55 eru teknar af ljósmyndurum í Reykjavík, en hinar á Akureyri. Vinsamlegast komió upplýsingum til Héraös- skjalasafnsins á Sauðárkróki, sími 95-36640. Mynd nr. 53. Mynd nr. 55. Bragi Reynir Axelsson Bragi Reynir Axelsson fædd- ist 16. nóvember 1954 og lést þann 5. apríl sl. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Guðbjörgu Hin- riksdóttur og barn þeirra Ingu Jónu auk bama Guóbjargar, Hin- rik Inga og Þorgrím Gunnar. Foreldrar Braga em Axel Þor- steinsson og Kristbjörg Sigur- jóna Bjamadóttir. Þau em búsett að Litlu-Brekku á Höfðaströnd. Bragi er elstur sex systkina, en þau em Ingibjörg, Bjami, Aldís Guörún, Guðný Hólmfríður og Þorsteinn. Bragi hóf störf hjá Rafmagns- veitum ríkisins 21 árs að aldri og starfaði við byggingu háspennu- línu þ.m.t. byggðalínu og einnig vió rekstur dreifikerfis fyrirtæk- isins. Eftir að hafa unnið við línubyggingar víða um land hóf Bragi að læra rafvirkjun árið 1986. Rafvirki varð hann árið 1990 og rafveituvirki 1992. Bragi varó flokksstjóri raf- virkja og línumanna strax og hann var rafvirki. Til Blönduóss llutti fjölskyldan árið 1990 og þar tók Bragi við ábyrgðarmiklu starfi sem flokksstjóri hjá Raf- magnsveitunum sem hann gegndi uns hann lést. Margir nutu góðs af þeirri reynslu sem Bragi öðlaóist hjá Rafmagnsveitunum og oft var hann fenginn til að sýna yngri starfsmönnum verklag, sem hann gerði ætíð fúslega. Bragi var mjög eftirsóttur starfsmaður. Hann leysti verk sín ætíó vel af hendi og víða má þekkja hand- bragð hans af góðum frágangi. Hann var sérstaklega ósérhlífinn, verklaginn og ábyggilegur. Hann naut virðingar allra samstarfs- manna sinna sem og yfirmanna. Bragi var mjög einlægur og góóur félagi. Hann hafði einstak- lega góða og létta lund og er hans sárt saknað. Guóbjörgu, bömunum, for- eldmm, systkinum, tengdafor- eldmm og öðmm aðstandendum vottum við okkar innilcgustu samúð. Haukur Asgeirsson og sam- starfsfólk á Norðurlandi vestra. VINNUSKÚR ÓSKAST! Góður 20-50 fermetra vinnuskúr óskast keyptur. Tekið á móti upplýsingum í síma 95-35257 virka daga frá kl. 8-17 (Páll eða Halldór). Einnig má senda upplýsingar á fax 95-36267. Mynd nr. 54. Mynd nr. 56. Ókeypissmáar Til sölu! Til sölu Susuky Alto árgerð 1980. Fæst fyrir lítinn pening. Upplýsingar í síma 38031. Til sölu sem ný, vönduö ítölsk harmonikka. Upplýsingar í sínia 38031. Til sölu Emmaljunga bamakerra og stóll á reiðhjól. Upplýsingar í síma 35914. Til sölu Eurostar 20 tomniu stelpnahjól, ágætt fyrir 7-10 ára.Verð 5000 krónur. Upplýs- ingar í síma 35225. Hlutir óskast! Óska eftir vel meðfömum Combi Camp Family tjaldvagni. Upp- lýsingar í síma 95-35853. Óska eftir húsi og bretti á Zetor 4718 dráttarvél. Upplýsingar í síma 36523. Óska eftir gönguskíðum 180 sm, skíðastöfum ca 135 snt. og skíða- skóm nr. 39. A sama stað óskast overlock saumavél. Upplýsingar gefur Jónína í síma 95-12533. Au-pair óskast! Þýsk fjölskylda óskar eftir aupair til almennra heimilsstarfa. Má ekki rcykja. Upplýsingar í síma 35452. Bændur Skorin bíldekk, hentug í mottur undir hross, fást hjá Verslun Haraldar Aðalgötu 22 Sauðárkróki sími 35124. Askrifendur Feykis! Þeir sem enn hafa ekki greitt heimsenda gíróseðla fyrir áskriftargjöldum eru vinsamlega beónir aó gera þaó hió allra fyrsta. OPNUN HRAÐBANKA Á SAUÐÁRKRÓKI Þann 5. maí n.k. mun Búnaðarbankinn opna nýjan HRAÐBANKA í anddyri SKA GFIRÐINGABÚÐAR. í tilefni opnunarþessa nýja HRAÐBANKA okkar í Skagfirðingabúð, höfum við ákveðið að bjóða upp á ókeypis myndatöku vegna DEBETKORTA í Skagfirðingabúð föstudaginn 5. maí nk. eftir hádegi og laugardaginn 6. maí, meðan búðin er opin frá 10-14. Starfsmaður bankans verður á staðnum og tekur á móti umsóknum um debetkort og veitir upplýsingar. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS ÚTIBÚIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.