Feykir


Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 03.05.1995, Blaðsíða 5
17/1995 FEYKIR5 Nútíðarvandinn „mengun náttúrunnar" Náttúran þetta mesta og stærsta leiksvið veraldarinnar er síbreytileg, allt frá augnabliki til augnabliks, frá stund til stundar, degi til dags, árstíða, ára og alda. Þar leika allir sína ,/ullu“, einnig við mennimir, því að við erum hluti af náttúmnni hvort sem viö viðurkennum það eða ekki. Hér á norólægum slóðum spila árstíðirnar mikla rullu í náttúmnni eins og líklega víðar, en þar og aðeins þar, á litlum bletti, Fljótum í Skagafirði, er reynsluheimur minn af aó skoða náttúmna, hlusta á unaðsraddir hcnnar og reyna að skynja og skilja leyndardóma hennar, aó- dáunarverða nákvæmni, reisn hennar og fegurð. Við leik og störf í fmmstæðu fátæku bænda- samfélagi fékk ég snemma bæði tíma og tækifæri til að vera nær öllum stundum úti í náttúmnni. Þar lærði ég að umgangast hana og virða undir ákveðnum ströng- um umgengnisvenjum, þar sem allt mátti sjá og skoóa en engu mein gjöra að óþörfu. Nú verð ég alltaf þakklátari og þakklátari með ámnum sem líða fyrir að hafa fengió að kynnast þeirri un- aðslegu náttúmlífsparadís sem Fljótin vom enn á uppvaxtarár- um mínum. Sem fullorðinn maður hélt ég miklum beinum tengslum viö náttúmna í Fljótum, sem búlaus bóndi, sveitarpóstur um langt skeið og sem minkaveiðimaður þar í aldarfjórðung. Náttúmlífið í Fljótum hefur því verið mér mjög vel kunnugt og hugleikið um hálfrar aldar skeið. Þar hef ég heyrt og séð tíma þess tvenna, þar sá ég grósku þess á láöi og legi, við nær ómengaðar náttúm- „Hvenær veit umhverfisráðuneyti íslands að nytjafiskarnir ganga ekki lengur inn á flóa og firði landsins? Hvenær veit um- hverfisráðuneytið að ferskvatnsfiskurinn er horfinn úr sínu upp- vaxtarumhverfi? Hvenær veit umhverfisráðuneytið að keldu- svínið er nú horfið úr íslenskri náttúru og margar aðrar fugla- tegundir eru að hverfa þaðan? Og hvenær veit umhverfisráðu- neytið um „náttúrulífseyðinguna“ á Islandi og á Islandsmið- um?“, spyr greinarhöfundur. Myndin er af keldusvíni. legar aðstæður á uppvaxtarárum mínurn og síðan hef ég séð hvemig eyðingarmáttur „meng- unarinnar" og „ofveiði“ hefur farið með þetta sama auðuga náttúmlíf á nokkmm áratugum, náttúmlíf, sem nú er að deyja þar út. Mengun náttúrunnar sem í mínum uppvexti var nær engin, er nú ógnvænleg staðreynd í ís- lenskri náttúru, sam alltof fáir virðast sjá og taka eftir í hraða nútímaþjóðfélagsins. Island á enn aö vera „ómengað land“ í ræðu og riti og mengun þar helst nefnd í sambandi við „skógar- högg og gróðureyóingu“, sem liðnu bændasamfélagi er um kennt, samfélagi sem í einangmn sinni og sárri fátækt eyddi þess- um landsins gæðum, ekki að gamni sínu, heldur af illri nauð- syn, sér og sínum til lífs. Högum þessa fólks virðast margir nú gleyma, hafa heldur kannski ekki haft tíma til aó hugleiða kjör þess, en þann tíma hef ég haft og vil nota þetta tækifæri til að votta þessu látna fólki viró- ingu mína. Með dugnaði sínum, þrautseigju og þrekraunum gegnum hörmungar eldgosa, hafísára og í öðrum hung- ursneyðarhörmungum liðinna alda lifði þaö af í okkar harðbýla landi og færði okkur núlifandi Islendingum með því líf okkar og aldamótakynslóð þess þæg- indi og velmegun nútímans að auki, sem við ættum öll aó kunna að meta, virða og þakka. En þaö ætti líka að vera okkur alvarlegt umhugsunarefni af hverju nær árvissar fiskigöngur fram undir miója þessa öld, ganga nú ekki lengur inn á flóa og firði landins, hvers vegna ferskvatnsfiskurinn sést ekki lengur í smáám og lækjum, þar sem hann klaktist út og ólst upp fram undir miöja þessa öld, og fyrir hvað er mófuglalíf landsins nú að hverfa? Svörin við öllum þessum ógnvænlegu spumingum má öll sjá í náttúrulífinu hér í Fljótum í Skagafirði og svo mun víóar vera á landsbyggðinni. Náttúrulífseyöingin nú er bein afleiðing breyttra búskapar- hátta í landinu, tæknivæðingar nútímaþjóöfélagsins, rányrkju fiskimiðana og illrar meðferðar náttúmauðlinda ásamt mengunar nútímasamfélagins á náttúruna. Nánari svör orsaka og afleiðinga liggja mér í augum uppi, augljós og skýr. En það er ekki nóg að gamall búlaus bóndi og veiði- maður norður í Fljótum sjái og viðurkenni mengunina og nátt- úmlífseyðilegginguna, sem nú er að eiga sér stað. Það þarf þjóðfé- lagið í heild sinni að gera. Þar þurfa allir að leggjast á eitt ef ekki á verr að fara nú fyrir okkar velferóarþjóófélagi í samskiptum við náttúmna en fór fyrir bænda- samfélaginu um aldir. Lífríkiseyðilegginguna bæði Guðbrandur Þór Jónsson. á láði og legi verður þjóðfélagið að stöðva áður en það er um seinan. Þar er um lífshagsmuni íslensku þjóðarinnar að ræða, því að hið villta náttúmlífríki lands og sjávar er dýrmætasta auðlind þjóðarinnar“ auðlind sem þjóóin er búin að lifa á og með í landinu um aldir. Þar var og er „fjöregg þjóðarinnar“ sem engin „matar- karfa ífá Bmssel“ eóa neinu öðm stórveldi getur komið í staðinn fyrir og velferðarþjóðfélagi nú- tímans ber skylda til að vaiðveita og skila til komandi kynslóða, annars er illa komið fyrir framtíð íslensku þjóðarinnar í okkar sumarfagra landi, sem þá hljóta að bíóa sömu örlög og villta nátt- úmlífsins. Fari svo hefur velferð- arþjóðfélag okkar tíma farið illa meó þjóðarinnar góðu gáfur, illa farið með þjóðarinnar miklu menntun, illa farið með þjóóar- innar miklu tækni og illa farið með þjóðarinnar miklu velmeg- un á síðari hluta þessarar aldar. Þá hefur íslenska þjóðin illa leik- ið „mlluna“ sína á leiksviði ís- lensku náttúmnnar. Saurbæ í Fljótum Guðbrandur Þór Jónsson. Gyða Ölvisdóttir og Elísabet Sigurgeirsdóttir. Mynd/S.Kr J. Málverkasýning á Blönduósi Frá sumardeginum fyrsta hafa þær stöllur Gyða Ölvis- dóttir og Elísabet Sigurgeirsdóttir staðið fyrir sýningu á verkum sínum á Hótelinu á Blönduósi. Sýningin stendur fram til næsta mánudags 8. maí, og Húnvetningar og aórir þeir sem áhuga hafa á því að líta inn á Hótelið og skoða sýninguna hafa því enn upp á nokkra daga að hlaupa. Opnum fimmtudaginn 4. maí kl. 13 Bílasölu - Bílaleigu Borgartúni 8 Sauóárkróki Vantar bíla á skrá og til að standa á rúmgóðu útisvæói. Látum söluskoða alla bíla af fagmönnum sé þess óskað. Ath. starfsábyrgóartrygging bifreiöasala samkvæmt nýjum lögum. Auglýsum bílinn þinn meö mynd þér að kostnaóarlausu. Til sýnis þrír nýir Hyundai Accent (reynsluakstur). Reynið vióskiptin. Heitt á könnunni. Greiöslukortaþjónusta Opiö virka daga kl. 10-18 og laugardaga 13-16 eða eftir samkomulagi. Bílaleiga Skagafjarðar sf - Bílasala Borgartúni 8 550 Sauðárkróki sími 95-36399, 95-36050, fax. 95-36035. Heimasími sölumanns 95-35410, Gylfi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.