Feykir - 29.11.1995, Page 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra
29. nóvember 1995, 42. tölublað 15. árgangur.
Auglýsing í Feyki fer víða!
Að nema...
ber ávöxt
L
NAMAN
Landsbanki
ísiands
Banki allra landsmanna
Sími 453 5353
«
f -----• %. , » “
ÍJ,
Ætla má af stöðu bátanna á kambinum við Sauðárkrókshöfn að óróleika hafi gætt í höfn-
inni að undanförnu.
Saga Hvammstanga:
Fyrra bindið að koma út
í tilefni þess að á þessu ári eru
iiðin 100 ár frá því Alþingi
samþykkti að gera Hvamms-
tanga að verslunarstað, að til-
Iögu Björns Sigfússonar á
Kornsá, kemur út á næstu
dögum fyrra bindi ritsins Saga
Hvammstanga og hins forna
Kirkjuhvammshrepps, eftir
Steingrím Steinþórsson. Þar
segir sögu Kirkjuhvamms-
hrepps frá öndverðu og síðan
sögu Hvammstanga eftir að
hann kemur til sögunnar.
Bókin er rúmar 300 blaðsíður
í stóru broti, prýdd miklum
fjölda Ijósmynda, korta og
skýringarmynda. Hefur allt
kapp verið lagt á að gera bók-
ina sem vandaðasta, en þetta
fyrra bindi nær til ársins 1938
þegar Hvammstangi var gerð-
ur að sérstöku sveitarfélagi og
seinna bindið kemur út á
næsta ári.
Fyrra bindið, sem kemur út á
næstu dögum, skiptist í þrjá
megin efnisþætti. Fyrri tímar,
heitir sá fyrsti. Þar eru dregnar
fram heimildir um hreppinn og
nálægar sveitir frá upphafi
byggðar ffam um 1700. Er þar
m.a. fjallað um verslun, Kirkju-
hvammskirkju auk margs konar
ffóóleiks um flesta bæi í hreppn-
um frá fyrri tímum. Einnig er
þar ýmislegt sem tengist einstök-
um persónum ffá fyrri tímum.
Kirkjuhvammshreppur 1703-
1900. Hér er rakin saga hrepps-
ins í 200 ár. Fjallað er um land-
búnað, fiskveiðar, íbúaþróun og
verslun, auk þess sem sagt er ffá
þekktum sakamálum sem komu
upp í hreppnum á síðustu öld.
Loks er hér allnokkur persónu-
saga þar sem gerð er grein fyrir
ýmsum einstaklingum sem á
einhvem hátt skám sig úr á sinni
tið.
Kirkjuhvammshreppur 1900-
1938. Rakin er þróun í hreppn-
um á fyrstu áratugum aldarinnar,
annars vegar í sveitinni og hins
vegar upphaf og þróun byggðar
á Hvammstanga. Fjallað er um
atvinnulíf, íbúaþróun, félags- og
menningarlíf. Greint er ffá ýms-
um minnisstæóum atburðum og
sagt frá einstaklingum sem voru
áberandi í hreppnum á þessum
árum.
Þá er í allri bókinni alls kyns
ítarefni um ýmislegt sem tengist
þessari sögu beint eða óbeint.
Fléttað er saman frásögn og
myndum þannig að hvort styðji
annað. Þá er bókin sett þannig
upp að ekki er nauðsynlegt aó
lesa hana ffá orðið til orðs, held-
ur er hægt að grípa niður í henni
og lesa um afmarkaða þætti.
Þeir sem hug hafa á að kaupa
Sögu Hvammstanga geta gert
það með því að panta áskrift á
skrifstofú Hvammstangahrepps í
síma 451 2353. Sé það gert fýrir
næstu áramót fæst bókin á 20%
afslætti og kostar þá 4.960, séu
bæði bindi pöntuð fást þau á
25% afslætti. Kemur þá seinna
bindið ekki til með að kosta
nema 4.340 til áskrifenda.
Lagnakerfið bætt
á Blönduósi
Á næstunni munu eiga sér
stað á Blönduósi talsverðar
framkvæmdir í holræsagerð.
Á dögunum voru opnuð tilboð
í lagningu ffárennslis og jarð-
vegsskipti í Brautarhvammi
og á næstunni verður hafist
handa við endurnýjun hol-
ræsakerfis í eldri hluta bæjar-
ins. Bæði þessi verk hafa verið
á döfinni um tírna. Það hefúr
háð nokkuð starfseminni í
Brautarhvammi, þar sem
tjaldsvæði bæjarins eru og
sumarhúsabyggö, að grunn-
vatnsstaða svæðisins er há. I>á
er holræsakerfið í gamla bæn-
um komið til ára sinna og
vandamál hafa komið upp af
þeim sökum.
Steypustöð Blönduóss var
með lægsta tilboðið í jarðvegs-
skipti og frárennslislagnir í
Brautarhvammi, að upphæð kr.
1.804.395 og er það nokkuð yfir
kostnaðaráætlun, sem var
1,636,280. Þrjú önnur tilboð bár-
ust í verkið frá Sigurgeiri
Jónassyni, Eik hf og Pípulagna-
verktökum, sem voru með hæsta
tilboðió.
Kostnaður vegna frárennsl-
islagna í gamla bænum er upp á
tæpa eina milljón. Einnig hefúr
verið ákveðið að koma upp snjó-
girðingum í bænum í vetur til að
ffeista þess að halda snjónum ffá
þeim köflum gatnakerfisins sem
snjóþyngstir hafa reynst.
Ljósastaurar á
vegi ökumanna
Tveir ökumenn á Sauðár-
króki voru stöðvaðir um
helgina, grunaðir um ölvun
við akstur, eftir að ljósastaur-
ar í bænum höfðu fengið að
kenna á ökuleikni þeirra.
Atvikin áttu sér stað á föstu-
dags- og laugardagskvöld, ann-
aó í Túnahverfi og hitt í norð-
ara Hlíðahverfi. Lögreglan á
Sauðárkróki hefúr haft töluverð
afskipti af ökumönnum vegna
meintrar ölvunar við akstur að
undanfömu. Til að mynda voru
þrír stöðvaóir un næstsíóustu
helgi.
Þorsteinn Valsson rafvirki
er hér að koma úr undir-
djúpunum. I brunni við
Sæmundarhlíð var hann að
koma fyrir lögnum vegna
skjámyndakerfis Hitaveitu
Sauðárkróks, sem verið er
að koma fyrir í öllu veitu-
kerfinu.
Gæóaframköllun
BQKABUÐ
BIWnUelAlRS