Feykir


Feykir - 06.12.1995, Page 8

Feykir - 06.12.1995, Page 8
I 6. desember 1995, 43. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! Barraeldið í Máka gengur vel: Fyrsta framleiðslan á markað í júní Sunnudaginn 3. desember, á alþjóðadegi fatlaðra, veittu Landssamtökin Þroskahjálp í þriðja sinn fyrirtæki viður- kenningu fyrir atvinnustefnu vinsamlega fötluðu fóiki. Við- urkenningin var veitt í kaffi- samsæti á Hótel Holti í Reykjavík og hlutu hana að þessu sinni Þormóður rammi á Siglufirði, en þar hafa fatlað- ir starfað undanfarin 11 ár og þar vinna nú í dag 6 fatlaðir einstaklingar. I niðurstöðum dómnefndar er þess sérstaklega getið að Þor- móóur rammi hafi haft ákveðið frumkvæði að því að ráða fatl- aða til starfa. Fyrirtækið hefur einnig unnið vel að því að finna fötluðum störf sem víðast innan fyrirtækisins og stuðlað þannig aö samstarfi fatlaðra og ófatl- aðra starfsmanna sinna. Laun og kjör starfsmanna eru eftir gild- andi kjarasamningi við verka- lýðsfélagið Vöku á Siglufirði. Róbert Guðfinnsson tók við viðurkenningarskjali samtak- anna ásamt mjög fallegum ker- amikvasa gerðum af Olafi Þór Olafssyni fötluóum listamanni frá Selfossi og var það María Hreióarsdóttir formaður Átaks, félags þroskahefna og fatlaðra, sem afhenti verðlaunin. I þakkarræðu sem Róbert Guðfinnsson hélt að lokinni af- hendingunni kom ffarn að þátt- taka fatlaðra í starfsemi Þor- móðs ramma væri orðin svo sjálfsögð að þegar hann fékk til- kynningu um viðurkenninguna hafi það komið honum á óvart. Róbert lét þess einnig getið að fatlaðir eins og aðrir starfsmenn fyrirtækisins yrðu aó vinna hörðum höndum fyrir sínum launum sem þeir og gerðu. Þetta er í þriðja sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Áður höfðu fyrirtækin Hagkaup hf og Nói/Síríus hlotið þau. Auk Þor- móðs ramma fengu tilnefningar aó þessu sinni: Skógræktarfélag Reykjavíkur, Kaupfélag Héraðs- búa, Leikskólinn Bakkaskjól í Hnífsdal og Leikskólinn í Bol- ungarvík. □ „Eftir áföllin í mars sl. höfum við náð okkur vel á strik. Við fluttum inn hrogn í júní og erum núna með 8000 fiska sem koma á markað í júní á næsta ári. Þá erum við með stóran hrognahóp á fóðrum. Þau eru í dag komin í gegnum erfiðasta stigið og það lítur út fyrir að við fáum tugi þúsunda fiska út úr þessum hópi. Munu þeir verða settir á markað í lok næsta árs og ætti þá að verða tilvalinn áramótaveislu- matur. Við munum svo flytja inn hrogn áfram strax eftir áramótin og síðan aftur í maí“, segir Guðmundur Örn Ingólfsson framkvæmdastjóri Máka. Guðmundur segir að Eureka- verkefhið sé oróinn veruleiki og búió að ganga frá samningum, en ESB samþykkti 25 milljón króna fjárstuðning til Máka vegna þessa verkefnis á liónu sumri. Máki er eina íslenska fyr- irtækió sem hefur náð þeim ár- angri að eiga frumkvæði og leiða slíkt verkefni. , jvlér finnst það mjög ánægju- legt að þetta hafi gerst á grund- velli skagfirsk framtaks. Mönn- um hefúr orðió tíðrætt um styrk- ina sem við höfum fengið, en þess misskilnings gætt, að menn viróast halda aó við höfúm feng- Á laugardaginn kemur, 9. des- ember, verður bókmenntavaka í Félagsheimilinu Bifröst til heið- urs tveimur skagfirskum rithöf- undum, þeim vinum og skáld- bræðrum, Guðmundi L. Frið- finnssyni á Egilsá og Guðmundi Halldórssyni frá Bergsstöðum, sem látinn er fyrir fjóram áram. Það er Safnahús Skagfirð- inga í samvinnu við Leikfélag Sauðárkróks, sem gengst fyrir þessari dagskrá. Þarna verða m.a. afhent tvö olíumálverk, (portrett), sem Kristinn G. Jó- hannsson myndlistamaður á Ak- ureyri hefur gert af þeim nöfnum og gefið til Safnahúss Skagfirð- inga. Síðan munu lesarar úr Leikfélaginu flytja efni úr bók- ið þá greidda. Forsenda þess að við getum nýtt okkur ESB-fjár- magniö er aó okkur takist aó út- vega 15 milljón króna mótffam- lag. Við fórum út í 17 milljón króna hutafjáraukningu á árinu, þannig að nú er heildarhlutafé í fyrirtækinu orðið um 31 milljón. Enn eru 7 milljónir útistandandi í hlutafjáraukningunni, en ég tel aó við höfum notað þessa fjár- muni vel“. Guðmundur segir að tækniyf- irfærsluverkefnið fari af stað eft- ir áramótin en það mun standa yfir í tvö ár. Hann segir að menn einbeiti sér að því aó fjármagna verkefnið og þar megi ekkert bera út af. Eg reiði mig á að fyr- irtæki og almenningur í Skaga- firði tryggi framgang þess með hlutafjárkaupum“. Eldið hjá Máka er nú komið á það stig að ffekari eldisbúnaði verði komið fyrir í stöðinni, og er vonast til að uppsetning hans gangi fljótt og vel fyrir sig. Ljóst er að starfsemi Máka hefur vakið athygli og eftirvæntingu, ekki aðeins innanlands, heldur einnig utan landssteina. Þannig hefur komið til tals sala á þekkingu sem unnist hefur við eldi hlý- sjávarfiska hjá Máka. Fyrirspum hefúr m.a. borist erlendis ffá í þá veru nýlega. Þessi mál skýrast væntanlega á næstu mánuðum. um þeirra félaga. Eitthvað verð- ur væntanlega fleira, en hér hef- ur verið talið, en það kemur í ljós á sínum tíma. Dagskráin hefst kl. fjögur. Boðnar verða kaffiveitingar og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Málmiðnaðarmennirnir á námskeiðinu sem fram fór í verknámshúsinu um helgina. Farskóli Norðurlands vestra: Starfsfræðslunámskeið fyrir málmiðnaðarmenn Um síðustu helgi var haldið í verknámshúsi Fjölbrautaskólans námskeið í rafsuðu og er þetta annað endurmenntunamámskeiðið sem haldið er í þessari grein á Króknum á stuttum tíma. Á nám- skeióinu mátti sjá marga jámsmiði sem stundað hafa iðn sína til fjölda ára og ætla mætti að séu fullnuma í greininni, en það eiga sér stað nýjungar í þessari grein sem öðmm og því þurfa menn sífellt að bæta við þekkinguna. Námskeiðið var haldið að tilstuðlan Farskóla Norðurlands vestra, málmiðnaðardeildar Iðn- sveinafélags Skagafjarðar og Endurmenntunar málmiðnaðarins, sem Iéði viðbótar tækjabúnaó. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Ingvar Ingvarsson ffá Iðntæknistofhun. □ Atvinnustefna vinsamleg fötluðum: Ramminn fékk viðurkenningu Bókmenntavaka í Bifröst

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.