Fréttablaðið - 12.05.2016, Page 1

Fréttablaðið - 12.05.2016, Page 1
Stjórnmál Möguleiki væri á þrenns konar þriggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðana- könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að lokn- um kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur val- kostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö pró- sent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Fram- sóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálf- stæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknar- flokkurinn fjóra. „Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnar- óróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þór- hallsson stjórnmála fræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Sam- fylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarand- stöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í blaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, for- mannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns. – jhh, snæ / sjá síður 4 og 18 — m e S t l e S n a dag b l a ð á Í S l a n d i * —1 1 1 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i m m t u d a g u r 1 2 . m a Í 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag Skoðun Þorvaldur Gylfason skrifar um sundraða flokka. 19 Sport Kevin Keegan var meðal gesta á Business and Football. 22 menning Hið íslenska bók- menntafélag er 200 ára og af því tilefni er efnt til afmælissýningar í Þjóðarbókhlöðunni. 28 lÍFið Með hendur í hári Sigourney Weaver. 42 plúS Sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 6,5% 7,4% 19,8% 30,3% 31 ,1% 3,1 % ✿ Fylgi flokka Skoðanakönnun Fréttablaðsins 9. maí 12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM YFIR 15 TEGUNDIR VERÐ FRÁ KR.24.990 HNÍFAPARATÖSKUR 45 ÁRA LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 Fleiri tveggja flokka stjórnir í myndinni VG er með tæplega 20 prósenta fylgi í nýrri könnun. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn stærstir. Mögulegt væri að mynda þrenns konar tveggja flokka stjórn. Stjórn með aðild Vinstri grænna yrði þó mjög veik. lÍFið Nú er runninn upp sá tími ársins að prófatíðin fer að klárast hjá flestum. Nemendur í prófum hafa gengið í gegnum ýmsar raunir undanfarið, eins og að vaka heilu næturnar, drekka yfir sig af kaffi og stressast upp úr öllu valdi. Það er erfitt að ímynda sér að lífið verði samt aftur á meðan þessi ósköp standa yfir, en engar áhyggjur – það er líf eftir prófin. F r é t t a b l a ð i ð skoðar nokkrar skotheldar leiðir sem mismunandi mann- gerðir geta nýtt sér til að komast aftur í gamla formið. – sþh, gjs / sjá síðu 38 Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórn- málafræði við HÍ Er eitthvert líf eftir próflok? - 30% hindber 549 kr.pk. Verð áður 799 kr. pk. FYRIR OKKUR Sérvalið fyrir íslenskar aðstæður. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is Pepsi-deild kvenna hófst með fjórum leikjum í gær. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan sigur á KR, Sel- foss gerði góða ferð til Eyja og vann sigur á ÍBV og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði í fyrsta deildarleik sínum á Íslandi síðan 2008. Þá skoraði Harpa Þorsteinsdóttir þrennu þegar Stjarnan vann Þór/KA. Fréttablaðið/anton brink 1 2 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 6 7 -F 3 6 8 1 9 6 7 -F 2 2 C 1 9 6 7 -F 0 F 0 1 9 6 7 -E F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.