Fréttablaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 8
NÝR ISUZU D-MAX VERÐ FRÁ 5.790.000 BEINSKIPTUR, 6 GÍRA ISUZU D-MAX ER EINN HAGKVÆMASTI OG STERKASTI PALLBÍLL SEM UM GETUR EYÐSLA AÐEINS 7,4 l/1OO km* TILBOÐ NÚNA FYLGIR ÖLLUM ISUZU D-MAX DRÁTTARBEISLI OG HEITKLÆÐNING Á PALLINN *M ið a ð v ið e yð sl u tö lu r fr á f ra m le ið a n d a á b e in sk ip tu m b íl í b lö n d u ð u m a ks tr i. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is 35OO kg NÝTT MEIRI DRÁTTARGETA GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 7 4 8 1 3 I s u z u D m a x 5 x 2 0 T il b o ð a p rí l Aðalatriðið er að birta textann. Allan textann,“ segir Rosa Pavinelli um viðræður Banda- ríkjanna, Evrópusambandsins og fleiri ríkja um TISA-samninginn, sem snýst um þjónustuviðskipti milli ríkja. Pavinelli er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands opinberra starfs- manna, PSI. Hún hefur gagnrýnt leyndina sem hvílir yfir viðræðunum og óttast að stjórnvöld ríkjanna séu alltof værukær gagnvart hagsmuna- þrýstingi frá stórfyrirtækjum. „Stað- reyndin er sú að borgurunum og lýð- ræðinu stafar hætta af þessari leynd,“ segir hún. „Þetta var ekki svona áður. Í samn- ingalotunum um Alþjóðaviðskipta- stofnunina, WTO, var allt uppi á borðum. Við í launþegahreyfingunni höfðum fullan aðgang að textanum, gátum rýnt í hann og gert athuga- semdir.“ Hún segir þessu öðru vísi farið í nýrri viðræðum um stóra við- skiptasamninga. Allt sem ekki er tilgreint Pavinelli segir annað mikilvægt atriði líka frábrugðið í þessum nýrri samn- ingum. Það snýst um hvernig ríki undanskilja tiltekin ákvæði sem þau vilja ekki gangast undir. „Áður var það þannig að aðildarrík- in gerðu lista yfir þau ákvæði, sem þau vildu taka þátt í og þurftu ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru. Nú er þetta orðið öfugt, þannig að ríkin þurfa að gera lista yfir þau ákvæði, sem þau vilja ekki taka þátt í. Þetta þýðir að þau eru sjálfkrafa aðilar að öllu sem ekki er með á þeim lista. Þannig að ef það til dæmis gleymist að undanskilja himnuskiljun fyrir nýrnasjúklinga, þá verður opnað á einkarekstur í þeim geira. Og hvað svo með nýja tækni og nýjar þjónustugreinar, sem falla þá sjálfkrafa undir samninginn af því að ekki var búið að undanskilja það skýrum orðum? Og hver veit hvað gerist eftir 50 ár?“ Að auki sé þessum viðræðum nú háttað þannig, að einungis ríkin sem taka þátt í viðræðunum geti samið um efni þeirra. Önnur sem bætast í hóp- inn síðar hafi ekkert um þau að segja. Leyndin rofin Wikileaks birti á síðasta ári nokkrum sinnum fjölmörg leyniskjöl frá TISA- viðræðunum, og Greenpeace-sam- tökin gerðu slíkt hið sama nú í maí. Birting skjalanna hefur varpað ljósi á margt, sem áður var hulið leynd. Pavinelli segir að svo virðist sem birt- ing skjalanna og gagnrýni í kjölfar hennar hafi haft einhver áhrif á við- ræðurnar þótt meginstefna þeirra hafi ekki breyst. „Mér sýnist Evrópusam- bandið sýna af sér meiri háttvísi og forðast að vera með of mikinn þrýst- ing. Það hefur til dæmis verið fljótara að fallast á gagnrýni á hugmyndir um að yfirþjóðlegt vald verði sett á stofn til að skera úr um ágreining milli ríkja og fyrirtækja. Slíkt yfirþjóðlegt vald kemur í veg fyrir að ríki geti sett reglur sem fyrirtæki, sem starfar þar, þarf að fara eftir.“ Ekkert að óttast, segir Merkel Leyndin er þó ekki alger. Evrópusam- bandið hefur birt öll skjöl, sem frá því koma um þessa samninga, þar á meðal samningsmarkmið sín á mis- munandi stigum umræðunnar. Hið sama hafa Íslendingar gert. Utanríkisráðuneytið er með öll aðgengileg plögg á sinni vefsíðu. Þá fullyrðir framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins að endanleg niður- staða samninganna muni ekki fela í sér neina skerðingu á neytendavernd, umhverfisvernd eða kröfum um mat- vælaöryggi. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur ítrekað fullyrt að Þjóðverjar þurfi ekkert að óttast, að ekki verði slegið af neinum gæðakröfum í frí- verslunarsamningi við Bandaríkin. Merki um upplausn? „Ég vona það svo sannarlega,“ segir hún, spurð um vangaveltur í þýskum fjölmiðlum nýverið, þar sem greint er frá merkjum þess að samningavið- ræðurnar séu að leysast upp vegna þess að Evrópuríki muni aldrei skrifa undir ítrustu kröfur stórfyrirtækj- anna. „En ég get engu spáð. Það sem ég sé er að alþjóðafyrirtækin beita miklum þrýstingi og hótunum en stjórnvöld sýna lítinn áhuga á því að verja hagsmuni almennings.“ Vill að allt sé uppi á borðum í TISA Rosa Pavinelli segir TISA-viðræðurnar ógn við bæði lýðræðið og almenning. Leyndin sem hvílir yfir þeim sé hættuleg, stórfyrirtæki beiti þrýstingi bak við tjöldin og hagsmunir almennings séu vanræktir. Leyniskjöl hafi varpað ljósi á margt en breyti ekki stefnunni. Rosa Pavanelli segir stjórnvöld sýna lítinn áhuga á að verja hagsmuni almennings. TISA Trade in Services Agreement Samningur um frelsi í þjónustuviðskiptum l Viðræður standa yfir. l Fimmtíu aðildarríki, þar á meðal öll ríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, Bandaríkin, Kanada, Noregur, Sviss og Japan. Þetta var ekki svona hér áður fyrr. Í samningalotunum um Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO, var allt uppi á borð- um. Rosa Pavanelli, framkvæmdarstjóri PSI Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is 1 2 . m a í 2 0 1 6 F I m m T U D a G U R8 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a ð I ð 1 2 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 6 8 -3 3 9 8 1 9 6 8 -3 2 5 C 1 9 6 8 -3 1 2 0 1 9 6 8 -2 F E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.