Fréttablaðið - 12.05.2016, Qupperneq 12
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Tengibox og kaplar
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
Kapalkefli 10m
H05vv-F3G1,5mm
2.990
Rafmagnssnúra
25m H05vv F3G1,5
5.490
Einnig 15m kr. 3.190
10 mtr kr. 2.590
25mtr IP44 H07RN
F3G1,5 kr. 7.790
Fjöltengibox IP44
H07RN F3G1,5
1,5 m snúra
1.990
Kapalkefli 50mtr H05vv-F 3G1,5mm
8.990
25mtr H05vv-F 3G1,5mm 6.190
25mtr H05vv F3G1,5mm 4.190
Rafmagnskefli Pro 25m
H07RN-F 3G1,5mm
8.590
3 fasa rafmagnssnúrur 25m
32amp 5G4
19.900
einnig 25m 32Amp 5G6 24.990
& 63Amp 25m 5G10 29.990
Tengibox 1x32A-
1 x 16-4x230v
21.990
Tengibox 1x32A-
2x16-4x230 v
29.900
Staðan sem komin er upp við
Mývatn virðist ekki aðeins ætla að
varpa ljósi á hvort sérlög um vernd
Mývatns og Laxár eru aðeins orðin
tóm heldur einnig prófsteinn á ný
náttúruverndarlög sem Alþingi
samþykkti einum rómi í vetur.
Fjallað var um ástandið við
Mývatn og fráveitumál Skútustaða-
hrepps á þinginu á þriðjudag. Þar
kom fram þverpólitískur vilji til
þess að stjórnvöld brygðust tafar-
laust við. Steingrímur J. Sigfússon,
þingmaður Vinstri grænna, gerði
það að tillögu sinni að tafarlaust
kæmi til fjárveiting til handa Skútu-
staðahreppi til að hefja umbætur
á fráveitumálum sveitarfélags-
ins – einum af þeim þáttum sem
mannshöndin getur sannarlega
haft áhrif á í hinu flókna samspili
sem sambúð manns og náttúru
er við Mývatn. Þar vísaði hann til
röksemda stjórnvalda um að lítið
væri hægt að gera áður en fullvissa
sé fyrir því hvað veldur lífríkinu
við Mývatn svo miklum skaða sem
raun ber vitni.
Svandís Svavarsdóttir, þing-
maður Vinstri grænna og fyrrver-
andi umhverfisráðherra, benti á í
þingræðu sinni á þriðjudaginn að
vissulega væri ekkert sannað hversu
mikið álagið á vatnið er af manna-
völdum. Hins vegar þyrftu ný nátt-
úruverndarlög að skoðast í því ljósi
og vitnaði til 9. greinar laganna þar
sem segir: Ef hætta er á alvarlegum
eða óafturkræfum náttúruspjöllum
skal skorti á vísindalegri þekkingu
ekki beitt sem rökum til að fresta
eða láta hjá líða að grípa til skil-
virkra aðgerða sem geta komið í
veg fyrir spjöllin eða dregið úr þeim.
„Þetta samþykktum við öll á
Alþingi Íslendinga í vetur sem leið,
þ.e. varúðarregluna samkvæmt Ríó-
yfirlýsingunni. Þessi regla segir að
við getum ekki skákað í því skjóli
að við vitum ekki hversu mikið
er um að kenna sambúðinni við
manninn, að hve miklu leyti er um
að ræða náttúrulegar sveiflur o.s.frv.
Okkur ber að grípa inn í og okkur
ber að láta náttúruna njóta vafans.
Og ég vil biðja hæstvirtan ráðherra
að segja nokkur orð um þessi mál
í lok þessarar umræðu, þ.e. hvort
við séum ekki alveg sammála um
að nýsamþykkt náttúruverndarlög
skeri úr um okkar skyldu gagnvart
vatninu þegar þetta ástand blasir
við,“ sagði Svandís.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-
og auðlindaráðherra, varð ekki við
þessari ósk Svandísar. Hitt liggur þó
fyrir að ný náttúruverndarlög voru
samþykkt samhljóða 12. nóvem-
ber í fyrra og var sérstaklega til þess
tekið af þingmönnum allra flokka
hversu vel tókst til, og haft á orði að
þvert á orðaskak og ósætti þá væri
hægt að lenda góðum málum með
samstarfi, þó það hafi tekið tíma.
Af þessu tilefni sagði Sigrún í við-
tali við RÚV að þingið hefði þurft
á tímanum að halda enda hefði
margt breyst á tveimur árum, ekki
síst gríðarleg fjölgun ferðamanna.
Ráðherra fagnaði niðurstöðunni;
leikreglur hefðu verið skýrðar en
um leið settar auknar kröfur á ráðu-
neyti og stofnanir.
Röksemdin að baki varúðar-
reglunni er óvissa, í flestum til-
vikum vísindaleg óvissa og skortur
á upplýsingum, um hvort ákveðnar
aðgerðir eða eftir atvikum aðgerða-
leysi muni hafa óæskileg áhrif á
umhverfið. Þrátt fyrir óvissu ber
eftir sem áður að grípa til fyrir-
byggjandi varúðarráðstafana jafn-
vel þótt ekki sé mögulegt að sýna
fram á orsakatengslin á milli til-
tekinna afhafna og áhrifa þeirra.
Fram að lagasetningunni 12.
nóvember í fyrra hafði varúðar-
reglan ekki verið útfærð með
skýrum hætti í lögum um náttúru-
vernd. Hins vegar má það fylgja
sögunni að á varúðarsjónarmiðum
var byggt í dómi Hæstaréttar árið
1997 um laxagengd í efri hluta
Laxár, affalls Mývatns. Til grund-
vallar niðurstöðu Hæstaréttar fyrir
því að leyfa ekki landeigendum að
gera laxi kleift að ganga í efri hluta
Laxár var sérstaða svæðisins sem
er friðað með sérstökum lögum,
og þeim þannig meinað að standa
að aðgerðum er tefldu lífríkinu í
Laxá og Mývatni í tvísýnu, að mati
vísindamanna.
Mývatn er prófsteinn á nýja löggjöf
Ný náttúruverndarlög virðast skuldbinda stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við grafalvarlegu ástandi í lífríki Mývatns en óhemju
magn blábaktería er í vatninu. Það kemur til viðbótar þeim skyldum sem sérlög um vernd sem um svæðið gilda leggja þeim á herðar.
Óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum, er mat sér-
fræðings um lífríki vatnsins. Fréttablaðið/VilhelM
Lífríki Mývatns
undir miklu álagi:
l Óhemju magn blábaktería í
Mývatni tvö síðastliðin sumur
er skýrt merki ofauðgunar í
vatninu af mannavöldum.
l Niðurstöður mælinga í fyrra-
sumar sýndu tólffalt það magn
sem talið er óhóflegt í leið-
beiningum WHO.
l Engum vafa er talið undirorpið
að athafnir manna hafi aukið
bakteríuvöxtinn svo óhóflega
með losun næringarefna í
Mývatn – og þar komi meðal
annars til frárennsli frá þéttbýli,
áburðargjöf og iðnrekstri.
l Kúluskítur sem er friðlýst
tegund virðist vera horfinn úr
Mývatni.
l Bleikja er á undanhaldi á
svæðinu – stofninn er svo gott
sem horfinn.
l Hornsílastofn Mývatns mældist
afar lítill í fyrrasumar.
l Mikill ferðamannastraumur set-
ur aukaálag á vistkerfi svæðisins
bæði hvað varðar fráveitur og
ágang á náttúruverndarsvæði.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
viðskipti Þær eignir sem ríkið fékk
afhentar með stöðugleikafram-
lögum föllnu bankanna á að selja
í opnu útboði.
„Sala eða ráðstöfun skal eiga sér
stað að undangengnu opnu tilboðs-
ferli þar sem gætt er gagnsæis og
jafnræðis bjóðenda,“ segir í svari
fjármála- og efnahagsráðuneytisins
við fyrirspurn Fréttablaðsins um
eignasölu í gegnum félagið Lindar-
hvol ehf.
Félagið var stofnað í apríl, á að
hafa umsjón með sölu eignanna
sem féllu ríkinu í skaut, að undan-
skildum Íslandsbanka sem heyrir
undir Bankasýslu ríkisins.
Félagið hefur þegar hafið störf en
í stjórn þess sitja Þórólfur Arason,
skrifstofustjóri í fjármála- og efna-
hagsráðuneyti, og Haukur C. Bene-
diktsson, forstöðumaður Eigna-
safns Seðlabanka Íslands.
Við umsýslu, fullnustu og sölu
eignanna á að leggja áherslu á
gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og
hagkvæmni samkvæmt svari ráðu-
neytisins. „Með hagkvæmni er átt
við að leitað sé hæsta verðs eða
markaðsverðs.“
Þá segir jafnframt að almenna
reglan verði opið söluferli, bæði
við sölu óskráðra og skráðra eigna.
Skráðar eignir verði seldar í
gegnum Kauphöll að undangengnu
ferli þar sem söluaðili verður val-
inn.
„En óskað verður eftir tilboðum í
söluþóknun vegna sölu á umrædd-
um eignum og lægsta tilboði verður
tekið.“
Áætlað er að eignirnar sem
Lindarhvoll hefur umsjón með
sölu á séu metnar á um 60 milljarða
króna. Þar á meðal er hlutur í 16
hlutafélögum, t.d. í Sjóvá, Reitum,
Dohop, Lyfju, Símanum og Eim-
skipum auk skuldabréfa á Arion
banka, Hitaveitu Suðurnesja og
ríkissjóð og Lánasjóð sveitarfélag-
anna. – ih
Selja á stöðugleikaeignir í opnu ferli
bjarni benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt talsverðan áhuga á ákveðnum
óskráðum eignum sem komust í ríkiseigu með stöðugleikaframlögum.
Fréttablaðið/anton brink
En óskað verður
eftir tilboðum í sölu-
þóknun vegna sölu á um-
ræddum eignum og lægsta
tilboði verður tekið.
Úr svari fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins
Svandís
Svavarsdóttir
þingmaður Vinstri
grænna
1 2 . m a í 2 0 1 6 F i m m t U D a G U R12 F R é t t i R ∙ F R é t t a B L a ð i ð
1
2
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
6
8
-1
A
E
8
1
9
6
8
-1
9
A
C
1
9
6
8
-1
8
7
0
1
9
6
8
-1
7
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K