Fréttablaðið - 12.05.2016, Page 18

Fréttablaðið - 12.05.2016, Page 18
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Samfylkingin þarf að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningunum í haust. Flokkurinn er með átta til tíu prósenta fylgi sem er að mestu meðal elstu kjósendanna. Okkur gengur afar erfiðlega að ná til yngra fólks. Áherslur okkar um sann- gjarnt skattkerfi, öflugt heilbrigðis- og menntakerfi, auðlindir í almannaþágu og samkeppnishæft atvinnulíf eiga í dag brýnt erindi en virðast ekki ná til kjósenda. Þessi staða gerir okkur erfitt fyrir að laða til okkar nýtt fólk með nýjar hugmyndir. Vegna alls þessa tel ég að kominn sé tími á grundvallarbreytingu. Þróun í takt við tímann Til að hreyfing jafnaðarfólks geti þróast í takt við tímann verðum við að vera tilbúin til að byrja upp á nýtt. Það vil ég að Samfylkingin geri. Við eigum að skapa nýjan sam- eiginlegan vettvang fyrir flokksfólk og fólk sem er sam- mála okkur í pólitík en er utan flokka eða í öðrum stjórn- málaflokkum. Fólk sem hefur frjálslyndi, félagshyggju, femínisma og jöfnuð að leiðarljósi. Fólk sem vill ekki vera hluti af fortíðinni en hefur brýnt erindi við samtímann. Hreyfing með nýja talsmenn með nýjar hugmyndir. Þörf á nýrri hreyfingu Verði ég formaður Samfylkingar þá hyggst ég leiða flokkinn í þessa átt. Samfylkingin á að vera tilbúin að taka alvöru skref í átt til fólks sem er sammála okkur um lykiláherslur í íslenskum stjórnmálum. Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefnir saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið. Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja nútímalega stjórnmálahreyfingu. Sem formaður Samfylkingarinnar mun ég hefja samtal við aðra stjórnmálaflokka og fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyfingar með áherslu á auðlindir í almannaþágu, umhverfisvernd, nýja stjórnar- skrá, jöfn tækifæri, öflugt velferðarkerfi og samkeppni í heilbrigðu atvinnulífi. Staðan í stjórnmálum krefst þess að við séum hugrökk, köstum burt klyfjum fortíðar og séum tilbúin til að stíga saman næsta skref í sögu jafn- aðarfólks á Íslandi. Verum hugrökk Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja nútíma- lega stjórn- málahreyf- ingu. Með því að notast við slík félög, leyna eignar- haldi með því að fela raunverulega eigendur, er heimsins verstu starfsemi gert kleift að þrífast; hryðju- verkum, mansali, vopnasölu og svo fram- vegis. Magnús Orri Schram varaþingmaður og frambjóðandi til formanns Samfylkingar- innar Undanfarnar vikur hafa upplýsingar úr Panama-skjölunum svokölluðu mall-að út og haft gríðarleg áhrif á samfé-lag okkar. Sitjandi forsætisráðherra hefur þurft að segja af sér, boðað hefur verið til þingkosninga í haust og sitjandi forseti tók tímabundna ákvörðun um að hætta við að hætta við að sækjast eftir endurkjöri. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna opnuðu á mánudag fyrir gagnagrunn með skjölunum þar sem hægt er að skoða félög skráð á aflandssvæðum og einstaklingana sem þar búa að baki. Þar var að finna nöfn fleiri Íslendinga sem eiga eða hafa átt skráð félög í skattaskjólum víðs vegar um heiminn. Þessi opinberun vakti hins vegar ekki jafn mikla athygli, hvað svo sem veldur því. Nöfn ákveðinna einstaklinga koma ef til vill einfaldlega engum á óvart. Eins hafði hinn gríðarlegi fjöldi Íslendinga sem átti aflandsfélög verið gefinn upp og mátti því eiga von á þessum upplýsingum. Engu að síður hefur birting skjalanna hrundið af stað nauðsynlegri umræðu um skattaskjól og skaðsemi þeirra. Skjölin varpa ljósi á skattaundan- skot aðila sem nóg áttu fyrir, tilfærslu á fjármunum í hruninu sem „hurfu“ og augljóst tap íslenska ríkisins og þannig allra þjóðfélagsþegna á þessum æfingum. En það má ekki gleyma allra verstu hlið þess að hægt er að eiga fé og rekstur í skattaskjólum. Með því að notast við slík félög, leyna eignarhaldi með því að fela raunverulega eigendur, er heimsins verstu starfsemi gert kleift að þrífast; hryðjuverkum, mansali, vopnasölu og svo framvegis. Í vikunni rituðu 300 hagfræðingar víða að opið bréf í tilefni af ríkjaráðstefnu um spillingu sem haldin verður í næstu viku. Leiðtogar 40 ríkja sækja ráðstefnuna. Þeir segja skattaskjólin þjóna hinum ríkari og alþjóðafyrirtækjum og að hagnaður þeirra sé á kostnað allra hinna. Tilvist skattaskjóla sé ekki óhjákvæmileg og gerðist ekki af sjálfu sér. Hún er meðvituð ákvörðun stærri ríkisstjórna og fjármála- fyrirtækja, ásamt endurskoðenda- og lögfræðistof- um. Hagfræðingarnir hvetja ráðstefnugestina til að taka stór skref í átt að því að útrýma skattaskjólum. Birgitta Jónsdóttir Pírati spurði Bjarna Bene- diktsson fjármálaráðherra hver stefna hans væri gagnvart skattaskjólum og hvort til greina kæmi að Ísland setti fordæmi varðandi það að banna slíka gjörninga. Bjarni svaraði því til að baráttan gegn skattaskjólum snerist um tiltekna afmarkaða þætti eins og peningaþvætti, afnám leyndar og skattsvik. Hann telur að lítill árangur myndi nást ef Íslend- ingar ætluðu einir að stíga það skref án samstarfs við önnur ríki. Það er rétt hjá ráðherra að alþjóðasamfélagið verður að leggjast á eitt við að útrýma slíkum svæðum og möguleikum áframhaldandi uppgangs auðstjórnunar í heiminum. En það er ekkert sem segir að Ísland geti ekki verið hluti af þeim hópi sem leiðir þá vegferð. Þeir sem skipta við glæpamenn samþykkja starfsemi þeirra. Erum við samþykk því? Fordæmið Dabbi Grensás „Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættuleg- asti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensás- veginum.“ Svona hljómaði lýsingin á manni sem árið 2008 varð alræmdur í íslenskum fjöl- miðlum fyrir ýmis fólskubrot. Davíð Oddsson forsetafram- bjóðandi var líka mikið í fréttum árið 2008, sem seðlabankastjóri í miðju hruninu. Nú hefur hann opnað kosningaskrifstofu sína á Grensásvegi og gárungarnir sitja ekki á strák sínum. Búast má við því að Davíð verði kallaður Dabbi Grensás það sem eftir lifir kosn- ingabaráttunnar. Sem borgar- stjóri „rúlaði“ Davíð einmitt líka Breiðholti og Grensásvegi. Halla í halla Það má segja að Halla Tómasdótt- ir sé eini forsetaframbjóðandinn sem keyrir áfram kosninga- baráttu af alvöru en mælist varla í könnunum. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins er Halla með 1% fylgi. Þetta er sérstakt því fyrir örfáum mánuðum svöruðu margir því til að þeir vildu konu á Bessastaði. Halla talar líka fyrir „kvenlegum gildum“ eins og hún orðar það sjálf. Það er orðið alveg ljóst að Halla verður ekki næsti forseti en spurningin er hvort hún geti nýtt afgang baráttunnar í að eiga samtal við þjóðina, í stað þess að halla undir flatt. snaeros@frettabladid.is 1 2 . m a í 2 0 1 6 F I m m T U D a G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð SKOÐUN 1 2 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 6 8 -1 5 F 8 1 9 6 8 -1 4 B C 1 9 6 8 -1 3 8 0 1 9 6 8 -1 2 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.