Fréttablaðið - 12.05.2016, Page 30

Fréttablaðið - 12.05.2016, Page 30
Þetta er góður hópur og við höfum hjálpast mikið að. Við komum úr ólíkum áttum, ein okkar er til dæmis bóndi og vinnur með ull af eigin kindum. Alexandra Jónsdóttir „Lokaverkefnið mitt er vefnað­ ur,“ segir Alexandra Jónsdóttir. Hún útskrifast með diplóma í textíl frá Myndlistaskóla Reykja­ víkur í vor en í dag verður árleg vorsýning skólans með verkum nemenda opnuð. Verk eftir nem­ endur úr listnámsdeild, sjónlista­ deild, keramikdeild, teiknideild og textíl deild verða til sýnis. Alls útskrifast níu nemendur úr textíl og hefur hópurinn unnið hörðum höndum síðustu daga við lokafrágang. „Hér hefur allt verið á fullu og verða sýnd ótrúlega fjölbreytt verkefni úr textíldeildinni, út­ saumur, þrykk, vefnaður, prjón og fleira,“ segir Alexandra. „Námið hefur verið ótrúlega skemmti­ legt og ég hef lært mikið á þess­ um tveimur árum. Ég er yfir mig ánægð með skólann. Hér eru kenndar aldagamlar aðferðir og tækni sem ekki má gleymast og er til dæmis ekki kennd í Lista­ háskólanum. Þess vegna er Mynd­ listaskóli Reykjavíkur svo dýr­ mætur inn í flóruna.“ Alexandra segir ekki síður lær­ dómsríkt að kynnast ólíkum bak­ grunni samnemenda sinna. „Þetta er góður hópur og við höfum hjálpast mikið að. Við komum úr ólíkum áttum, ein okkar er til dæmis bóndi og vinn­ ur með ull af eigin kindum. Marg­ ar úr hópnum eru með BA í mynd­ list eða fatahönnun en þetta er gott nám til að dýpka þekkingu sína. Mér finnst dýrmætt að eiga samskipti við fólk með ólíkan bakgrunn. Í lokaverkefninu mínu vann ég áfram með þau tækni­ legu atriði sem ég lærði í vefnað­ inum og litun í upphafi náms. Ég set einnig persónulega tengingu í verkið en ég hef rússneskan bak­ grunn og í verkinu vinn ég með rússneskan texta sem endurtekur sig í gegnum fimm metra af satín­ vefnaði, úr ryðlituðum bómullar­ þráðum. Ég óf á gamlan, hefð­ bundinn vefstól.“ Hvað tekur við eftir útskrift? „Það býðst ekki að klára textíl­ námið hér á landi en ég get klár­ að BA­gráðuna mína í einhverjum samstarfsskóla Myndlistaskól­ ans erlendis, eða byrjað á grunni í örum skóla. Ég er að bíða eftir svari frá Designskolen i Kold­ ing í Danmörku sem ég er spennt fyrir og sótti líka um í fatahönn­ un í LHÍ.“ Sýningin verður opnuð klukkan 17 í dag og verður síðan opin milli kl. 13 og 18 fram til þriðjudagsins 17. maí. Tækni sem alls ekki má gleymasT Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð í dag klukkan 17 á 2. og 3. hæð í JL-húsinu við Hringbraut. Verkin á sýningunni eru eftir þá tæplega 120 nemendur sem stunda samfellt nám á framhalds- og háskólastigi í fimm dagskóladeildum skólans. Ryðlitað band ofið með satínvefnaði eftir Alexöndru Jónsdóttur. Þrykk eftir Júlíu Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur. Júlía Guðrún Sveinbjörnsdóttir og Alexandra Jónsdóttir útskrifast úr textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Vorsýning nem- enda verður opnuð í dag klukkan 17. Mynd/VilhelM Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Verð 11.900 kr. - 3 litir: blátt, svart, ljóst grá/beige. - stærð S - 3XL (34 - 46/48) - háar í mittið - mjúkar - grannt lærasnið Ítalskar og vinsælar Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Sumarkjólar Verð 8.900.- Str: s-xxl Litir blátt,svart Endalaust ENDALAUST NET 1817 365.is 1 2 . m a í 2 0 1 6 F I m m T U D a G U R8 F ó l k ∙ k y n n I n G a R b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a R b l a ð ∙ T í s k a 1 2 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 6 8 -1 5 F 8 1 9 6 8 -1 4 B C 1 9 6 8 -1 3 8 0 1 9 6 8 -1 2 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.