Feykir


Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 1

Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Lítill munur á skatt- tekjum í Skagafírði en mikill munur á skuldum á hvem einstakling í sveitarfélögunum Tiltölulega lítill munur er á meðaltalsskatttekjum íbúa í Skagafirði, þegar jöfnunar- sjóðsframlag er meðtalið. Meðaltalsskattekjur eru hæst- ar í Hofshreppi, 141.000, en lægstar í Rípurhreppi, 86.000. Skuldastaða sveitarfélaganna er hins vegar mjög misjöfn. Skefilsstaðahreppur stendur best. Þar er peningaleg eign 364 þúsund á hvern íbúa. Skarðshreppur skuldar hins vegar mest, 91 þúsund á hvern íbúa. Það kemur eflaust mörgum á óvart hvað meðaltalsskatttekjur eru jafnar um héraðið, þegar all- ar tekjur sveitarfélagsins hafa verið teknar saman, þar með talið jöfnunarsjóðsframlag. Kann þessi vitneskja kannski að breyta einhveiju um viðhorf fólks gagn- vart sameiningu, en samkvæmt þessu ætti tekjuöflun sveitarfé- laganna ekki að hindra að þau geti sameinast á jafningjagrund- velli. Næst Hofshreppi í meðaltals- tekjum kemur Fljótahreppur með 119.000, þá Seyluhreppur með 118.000, Sauðárkrókur 116.000, Staðarhreppur 110.000, Hóla- hreppur 108.000, Viðvíkurhrepp- ur 107.000, Lýtingsstaðahreppur 102.000, Skefilsstaðahreppur 102.000, Staðarhreppur 102.000 og Rípurhreppur 86.000. Skuldir á hvem íbúa em næst- mestar í Fljótahreppi, 86.000, þá kemur Sauðárkrókur með 58.000, Staðarhreppur skuldar 8.000, Hofshreppur 6.000, en önnur sveitarfélög kom út með eign: Hólahreppur 10.000, Seyluhreppur 13.000, Lýtings- staðahreppur 21.000, Rípur- hreppur 176.000, Viðvíkurhrepp- ur 205.000 og Skefilsstaðahrepp- ur er langnkasta sveitarfélagið, 364.000 em á bak við hvem íbúa á Skaganum. □ Lauga spáir mildum og góðum vetri Sigurlaug Jónasdóttir spákona á Kárastöðum í Hegranesi brá ekki út af venjunni að þessu sinni að spá í kindagamir á vetramóttum. Lauga á von á fremur mildum vetri, að minnsta kosti framan af. Hún segir að það verði ekki fyrr en í febrúar eða mars sem að búast megi við einhverjum vetrarhörk- um. Þá geri tvo kalda kafla. Ef marka má spá Laugu virðist ekki þurfa að óttast snjóþungan vetur en ýmsir hafa einmitt óttast að sú verði raunin eftir tvo snjó- létta vetur að undanfömu. Aðspurð segist Lauga ekki hafa hugmynd um það hvemig muni vora næst, enda spáir hún ekki svo langt. Korn þreskt á Páfastöðum. Besta kornuppskera í Skagafirði frá upphafi Kombændur í Skagafirði em mjög ánægðir með uppskeru sumarsins, sem var sú besta til þessa. Komrækt hefur far- ið vaxandi frá því að tilraunir hófust fyrir einum Qórum árum. A liðnu vori var sáð í um 140 hektara. Meðalupp- skeran er talin um 4 tonn af hektara og er það mun betri uppskera en í fyrra, sem þó þóttí alveg þokkaleg. Þá var sáð í um 50 hektara og rneðal- uppskera var um 3 tonn af hektara. Allmaigir bændur sá byggi í Skagafirði og fer fjölgandi. Flestir sá í um 4-6 hektara en nokkrir em stærri í sniðum og leggja undir um 10 hektara. Best er uppskeran á Vallhólma- svæðinu. Pétur Sigmundsson bóndi á Vindheimum fær alltaf góða uppskem og einnig hefur gengið vel byggrækt fjöggurra aðila sem em með á leigu um 20 hektara í landi Vallholts í Vallhólma. Símon Traustason í Ketu er einn þeirra. Hann telur að byggrækt í héraðinu sé kom- in tíl að vera. í þau tjögur sum- ur sem hann hefur ræktað kom hefur tekist að þreskja öll árin og ræktun í héraðinu í heild gengið vel. ,,Það er engin áhætta sem mann taka með ræktuninni. Það er þá alltaf hægt að rúlla ef ekki tekst að þreskja og það er líka ágætis fóður. Menn vom ekki bjartsýnir ffaman af sumri núna. Það var kalt til að byija með en síðan kom mjög góð spnettutíð. Við þekktum landið ekki nógu vel í fyrra og vomm of sparir á áburðinn. Einnig var landið bet- ur unnið hjá okkur fyrir sáningu í vor og það kom okkur til góða”, segir Símon. Símon telur bændur hafa hag af því að rækta kom þó svo að þama sé verið að keppa við niðurgreiddan innflutning. Hann segir kjörið að bijóta land til ræktunar með því að sá í þa- byggi og tilvalið að endunækta tún með því að sá í þau biggi og búa þau þannig til ræktunar. CQ v. —KTcN£ÍH ckjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 O • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA ais O • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA 0) Y- • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jm bílaverkstæði Simi : 453 5141 Sæmundargofa lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 Bílaviðgerðir O Hjólbarðaviðgerðir Réttingar jfáprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.