Feykir


Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 6

Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 37/1997 Vatnsdæla Teikning Pálmi Jónsson 237. Þeir Föstólfur kváðu vel á komið að finna Úlfhéðin „því að þeir bræður drápu mann okkam í sumar og skal ríða eftir þeim.” Eigi mun eg eftir ríða”, kvað Þorfmnur. Og svo var. Síðan riðu þeir bræður eftir í ákefð. Þetta sér Þórólfur leikgoði og mælti hann: „Ríðum undan hart. Hér fara þeir bræður eftir okkur.” , ,Nei”, kvað Úlfhéðinn, „það geri eg eigi því að þeir kalla mig þá renna.” 238. Þórólfur hleypti út í ána en þeir bræður 239. Síðan andaðist Úlfhéðinn en Húnröður lét ólíklega við sættinni og bjó málið ti! Alþingis. Þorfmnur bauð sætt og fébætur en Húnröður kvaðst eigi vilja nema sektir þeirra og svo varð og reið við það af þingi. Þeir bræður gerðu virki mikið í Holti á Kólkumýium og varð Húnröði torvelt að sækja þá. 240. Skúmur hét lausingi einn. Hann hafði unnu á Úlfhéðni og lá hann þar eftir. Síðan riðu þeir bræður aftur og sögðu Þorfmni tíðindin. Hann kvað ómaklega gert við góðan dreng og fór hann heim í Vatnsdal. Úlfhéðinn var særður til ólífis. Húnröður fór eftir honum, bróðir hans, og flutti hann heim og bað hann Húnröð bróður sinn sættast á mál þessi eftir sig og kvað eigi hefna rnundu auðið verða „því að eg minnist nú á ferðina hina fyrri og veit eg þann engan sóttdauðan orðið hafa er í þeini ferð voiu.” aflað fjár og orðinn auðigur. Húnröður eyddi fyrir honum og fór hann utan og kom til Noregs og fór norður í Þrándheim. Hann fékk þar stórfé og dvaldist þar, kom auðigur í annan tíma. Húnröður eyddi öllum peningum sínum og svo þeim er Skúmur hafði áttt svo að hann varð nálega félaus. Hann fór á fund Þorkels Vatndælagoða og sagði honum sín vandræði. Tindastóll í úrslit Eggjabikarsins Það gekk mikið á í Grindavík á sunnudagskvöldið þegar heimamenn börðust fyrir lífi sínu í Eggjabikarnum gegn frísku liði Tindastóls. Á bratt- ann var að sækja fyrir heima- menn sem töpuðu fyrri Ieikn- um á Sauðárkróki með tutt- ugu stiga mun. Þegar leiktím- inn var úti var staðan 97:77 fyrir Grindavík og því þurfti að framlengja leikinn enda samanlögð stigatala jöfn. Grindavík hafði sigur að lok- um 106:100 en það dugði skammt þar sem að Tindastóll vann samanlegt með 14 stiga mun. Torrey John lék vel í Grinda- vík sem og í fyrri leiknum á Króknum. Hann skoraði 38 stig fyrirTindastól og Amar Kárason 17. Hjá Grindavík skomðu Danel Wilson 40 stig og Helgi Jónas Guðfinnsson 25 stig. Tindastólsmenn höfðu algjöra yfirburði í fyrri leiknum. Náðu strax í fyrri hálfleiknum 30 stiga fomstu sem Grindvíkingum gekk fremur erfiðlega að vinna á. Lokatölur urðu 88:68. Torrey John átti stjömuleik fyrir Tinda- stól, skoraði 27 stig í fyrri hálf- leiknum og alls 33 stig í leiknum, Jose Maria gerði 18 stig og þeir Sverrir Þór Sverrisson og Amar Kárason 13 hvor. Auk Tindastóls komust í und- anúrslitin Keflvíkingar, Njarð- víkingar og KR-ingar. Þau fara fram í Reykjavík um miðjan nóvember. Þar mætir Tindastóll Njarvík og KR Keflavík. Úrslit keppninnar verða leidd til lykta um þessa sömu helgi með úr- slitaleik sunnudaginn 16. nóv- ember. Gísli og Ólafiir þjálfa meistaraflokkinn saman Þjálfaramál Tindastóls í knattspymunni fengu skjótar lyktir fyrir helgina. Samkomu- lag náðist við þá Gísla Sig- urðsson og Ólaf Adolfsson um að þeir sjái um þjálfun meistaraflokks í sameiningu. Þá mun Alfreð Guðmundsson annast þjálfun meistaraflokks kvenna og gengið hefur verið frá ráðningu þjálfara fyrir alla flokkaTindastóls í fótboltanum. Ómar Bragi Stefánsson for- maður knattspymudeildar segir mikinn hug í knattspymufólki nú og það sé ákaflega gott að vera búinn að ganga frá þjálf- aramálunum fyrir alla flokka. Það sé mikill hugur í þeim Gísla og Ólafi að gera góða hluti í sameiningu með meistaraflokk- inn og stefnt sé að því að leik- mannahópur Tindastóls verði sterkur næsta sumar. Þó séu mestar líkur á að litlar breyt- ingar verði á hópnum milli ára. SveiTir Þór og Anna Lea best í fótboltanum Uppskemhátíð knattspymu- deildar Tindastóls fór fram um helginga. Á laugardag héldu meistaraflokkar og unglinga- flokkar karla og kvenna upp- skeruhátíð sína í félagsheimilinu Ljósheimum. Á sunnudag komu yngri flokkamir saman í íþrótta- húsinu og þar fengu allir við- urkenningu fyrir þátttökuna. Að venju vom skemmtíatriði og pistlar, þar sem litið var yfir tímabilið, fyrirferðarmiklir á uppskemhátíð eldri flokkanna. Meistaraflokkar karla og kvenna náðu mjög góðum árangri á liðnu sumri, sem og 2 flokkur karla, en ekki var sent lið til keppni í 2. flokki kvenna. Mfl. karla vann sig upp um deild og kvennaliðið var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Hápunktur kvöldins var val bestu leikmanna flokkanna. Sverr- ir Þór Sverrisson var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla, Anna Lea Gestsdóttir hjá mfl. kvenna, Sólborg Hermundsdóttir í 2 flokki kvenna og Ámi Geir Valgeirsson í 2. flokki karla. Efnilegustu leikmennimir þykja Hilmar Hilmarsson í meistaraflokki karla, Sólborg Hermundsdóttir í meistaraflokki kvenna og Atli Leví í 2. flokki karla. Bestu ástundun sýndu Viðar Einarsson í meistaraflokki karla, Aníta Jónasdóttir í mfl. kvenna og Rúnar Guðlaugsson í 2. flokki karla. Markakóngar meistaraflokk- anna vom Jóhann Steinarsson og Sólborg Hermundsdóttír. Adidas- bikarinn, sem veittur er þeim aðila sem veitir knattspymu- deildinni hvað dyggasta stuðn- inginn, kom að þessu sinni í hlut Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Verðlaunahafar á uppskeruhátíðinni: Valgeir Leví með viðurkenningar sem Atli bróðir hans hlaut, Aníta Jónasdóttir, Anna Lea Gestsdóttir, Jóhann Steinarsson, Sverrir Þór Sverrisson og Sólborg Hermundsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.