Feykir


Feykir - 29.10.1997, Page 3

Feykir - 29.10.1997, Page 3
37/1997 FEYKIR 3 Skehiiinsla af stað á Hofcósi í næstu viku í Skagaskeljarhúsinu á Hofsósi hefur að unfan- förnu verið unnið hörðum höndum að lagfæringum á húsinu og standsetningu þess fyrir skelfiskvinnslu, sem stefnt er að því að helj- ist í næstu viku. Það er Rækjunes í Stykkishólmi sem kemur á fót vinnslunni. Fyrirtækið er búið að festa kaup á 17 tonna báti frá Homafirði sem búinn verð- ur til skelveiða á Skagafirði. Þessa dagana er verið að koma fyrir í honum búnaði til að flokka skelina eftir að hún kemur úr plógnum. Þeir Ámi Jónsson og Þröst- ur Gunnlaugsson frá Rækju- nesi voru að störfum í verð- andi vinnslusal, ásamt Jóni Hákoni Vilbergssyni, þegar tíðindamann Feykis bar að garði. Aðspurður kvað Ámi menn nokkuð bjartsýna á skel- vinnslu á Hofsósi. „Við vitum að vísu ekki mikið um miðin í Skagafirðin- um, en okkur er sagt að þau séu góð. Þeir hafa verið að veiða vel í Húnaflóanum að undanfömu og fyrst að vinnsl- an var ekki komin í gagnið héma var aflanum ekið til Stykkishólms. Við ætlum okk- ur að vinna héma þrjú tonn á dag. Skelin verður handskorin og þetta er mannfrek vinnsla. Við reiknum með 15 manns, en síðan ef hráefnisöflunin gengur mjög vel, þá er sá möguleiki fyrir hendi að vél- væða vinnsluna”, segir Ámi. Skelvinnsla hefst nú í Skagaskeljarhúsin að nýju eft- ir 10 ára hlé. Þá var skel reyndar ekki unnin þar nema í nokkur misseri. Það vom ung- ir athafnamenn á Hofsósi sem ýttu vinnslunni úr vör og þeg- ar hún stoppaði áttu fæstír von á því að hún mundi nokkum tíma fara af stað aftur. En eins og oft reynist, þá er ekki gott að spá í ffamtíðina. Orðsending til Jóns á Óslandi Vinur minn, Jón á Óslandi, mun hafa getið þess í ræðu á sameiningarfundi á Sauðár- króki 18. okt. sl. að ég hafi hlaupið á mig í blaðagrein um sameiningarmál. Sök mín var að minnast ekki á sameiningu Hofs-, Hofs- ós- og Fellshrepps á sínum tíma, né þátt Jóns í þeirri gerð. Það er rétt að á það hef ég ekki minnst. Eg spyr: Var sú samein- ing sambærileg því heljar- stökki, sem nú er boðað? Eg hef heldur ekki minnst á sam- einingu Eyjafjarðarsveitar, Kópaskerssvæðis, Fljótsdals- héraðs, V-Skaftafellssýslu né Dalabyggðar. Á öllum þesum svæðum, og raunar fleirum, hafa dreifbýlis- hreppar sameinast. Mismargir á hverju svæði og misfjölmennir. Frá þessum stöðum berast ekki háværar óánægjuraddir í fjöl- miðlum. Þær koma frá dreif- býlishreppum og þorpum er sameinast hafa bæjarfélögum. Til viðbótarem nú um það bil 20 dreifbýlishreppar í 4 sýslum í sameiningarviðræðum. (Strandasýsla og V-Hún. ekki meðtaldar). Mér sýnist að sú sameining- arhreyfing sem nú er í gangi all- víða á landsbyggðinni hnígi í megindráttum í þá átt að sveit- arhreppamir séu að sameinast. Það er vel. Málaflokkar þeirra, og viðfangsefni, eru að öllu jöfnu áþekkir. Það er skoðun mín og margra annarra að í þessum efnum sem og í flestum öðrum sé þróun betri en bylt- ing. Konráð Gíslason. Meirapróf Aukin ökuréttindi Vöru-, leigu- og hópbifrdð Meirapróf verður haldið á Sauðárkróki í janúar-febrúar. Þátttakendur hafi samband við undirritaðan fyrir 1. desember nk. en aksturskennsla hefst e.t.v. að einhverju leyti fyrir áramót. Birgir Örn Hreinsson ökukennari Dalatúni 4, Sauðárkróki, heimasími 453 5861, bflasími 852 1790, GSM 892 1790. Harðsnúið lið sem vann að standsetningu skelvinnslunnar á Hofsósi: Einar Einarsson, Jón Hákon Vilbergsson, Þröstur Gunnlaugsson, Reynir Gíslason, Árni Jónsson og Þóranna Óskarsdóttir. Namsmannalína Búnaðarbankans erfyrir alla námsmenn frá 16 ára aldri. 100% lánshlutfall 1% lægri vextir Yfirdráttarheimild Skipulagsbok Námsstyrkir Námslokalán Gjaldeyrisþjónusta Flutningalán NAMS BUNAÐARBANKINN - Traustur banki mMANNA m

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.