Feykir


Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 8

Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 8
29. október 1997, 37. tölublað, 17. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill LANDSBOK *r:.ÖRYGGI og góð ávöxtun! Landsbanki íslands _______í forystu til framtfðar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 Framtak Blönduóssbæjar í byggingu Skúlahoms hefur orðið til þess að skapa um 40 ný störf Starfsemi Fisks 2000 komin á fullt „Þetta gengur ágætlega hjá okkur í dag og miðað við óbreytt ástand erurn við bjartsýnir. Eg held þetta hafl tekist vel miðað við að þarna erum við að byrja vinnslu á svæði þar sem þessi verk- þekking var ekki til staðar áður”, segir Kjartan Páll Guðmundsson framkvæmda- stjóri hjá Fiski 2000 á Blönduósi. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns og ágæt- lega gengur að afla hráefnis sem kemur af svæðinu frá Suðurnesjum vestur og norð- ur um allt austur tíl Langa- ness. Kjartan segir að stofnkostn- aður fyrirtækisins hafi verið meiri en gert var ráð fyrir. Meiri kostnaður hafi farið í öflun verkþekkingar þar sem þjálfun starfsfólks hafi tekið lengri tíma F L í S A R EFNI T I L F L í S A Aðalsteinn J. Maríusson Borgarflöt 5. s: 453 5516 s: 453 5591 Fars: 853 0391 Umboð fyrir ; Traustar Flísar Múrvið- s / geröarefni Í/ - flotgólf o.fl. en gert var ráð fyrir. „Það má segja að við séum svolítið að súpa seyðið af því í dag, en þetta er komið í gott horf. Fyrir- tækið er nú búið að starfa í 15 mánuði og frá því í júní hefur það verið að skila jákvæðri af- komu, að vísu ekki mikilli, en við erum ánægðir með að vera komnir réttu megin við strikið. Markaðurinn fyrir flatfiskinn er alltaf fyrir hendi og verðin ágæt’segir Kjartan. Kjartan segir að misjafnlega hafi gengið að fá starfsfólk. Oft hafi komið fyrir að frekar hafi vantað fólk en hitt. Framtíðarnefnd Sauðárkróks Vill „hreina“ atvinnustarfsemi en ekki mengandi stóridju „Það er mat nefndarinnar að í Skagaflrði eigi ekki að stefna að efnaiðnaði eða annarri mengandi stóriðju. Setja beri stefnuna á „hreina” atvinnustarfsemi og nota um- hverfið sem aðdráttarafl á fólk til búsetu. TVyggja þarf sem best aðgang að hreinu umhverfi og ómenguðum náttúruauðlindum, s.s. hreinu neysluvatni og sjó”, segir í skýrslu framtíðarnefndar Sauðárkróks, en hún lauk störfúm í sumar með því að skila greinargerð um hina ýmsu málaflokka. Ekki eru allir á eitt sáttir um þessa skoðun framtíðamefndar- innar og vilja ýmsir meina að með þessu sé endanlega komið í veg fyrir það að Norðurland vestra verði nokkum tíma til skoðunar sem kostur fyrir stað- setningu stóriðju eða stærri iðn- aðarframleiðslu. Framtíðar- nefndin gerir miklar kröfur um umhverfisþáttinn, eins og sést kannski best á því að; „sem dæmi um samskipti manns og náttúm í samtímanum mælir nefndin með því að bæjaryfir- völd fari ffarn á að háspennulín- ur sem liggja um útivistarsvæði ofan bæjarins verði lagðar í jörð af eiganda þeirra”. Og svo vitnað sé áfram í ályktun framtíðarnefndarinnar: „Með tilvísun til þessa leggur nefudin úl að á vegum sveitarfé- lagsins, og er þá horft til alls héraðsins, fari ffam steffiumörk- un og áætlanagerð um ræktun, uppgræðslu og nýtingu lands- ins. Þetta taki jafnt til þess að gerðar séu áætlanir um hreinlæti og umgengni í sveit og þéttbýli, einkum þurfi bændur að taka sig á svo allt umhverfi þeirrar mat- vælaframleiðslu, sem þeir stunda, sé sem hreinast og laust við mengun. Unnið verði mark- visst að fráveitumálum og skipulagi sorpeyðingar og end- urvinnslu og ströngustu kröfur í þeim efnum uppfylltar. Gera þarf áætlanir um jarðefnatöku og beitamýtingu, svo lágmarka megi áhrif þessara þátta á um- hverfið”. Framtíðarnefndin forgangsraðar íþróttamannvirkjnm Yfírbygging sundlaugar næst „Sauðárkrókur hefur orð á sér sem íþróttabær. Stuðla ber að því að viðhalda því orðspori með stuðningi sveitarfélaga og fyrir- tækja. Búið er að ná verulegum áfanga í íþróttamálum hvað varð- Skafta gengur vel á rækjunni Skafti landaði um helgina 50 tonnum af rækju á Grundar- firði. Þetta var fyrsti túr skipsins á rækjunni og gekk hann vel. Ahöfnin er sex menn, allt Grundfirðingar er áður voru á Klakknum. Skipstjóri er Jóhannes Þon’arðarson. Búið er að kaupa nýja vél í Klakkinn, Alfa Man B&W, og er hún á leið til landsins. Að sögn Gísla Svan Einarssonar útgerð- arstjóra Skagfirðings er reiknað með að Klakkurinn verði tilbúinn á veiðar um áramót. Óvíst er um áffamhaldandi útgerð Skaffans en þorskkvóta var skipt út fyrir þann rækjukvóta sem skipinu er ætlaður til áramóta. „Þetta er allt saman spumingin urn kvótann og því ómögulegt að segja hvað verður”, segir Gísli Svan. Sem kunnugt er er Skaftinn búinn að vera úl sölu síðan um áramót. Ekkert kauptilboð hefur borist í skipið og ekíú hefur verið mikið spurst fyrir um það. □ ar boltaíþróttir og aðrar hóp- íþróttir með tilkomu stækkunar íþróttahússins og skipulagningar íþróttavalla, en þar þarf þó bætta aðstöðu fyrir ftjálsíþróttaiðkun og áhorfendasvæði. Tryggja þarf græn svæði inni í hverfúnum þar sem böm og unglingar geta unað í leik”, segir í ályktun ffamúðar- nefndar Sauðárkróks um íþrótta- mál. Framtíðamefndin telur að næstu verkefni á sviði íþrótta- mála ættu að vera yfirbygging, endurbætur og stækkun sund- laugar bæjarins ásamt gerð bamalauga og rennibrauta. Gera þurfi tímasetta áætlun um upphaf og lok slíkra framkvæmda. „Vetraríþróttir eiga sífellt meiri vinsældum að fagna og því ber að leggja áherslu á uppbygg- ingu skíðasvæðis í grennd við bæinn. Vegna greiðra og batn- andi samgangna við Sauðárkrók má hugsa sér að ná helgarvið- skiptum við höfuðborgarsvæðið og nágrannabyggðir hvað varðar skíðaaðstöðu. Þverárfjallsvegur mun styrkja þessa stöðu veru- lega. Nefndin styður því hug- myndir um þetta efni og mælir með því að leitað verði leiða til þess að stofna um það fyrirtæki til fjármögnunar. Golfíþróttin nýtur vaxandi vinsælda sem fjölskylduafþrey- ing og er því mikilvægt að auka og bæta golfaðstöðu hér og stefna að því að innan ákveðins árafjölda verði kominn 18 holu völlur hér með allri aðstöðu. Nefndin mælir með að á- hersla verði lögð í það í íþrótta- stefnu bæjarins að íþróttir séu fyrir alla og stefnt sé að sem víð- tækastri þátttöku almennings f íþróttaiðkun og útivist. _x r ■ ■ ■ ■ ■ BÓKAEÚÐ Gæðaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.