Feykir


Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 4

Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 4
4 FF.YKIR ^7/1997 Nýja íþróttahúsið vígt á 90 ára afmæli Tindastóls Árni Guðmundsson alliendir Páli Ragnarssyni formanni Tindastóls myndir af íþróttafólki á Króknum í árdögum ungmennafélagsins. Árni gaf einnig ásamt systkinum sínum, börnum Dýrleifar Ámadóttur og Guðmundar Sveinssonar, fána Tindastóls til minningar um foreldra sína. ÖIl þessi fjöl- skylda hefur stutt dyggilega við starf Tindastóls. Aðalviðburður fyrsta vetrar- dags á Sauðárkróki að þessu sinni var vígsluhátíð íþrótta- hússins og jafnframt var minnst 90 ára afmælis Ung- mennafélagsins Tindastóls, en stofnfundur félagsins var haldinn 26. október 1907. Fjölmörg ávörp voru flutt í hátíðardagskrá í íþróttahús- inu sl. laugardag og að henni lokinni þáðu gestir kafti og veitingar í tilefni dagsins og fylgdust með ungu kynslóð- inni að leik. Ungmennafélag- ið Tindastóll sæmdi í tilefni afmælisins 60 félaga starfs- merki félagsins, sem veitt er fyrir góða þáttöku í leik og starfi. Það var Snorri Bjöm Sig- urðsson bæjarstjóri sem flutti vígsluræðuna. Gerði hann að umtalsefni hve starfsemi ung- mennafélagsins Tindastóls ætti stóran þátt í bæjarlífinu. Kvað bæjarstjóri bæjarstjóm hafa skilning á mikilvægu hlutverki ungmennafélagsins. Hefði þessi skilningur m.a. birst í uppbyggingu íþróttamann- virkja á undanfömum ámm og ætti hann von á því að hér yrði ekki látið staðar numið. Bæjar- stjóm gerði sér fulla grein fyrir þeim kröfum sem gerðar væm til bæjarfélags sem Sauðár- króks hvað varðar aðstöðu til íjölbreyttrar íþróttaiðkunar. Hilmir Jóhannesson for- maður íþrótta- og æskulýðsráðs talaði á svipðum nótum og bæjarstjóri og óskaði bæjarbú- um öllum til hamingju með nýja íþróttahúsið og Tindastól. Páll Ragnarsson formaður Tindastóls var glaður í bragði á þessum tímamótum, eins og vænta má, enda hefur hróður Tindastóls vart verið meiri en einmitt um þessar mundir. Páll vék að stofnun félagsins á sín- um tíma og minntist starfs fmmheijanna. Þakkaði hann mörgum þeim sent lagt hefðu félaginu lið og vék að velvilja bæjarstjómar og fleiri stuðn- ingsaðila í garð félagsins. Þakk- aði Páll þá aðstöðu sem sköpuð hefur verið til íþróttaiðkunar í bænum og hvatti til þess að haldið yrði áfram á sömu braut. Hátíðarræðu dagsins flutti Ámi Guðmundsson fyrrv. skólastjóri á Laugarvatni. Þakkaði Ámi gott boð á þessa afmælishátíð og tengdi það þátttöku sínum í íþróttum á Sauðárkróki sem ungur maður og afskiptum sínum af ung- mennafélagsstaifinu. Ámi sagði að í hvert sinn sem hann þyrfti að velja sér sjónarhól kæmi í hug Ijóð Matthíasar, Skín við sólu Skagafjörður. Tindastóll væri að sínum huga fjallið helga, þar væri geymdur óskasteininn hans og annarra Skagfirðinga. Ámi flutti mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi þar sem hann riíjaði upp æskudaga sína á Króknum og kynni sín af merkum mönnum og frumheij- um, s.s. Jóni Þ. Bjömssyni og Jónasi Kristjánssyni. Sérstak- lega gerði hann að umtalsefni það fmmherjastarf sem Jón Þ. Bjömsson vann í íþrótta- kennslu, og skóla- og bindind- ismálum. Ræðumenn margir minntust á þátt Jón Amars Magnússonar olympíufara í íþróttalífmu á Sauðárkróki. Það gerði Ámi Guðmundsson og gat einnig annars olympíufara frá Sauðár- Gestir á vígslu- og afmælishátíðinni sl. laugardag. Ólafur Rafnsson formaður Körfuknattleikssambands íslands sæmdi Kára Márísson starfsmerki KKI fyrir mikið uppbyggingastarf í körfuboltanum á Króknum. króki, Axels Kristjánssonar, sonar Kristjáns Gíslasonar kaupmanns, sem fór á Olymp- íuleikana í Stokkhólmi 1912 og snéri heim með langhlaupara- skauta, fyrirmynd þeirra skauta sem Mundi Gulla, Gísli Sig- urðsson á Eyrinni og Jóhanna í Borgargerði geystust síðan á um Eylendið og aðra staði sem hentuðu til skautaiðkunar. Ámi gat einnig mikillar íþróttahátíð- ar á Eyrinni 1911, sem haldin var í tilefni aldarafmælis Jóns Sigurðssonar forseta. Þá vom m.a. leikfimisýningar þar sem 10 manna flokkar karla og kvenna sýndu. Þetta vom einar fyrstu fimleikasýningar hér á landi. Margt fleira fróðlegt kom fram í erindi Áma. Tindastóli bámst í tilefni dagsins margar góðar gjafir. Ámi Guðmundsson gaf félag- inu ljósmyndir, sem teknar vom af fólki við íþróttaiðkun í bænurn við upphaf aldarinnar. Gjafir bámst frá knattspymu- og körfuboltasambandinu og fleiri aðilum, auk skeyta og blóma í tilefni dagsins. Sönghópur flutti lög úr Glöðuni tíðum, .söngleik sem Tinda- stóll setti upp á liðnu vori. DHL-deildin körfubolti Tindastóll - Keflavík föstudagskvöld kl. 20 Tekst Tindastólsmönnum að sigm sjálfa íslands- meistarana. Komið og sjáið spennandi og skemmtilegan leik. Stjórnin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.