Feykir


Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 7

Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 7
37 /1997 FEYKIR 7 Jonas Bjömsson f. 29.1.1958, d. 28.9.1997 t Kallið er komið komin er stundin vina skylnaður viðkvœm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Við fréttum þennan sorglega atburð sunnudagskvöldið 28. september, að tengdasonur okk- ar Jónas hefði látist þá um dag- inn. Jónas minn! Okkur langar til þess að minnast þín og þakka með örfáum orðum. Okkar kynni hefðu svo sannarlega mátt vera lengri, þar sem ávallt fór vel á með okkur, en þar áttir þú drýgstan þátt í með þinni ein- stöku geðprýði og varst alltaf boðinn og búinn til að gera allt fyrir okkur, sem í þfnu valdi stóð. Við gleymum því ekki þegar þú komst inn í líf okkar fyrir norðan. Fórst að kenna við Tónlistarskóla Sauðárkróks, kynntist dóttur okkar Svövu Sigurbjörgu, sem leiddi til þess að þið giftuð ykkur og stofnuð- uð heimili að Víðigrund 22 þar sem þið bjugguð fyrstu árin, og hve gleðin var mikil þegar þið eignuðust ykkar fyrsta bam, Ingibjörgu. Þá viljum við þakka sérstaklega hvað þú reyndist Kiddu litlu vel sem Svava átti fyrir, alltaf eins og hún væri þitt eigið bam. En svo fluttuð þið suður og eignuðust ykkar heimili þar og þá urðu samverustundimar færri, en minningamar sterkari og áhrifameiri, þegar þið komið norður í heimsókn og við suður til ykkar. Og Ijölskyldan stækk- aði, þið gáfuð okkur tvö yndis- leg bamaböm í viðbót, þau Bimu Dröfn og Atla litla. En nú brestur okkur orð Jónas minn en þú veist þann hug sem við bár- um til þín. Elsku Svava mín, Kidda, Beddi, Ingibjörg, Bima Dröfn og Atli. Foreldrar hans og systk- ini, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur og blessa ykkur á þessari erfiðu stundu og um ókomin ár. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tíð margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. V. Briem. Tengdaforeldrar. Þjóðarmein - hvernig á að uppræta illgresi? Ofbeldi og eiturlyfjaneysla eru illgresi í þjóðarsál flestra þjóða og þar með talið okkar Islendinga. En hvernig reynum við að uppræta þetta illgresi? Erum við ekki að plokka burt eitt og eitt blað, meðan rótin dafnar og breiðir úr sér? Ef við skil- greinum samlíkinguna - of- beldi og eiturlyfjaneysla = ill- gresi, þá getum við sagt að skortur á trú, von og kærleika sé rót illgresisins, öryggisleysi sé stofn þess, víman greinarn- ar og blöðin séu ofbeldið. Hin ljótu blóm þessa illgresis eru svo afleiðingar þeirra verkn- aða sem ofbeldi og víma valda. Verknaða sem skapa nýja einstaklinga skortandi trú, von og kærleika (rót), öryggis- lausa (stofn), ofbeldisfulla vímaefnaneytendur (greinar og blöð) o.s.frv. Með strangri löggæslu, for- eldravakt og hertum refsingum getum við dregið úr sýnilegum afleiðingum þessa meins, en þannig er engin von að upp- ræta það. Við verðum að fara að sinna því verki að höggva á ræturnar. Tökum okkar hreina og fal- lega land að fyrirmynd. Gerum þjóðarsálina hreina og fallega með því að efla hlutdeild um- burðarlyndis, réttlætis, kær- leika, vonar og trúar í daglegu lífi okkar. Þannig sköpum við jarðveg þar sem illgresi örygg- isleysisins nær ekki að dafna. Valbjörg B. Fjólmundsdóttir. Aðlögunarnámskeið Sjálfsbjargar Dagana 1.-2. nóvember nk. gengst Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, fyrir aðlögunamámskeiði, sem haldið er hreyfihömluðu fólki. Þetta er í sjötta sinn sem slíkt nám- skeið er haldið, en hið fyrsta var haldið árið 1990. Þau em sniðin eftir fmnskri fyrirmynd og hafa gefið mjög góða raun. Námskeið sem þessi em hluti af félagslegri endurhæfmgu. Markmiðið er að styðja hinn fatlaða og fjölskyldu hans við breyttar aðstæður. A námskeiðinu verður fjallað um félagslegar afleiðingar fötlunar. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um tilfinningaleg viðbrögð við fötlun og viðbrögð vina og vandamanna. Tryggingamál verða tekin fyrir svo og réttindi fatlaðra varðandi ýmsa þjónustu og starfsemi sem tengist fötluðum. Einnig verða fyrirlestrar og umræður um breytta virkni og fæmi í daglegri iðju. Jafnframt verður starfsemi Sjálfsbjargar og Iþróttasambands fatlaðra kynnt. A námskeiðinu verður unnið í litlum hópum. Þar verða rædd ým- iss mál sem snerta daglegt líf fatl- aðs fólks, bæði mál sem öllum er sameiginleg og svo sérstök mál. Námskeiðið er einkum miðað við fólk eldra en 16 ára, sem hefur fatlast af völdum slyss eða sjúk- dóms. Dæmi um slíkt em mænu- sköddun, vöðva- og miðtaugakerf- issjúkdómar, liðagigt, klofinn hryggur, helftarlömun, útlimamiss- ir, MS-sjúkdómur, parkinsonveiki og fleira. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa fatlast á lífsleiðinni eða verið fatlaðir frá fæðingu. Auk hreyfihamlaðra em fjöl- skyldumeðlimir velkomnir á nám- skeiðið, sem haldið er í Sjálfsbjarg- arhúsinu, Hátúni 12 Reykjavík. Námskeiðsgjald er kr. 4.500 og er fæði, námskeiðsgögn og gisting fyrir fólk utan af landi innifalin. Ferðakostnaður er greiddur fyrir fólk af landsbyggðinni. Hjálparfólk verður til staðar og góð hvíldarað- staða. Tilkynnið þátttöku til Lilju Þorgeirsdóttur í síma 552 9133. Okeypis smáar T11 sölu! Til sölu MMC Pajero turbo dísel árgerð 1985. Bíllinn er ekinn 187.000 km. Hann er á 33” dekkjum, lítur vel út og er í góðu lagi og nýskoðaður. Skipti koma til greina á ódýrari bíl. Upplýsingar í síma 453 8210. Til sölu hesthús íyrir 19 hross, hestakerra, Case dráttar- vél árg. ‘88 og Aló ámoksturs- tæki á Ford 5610. Upplýsingar í síma467 1041 eða467 1027 á kvöldin. Húsnæði tO leigu! Til leigu 2 herbergi með eldunar- og þvottaaðstöðu, baði sjónvarpskrók og sérinngangi. Upplýsingar í síma 898 8910. Kvígur óskast! Óska eftir að kaupa kvígur með burðartíma nóv.-febr.. Upplýsingar í síma 467 7472. Bændur og hestamenn! Utvega spæni undir hesta á Feykir sími 453 5757 Gistiheimilið Mikligarður Sauðárkróki v/Kirkjutorg, sími 453 6880 góðu verði. Annast einnig hestaflutninga, vöruflutninga og búslóðaflutninga. Upplýs- ingar í síma 453 5272 og 853 Tón Arnar Magnússon „Uppáhalds súrmjólkin mín“ Menningarsamkoma í Sal Bóknámshússins miðvikudaginn 29. október kl. 20,30. Dagskrá: Hinn heimsfrægi skólakór FNV Dans og sögusýning Ljóðalestur Leikrit Þá verður til sýnis handverk iðjufólks Skemmtileg daqskrá, frábærir kvnnar, ókeypis aðqangur. Stúdentar verða með kaffisölu Allir velkomnir! Hitt húsið, Unglist '97 og Stúdentsefni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.