Feykir


Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 2

Feykir - 29.10.1997, Blaðsíða 2
2FEYKIR 37/1997 Oddfellowar styrkja Sjúkrahús Skagfirðinga Oddfellowreglan á íslandi er 100 ára á þessu ári. Af því tilefhi var ákveðið að styrkja nokkur líknarmálefni og stúkur hvattar Stuðull Tölvubúnaður Borgarmýri 1, sími 453 6676 Viðgerðarþjónusta á sjónvörpum, myndbandstækjum, tölvum, prenturum ogöðrum rafeindatækjum. Tilboð á tölvuleikjum 10-70% afsláttur PC - PSX - MAC Ortek lyklaborð Win ‘95 samhæft PS/2 og AT tengi Armhvíla Ábrenndir íslenskir stafir Nett lögun Verð aðeins kr. 2.990.- Ódýr Ijósritun Gerum tilboð í stærri verk til að finna verkefni í sinni heimabyggð. Þegarþessi hvatn- ing kom var enn verið að undir- búa stofnun Oddfellowstúku á Sauðárkróki, þannig að ákveðið var að afhenda styrk til lækja- kaupa til sjúkrahússins þegar stúkan hefði hafíð starfsemi sína. Þessi stund rann upp sl. fimmtudag. Guðmundur Sigurðsson fúll- trúi stúknanna á Akureyri af- henti þá Birgi Gunnarssyni framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Skagfirðinga styrk frá styrktar- og líknarsjóði Oddfellowregl- unnar, en þeir peningar verða notaðar til að greiða þrekhjól sem komin em í notkun í endur- hæfingarstöð fyrir hjartasjúk- linga á sjúkrahúsinu. Flestir bræðranna í stúkunni Sif á Sauðárkróki voru áður í Sjöfn og Freyju á Akureyri. Guðmundur Sigurðsson sagði að líta mætti á þennan styrk sem heimamund frá móðurstúkun- um. Þess má geta að á þessu ári Guðmundur Sigurðsson fulltrúi Oddfellowreglunnar á Akureyri afhendir Birgi Gunnarssyni framkvæmdastjóra sjúkrahússins peningagjöfina. leggur Oddfellowreglan til líkn- ar- og mannúðarmála víða um land vel á Ijórða tug milljóna. Þar af fer mjög stór hluti til að innrétta húsnæði fyrir dauðvona krabbameinssjúklinga á höfuð- borgarsvæðinu. Það heimili verður opið öllum þurfandi af öllu landinu. Oddfellowreglan kom til Is- lands fyrir 100 árum og danskir Oddfellowar sem höfðu kynnst holdsveikinni hér á landi og þeim slæma aðbúnaði sem holdsveikir bjuggu við hófu ijársöfnun meðal danskra bræðra og systra og söfnuðu fyrir holdsveikraspítalanum í Laugamesi. Frá vígslu spítalans, 1898, hefur Oddfellowreglan veitt Ijölda styrkja til líknarmála en það hefur oftast verið gert í kyrrþey og svo mun verða á- fram að mestu. „En til að minn- ast 100 ára afmælisins var á- kveðið.að hafa þessar styrkveit- ingar meira fyrir opnum tjöld- um. Eg óska Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki til hamingju með nýju þrekhjólin og Sauðkræk- ingum til hamingju með komu Oddfellowreglunnartil bæjarins og vona að hvorutveggja verði til góðs fyrir bæjarfélagið”, sagði Guðmundur Sigurðsson. Ljósleiðari lagður úr Siglufirði í Ketilás í Fljótum Frá því í lok ágúst hefur verið unnið við lagningu ljósleiðara frá símstöðinni í Siglufirði inn á stöðina á Ketilási í Fljótum. Þama er um 18 km vegalengd að ræða en strengurinn er lagður fram fjörðinn yfir Siglu- fjarðarskarð og þaðan niður að Siglufjarðarvegi. Jafn- hliða þessu er talsvert endumýjað af lögnum innanbæj- ar í Siglufirði og lagðir strengir fyrir svokallað breið- bandskerfi að allmörgum húsum í bænum. Með ljósleið- aranum verður lagður háspennustrengur úr Siglufirði inn fyrir Skarð sem mun leysa af hólmi háspennulínuna á þessum slóðum. Með tilkomu ijósleiðarans mun fjar- skiptasamband við Fljótin væntanlega breytast til batn- aðar en þá tengjast Fljótin svokölluðum landshring í gegnum Siglufjörð. Það em Vinnuvélar Pálma Friðrikssonar á Sauðár- króki sem er verktaki við framkvæmdina. Að sögn Frið- riks Pálmasonar verkstjóra hefur verkið gengið þokka- lega þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar. Fiann sagði þetta með erfiðari leiðum sem þeir hafa unnið á en fyrirtækið hef- ur fengist meira og minna við ljósleiðaralagnir á hveiju ári síðan 1989. Strengurinn er að mestu plægður niður en á nokkmm köflum hefur orðið að grafa íyrir honum. Innanbæjar á Siglufirði þurfti að bijóta upp gangstéttir og götur til að koma strengnum niður. Aætlað er að verkinu Ijúki í byrjun nóvember. qþ. Sögufélag Skagfirðinga Ætlar að gefa út annál Skagafjarðar 1847-1947 Aðalfundur Sögufélags Skagfirð- inga fyrir árið 1996 var haldinn fóstudaginn 17. október í Safnahús- inu á Sauðárkróki. I skýrslu for- manns kom fram að tvær bækur hefðu komið út á vegum félagsins á árinu 1996, ársritið Skagfirðingabók og annað bindi Skagfirskra æviskráa frá tímabilinu 1910-1950. Mikill áhugi er á útgáfú æviskránna og selj- ast þær nokkuð vel, en hins vegar fer félagsmönnum í Sögufélaginu held- ur fækkandi og stendur það starf- seminni nokkuð fyrir þrifum. Þannig má rekja nokkurt tap á starfseminni til fækkunar félagsmanna. Á árinu 1997 hefur 25. hefti Skagfirðingabókar þegar komið út og tengist efni hennar að mestu Sauðárkróki í tilefni afmælisárs. Þá er þriðja bindi af Skagfirskum ævi- skrám 1910-1950 að koma út í næsta mánuði. Á aðalfundinum kom fram að Kristmundur Bjamason á Sjávar- borg hefur boðið Sögufélaginu úl út- gáfu Annál Skagaijarðar 1847-1947. Félagið hefur samþykkt að taka þetta verk og er stefnt að útgáfu á næsta ári, en Kristmundur hefur unnið að ritun annálsins mörg und- anfarin ár. Ljóst er að hér verður um viðamikið verk að ræða, en annáll- inn er nokkurs konar framhald af Sögu frá Skagfirðingum eftir Jón Espólín sýslumann og Einar Bjama- son frá Mælifelli, sem bókaforlagið Iðunn gaf út á ámnum 1976-1979. Tveir menn áttu að ganga úr stjóm félagsins en voru báðir endur- kjömir. Stjómina skipa nú: Hjalti Pálsson formaður, Sigmundur Ámundason gjaldkeri, Unnar Ingv- arsson ritari. Meðstjómendur eru Helgi Hannesson, Kristján Runólfs- son, Sign'ður Sigurðardóttir og Sölvi Sveinsson. Nú hefur Sögufélag Skagfirðinga gefið út rúmlega 60 bækur í 60 ára sögu sinni, en félagið var einmitt stofnað á vordögum 1937 og hélt því upp á afmæli sitt á árinu. Horfur em á að framhald verði á öflugri bókaútgáfu Sögufélagsins á næstu ámm. í tilefni 60 ára afmælis félagsins á þessu ári stendur yfir tilboð til nýrra og eldri félagsmanna og fást öll eldri hefti Skagfirðingabókar nú á hálfvirði. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Sesselja Traustadóttir og Örn Þóraiinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hveit tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.