Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Side 75
An Extensive System of Medieval Earthworks
snjóþungu landi. Eftir að hafa séð þessi
garðlög á loftmyndum kviknaði hjá
okkur áhugi á að kortleggja þau.
Athuganir á nokkrum görðum á vettvangi
sumarið 1999 sannfærðu okkur um að
loftmyndaskoðun myndi henta vel til að
fá góða yfirsýn yfir garðlögin. Við
öfluðum okkur loftmynda af nær allri
sýslunni austan Skjálfandafljóts og
norðan Stangar í Mývatnssveit og
skoðuðum þær á kerfisbundinn hátt í
þrívídd. í þessari grein eru niðurstöður
loftmyndatúlkunarinnar kynntar.
Niðurstöðurnar eru fyrsta skrefið í
rannsóknaverkefni sem búast má við að
taki nokkur ár. Skoðun garðanna á jörðu
niðri mun án efa iylla í ýmsar eyður í
þeim gögnum sem hér eru kynnt - við
vitum þegar um garða sem ekki sjást á
myndunum. Okkur þykir þó ómaksins
vert að birta fyrstu niðurstöður, því að
þær sýna vel hve umfangsmikil garðlögin
eru. Einnig sýna þær garðlagamynstrið í
stórum dráttum, en af því má draga ályk-
tun um hlutverk garðanna. Alls sáust um
150 km af görðum á athugunarsvæðinu,
og eru þá túngarðar og gerði ekki talin
með (Tafla 1). Víða eru eyður í
garðamynstrið og giskum við á að 50-
100 km til viðbótar hafi horfið vegna
jarðvegseyðingar, en garðarnir virðast
hvarvetna gerðir úr torfi einvörðungu.
Garðarnir mynda nær samfellt kerfi ofan
frá Hofstöðum í Mývatnssveit norður á
ystu strendur Tjömess. Aðeins vantar
garða á nokkurra kílómetra kafla í utan-
verðum Laxárdal milli Þverár og
Brúafossa. Samfella garðlaganna bendir
til þess, að garðarnir séu flestir frá sama
tíma. Frumathuganir á gjóskulögum
benda til þess, að þeir hafi verið hættir að
gegna upphaflegu hlutverki sínu og fall-
nir talsvert fyrir seinni hluta 15. aldar.
Núverandi breidd garðanna er á bilinu
3,5-7 metrar (Tafla 2), og venjulega er 2-
7 m breið pæla hvorum megin sem bygg-
ingarefnið hefur verið stungið úr.
Garðamir standa nú aðeins nokkra tugi
sentimetra upp yfir landið í kring (6.
mynd).
Til hægðarauka má gera greinarmun á
görðum sem liggja lárétt í landinu, oftast
langs ofan við heiðarbrúnir, og görðum
sem liggja þvert á landið, þ.e. beint upp
eftir brekkum og hlíðum. Garðarnir
virðast hafa myndað kerfí hólfa, sem
bendir til þess, að um vörslugarða hafi
verið að ræða. Þvergarðamir hafa þá
verið á landamerkjum milli bæja, en
langgarðarnir hafa hugsanlega girt
heimalönd frá afrétti. Sums staðar, t.d. á
Tjörnesi, eru garðlögin flóknari, sem
gæti bent til flóknara hlutverks eða mis-
gamalla garðlaga.
Aldur og umfang garðanna í Suður
Þingeyjarsýslu gæti komið heim og
saman við þá miklu löggarða sem
Grágás, lagasafn þjóðveldistímans,
greinir frá. Löggarðar voru staðlaðir
garðar milli granna og milli jarða og
afréttar. Frekari rannsóknir á aldri og
byggingarlagi garðanna þarf til að prófa
þá tilgátu, að um eitt og sama fyrirbærið
sé að ræða.
73