Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Side 140
Adolf Friðriksson
gerð í tilefni af nýrri útgáfu Kumla og
haugljár. Þá rannsakaði hún sérstaklega
bein sem fundist hafa nýlega við jarðrask
eða rannsóknir, þ.e. frá Mið-Sandfelli,
Svarfhóli, Glerá og Neðra-Asi.
Fornleifaskráning
Svæðisskráning: Gerð var svæðisskrán-
ing á Fljótsdalshéraði (4551 minja-
staður), Tjörnesi (611 staðir), í
Hafnarljarðarkaupstað (1204 staðir) og
byijað á Ölfushreppi. Þar að auki voru
færðir á skrá um 700 staðir vegna almennrar
heimildakönnunar og undirbúnings
vegna aðalskráningar og annarrar
vettvangsvinnu.
Aðalskráning: Jafnframt var unnið
að aðalskráningu á 10 stöðum. Unninn
var fimmti áfangi í Eyjafjarðarsveit (383
staðir), þriðji áfangi á Akureyri (141
staður), þriðji áfangi í Skútustaðahreppi
(290 staðir), síðari áfangi á Akranesi (228
staðir), íyrsti áfangi í Glæsibæjarhreppi
(185 staðir) og lokið við skráningu í
Grafningshreppi (326 staðir), í Hrísey
(45 staðir), á afrétti Ölfushrepps (64
staðir) og á jörðunum Möðruvöllum í
Hörgárdal (40 staðir) og Laufási (73
staðir).
A árinu voru því færðar á svæðisskrá
alls 7.132 minjar, en 1.775 minjar á aðal-
skrá. I árslok voru 24.111 minjastaðir á
skrá stofnunarinnar, þar af hafa 5.354
verið skráðir á vettvangi.
Fornleifaeftirlit
Umhverfismat: FSI kannaði fornleifar í
tilefni af umhverfismati á Reykjanes-
skaga, Eyjabökkum, í Fljótsdal og við
Grenivíkurveg.
Aðrar athuganir: Athugaður var
mannabeinafundur við Glerá á Akureyri
að ósk Þjóðminjasafns.
Útgáfa
Archaeologia islandica: Um áramótin
1998-1999 kom úr prentun fyrsta hefti
tímarits FSI, Archaeologia islandica. Er
þetta hefti einkum helgað Hofstaða-
rannsóknum, en þar er einnig að finna
efni um fomleifaskráningu o.fl. Ritstjóri
er Gavin Lucas.
Kuml og haugfé: Árið 1997 hófst
vinna við endurútgáfu á doktorsritgerð
Kristjáns Eldjárns, Kuml og haugfé og
var henni haldið áfram á þessu ári. I rit-
nefnd eiga sæti Adolf Friðriksson rit-
stjóri, Þór Magnússon þjóðminjavörður
og Þórarinn Eldjám. Michéle Smith, sem
er fyrrum nemandi fornleifaskóla FSI,
vinnur nú að doktorsritgerð um skartgripi
frá víkingaöld við háskólann í Glasgow.
Var hún fengin til að teikna kumlfundna
gripi fyrir nýju útgáfuna. Ritstjóri ásamt
Elínu Ó. Hreiðarsdóttur sáu um textavinnu
og rannsóknir.
Stóraborg: Þjóðminjaráð óskaði eftir
að FSI tæki að sér að ljúka úrvinnslu á
rannsóknargögnum frá Stóruborg og gefa
rannsóknirnar út í veglegri bók. Árið
1998 var einkum unnið að tölvusetningu
gripaskrár og frágangi uppgraftarskýrslu
í umsjá Mjallar Snæsdóttur og Orra
Vésteinssonar.
Skýrslur Fornleifastofnunar: Á
þessu ári voru gefnar út 25 skýrslur í fjöl-
riti, sjá nánar ritaskrá hér að aftan.
Kennslumál
Fornleifaskólinn: Sumarið 1998 var 2.
starfsár Fomleifaskóla FSÍ. Alls bárust
27 umsóknir og teknir voru inn 16
138