Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Page 144
Adolf Friðriksson
haldið áfram, með ijárhagslegum
stuðningi Rannís, National Geographic
og National Science Foundation.
Suðurendi skálans var rannsakaður, sem
og jarðhús og aðrar byggingaleifar við
suðurenda skálatóftar. Einnig fannst
bænhús og kirkjugarður frá miðöldum.
Laufás í Eyjafirði: Vegna viðgerða á
gamla bænum í Laufási óskaði
Þjóðminjasafn eftir því að stofnunin tæki
að sér rannsókn þar. Grafinn var skurður
undir bæjargöngum og út á hlað.
Neðri-As í Hjaltadal: Lokið var við
uppgröft á kirkju og kirkjugarði frá
miðöldum. Rannsóknin var sam-
starfsverkefni Fornleifastofnunar og
Þjóðminjasafns.
Skálholt: Að ósk Skálholtsstaðar var
gerð úttekt á stöðu rannsókna og gerðar
tillögur að nýjum rannsóknum.
Staðfræði kumla: A árinu hófst
rannsókn á staðsetningu kumla í sam-
starfi við Þjóðminjasafn. Voru 40 staðir
athugaðir á vettvangi.
Sveigakot í Mývatnssveit: Grafið
var í öskuhaug og litla skálarúst og
staðfest að á Sveigakoti eru forvitnilegar
leifar kotbýlis frá landnámsöld.
Vígðalaug í Laugardal: Gerð var
smávægileg rannsókn á Vígðulaug og
staðfest að hún er óbreytt frá fyrstu gerð.
Þingvellir: Að ósk Þingvallanefndar
var gerð rannsókn á mannvistarleifum við
Þingvallakirkju. Þar komu í ljós leifar
eldri kirkjugrunns.
Fornleifaskráning
Svæðisskráning: Gerð var svæðisskrán-
ing fyrir Grímsnes (1075 staðir),
Ölfushrepp (1204 staðir), Borgarljörð
sunnan Skarðsheiðar (1258 staðir), austur-
hluta Rangárvallasýslu (4949 staðir) og
Kaldrananeshrepp (427 staðir), auk
ýmissa minni svæða.
Aðalskráning: Jafnframt var unnið
að aðalskráningu víða um land. Unninn
var sjötti og síðasti áfangi í
Eyjafjarðarsveit (359 staðir), fjórði og
síðasti áfangi í Skútustaðahreppi (371
staður), annar í Glæsibæjarhreppi (203
staðir), fyrsti áfangi í Dalvíkurbyggð
(600 staðir), í Kaldrananeshreppi (122
staðir) og Grímsnesi (175 staðir). Þá var
allur Tjörneshreppur skráður (586 staðir).
Fornleifar voru einnig skráðar vegna
aðalskipulags í Þorlákshöfn (49 staðir), á
Hvanneyri (66 staðir), á Amarstapa og
Hellnum (392 staðir) og á Laugum í
Reykjadal (58 staðir).
Deiliskráning: Vegna deiliskipulags
voru 6 staðir skráðir í landi Selfoss, 12
staðir í landi Kirkjubóls í Skutulsfirði og
19 á Suðureyri við Súgandafjörð.
í rannsóknarskyni voru 19 staðir í
Þjórsárdal skráðir.
Á árinu voru því færðar á svæðisskrá
alls 9.532 minjar, en 3.026 minjar á aðal-
skrá. I árslok voru alls 35.222 minja-
staðir á skrá stofnunarinnar, þar af höfðu
8.380 verið skráðir á vettvangi.
Fornleifaeftirlit
Umhverfismat: FSI kannaði fomleifar í
tilefni af umhverfismati á eftirtöldum
stöðum:
a) Reyðarfjörður, b) fyrirhugað línustæði
frá Fljótsdal til Sómastaðagerðis í
Reyðarfirði, c) Búðarháls, d) Tjömes-
vegur, e) Bjamarflag, f) Álftanesvegur,
g) Fossland við Selfoss.
Grafningsvegur: Að ósk Vegagerðar og
Þjóðminjasafns var gerð minniháttar
142