Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Page 146
Adolf Friðriksson
tækni í fornleifafræði.
INIS: Haustið 1998 hélt íslensk-skoski
samstarfshópurinn samráðsfund. Kom þar
m.a. fram sú hugmynd að hefja tilraunir
með fjarkönnunaraðferðir á Islandi.
Sumarið 1999 kom Tim Horsley til
íslands ineð búnað frá Háskólanum í
Bradford og gerði mælingar á
Hofstöðum, Neðra-Ási, Sílastöðum, í
Skálholti og á Þingvöllum. Tókust þessar
mælingar vel og er fyrirhugað að halda
þeim áfram næstu ár.
Beinarannsóknir: Hildur Gestsdóttir
heimsótti rannsóknarstofur í New York
og Madison í Bandaríkjunum og kom á
samstarfi við vísindamenn um greiningu
strontium ísótópa í íslenskum beina-
grindum.
Útgáfa og miðlun
Kuml og haugfé, endurútgáfa: Vinnu
við handrit að 2. útgáfu Kumla og
haugfjár lauk að mestu á þessu ári, og var
sem fyrr í umsjá Adolfs Friðrikssonar.
Stóraborg: Að þessu sinni var unnið
að rannsóknum á gripum úr beini, bronsi
og tini, stafílátum, tréspónum og tré-
kömbum, auk þess sem greining bygginga-
leifa hélt áfram. Er verkið í umsjá Mjallar
Snæsdóttur og Orra Vésteinssonar.
Orðasafn íslenskrar fornleifafræði:
Árið 1999 fékkst styrkur frá
Málræktarsjóði til að taka saman
orðasafn fyrir íslenska fomleifafræði. Er
verkið unnið í samstarfi við Félag ís-
lenskra fornleifafræðinga.
Skýrslur Fornleifastofnunar: Á
þessu ári voru gefnar út 48 fjölritaðar
skýrslur, sjá nánar ritaskrá hér að neðan.
Miðlun menningarsögulegra upplýs-
inga: Á árinu hófst samstarfsverkefni
FSÍ, Landssímans, Landmótunar og fleiri
aðila um stafræna útgáfu á efni um fom-
leifar. Veitti Rannís höfðinglegan styrk til
þróunar netvænnar útgáfú á Isleifu, gagna-
grunni FSI.
Ritaskrá 1999
Adolf Friðriksson (1999) Arsskýrsla Forn-
leifastofnunar Islands 1998, Reykjavík.
Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson (1999)
Akranes. Fornleifaskrá, FS066-97052,
Reykjavík.
—(1999) Fornleifakönnun vegna fyrir-
hugaðra framkvœmda í landi Þingvalla,
Svartagils og Brúsastaða, FS088-99071,
Reykjavík.
—(1999) Fornleifar á Búðarhálsi og í Þóris-
tungum. Könnun vegna Biiðarhálsvirlgunar,
FS096-99141, Reykjavík.
—(1999) Leyndardómar Hofstaðaminja. Brot
úr íslenskri forsögu, Lesbók Morgun-
blaðsins, 1. maí 1999.
Adolf Friðriksson og Magnús Á. Sigurgeirs-
son (1999) Fornleifakönnun áfyrirhuguðu
línustæði frá Fljótsdal til Reyðarfarðar,
FS097-99151, Reykjavík.
Birna Lárusdóttir og Orri Vésteinsson (1999)
Fornleifaskráning í Grímsneshreppi I,
FS103-99061, Reykjavík.
Jenny Bredenberg (1999) Finds. Hofstaðir
1999, FS102-91017, G. Lucas (ritstj.),
Reykjavík.
Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Adolf Friðriksson
(1999) Fornleifakönnun vegna fyrir-
hugaðra framkvœmda við álver í Reyðar-
firði, FS093-99121, Reykjavík.
Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Orri Vésteinsson
(1999) Fornleifaskráning í Glœsibœjar-
hreppi II, FS101-98042, Reykjavík.
— (1999) Fornleifaskráning í Skútustaða-
hreppi III: Fornleifar við sunnanvert
Mývatn, milli Haganess og Garðs, FS086-
96013, Reykjavík.
Garðar Guðmundsson (1999) Botanical
144