Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Side 149
Arsskýrslur
Fornleifastofnunar tóku Stirling
University og Hunter College NY þátt í
rannsókninni, sem jafnframt naut styrkja
frá Rannís, NOS-H og National Science
Foundation.
Sveigakot í Mývatnssveit: Haldið
var áfram rannsóknum á skálarústinni í
Sveigakoti og kom m.a. í ljós að þar
hefur verið reist bú heldur fyrr en á
Hofstöðum, eða mjög snemma á land-
námsöld. Við uppgröftinn komu í ljós 2
jarðhús. Er skálinn einn sá minnsti sem
fundist hefur á Islandi.
Þjórsárdalur: A árinu var hafist
handa við nýtt rannsóknarverkefni,
Vestnordisk Byggeskikk, sem miðar að
því að endurskoða viðteknar hugmyndir
um húsagerð við Norður-Atlantshaf á
víkingaöld og fram á miðaldir. Verkefnið
er unnið í samstarfi við Dansk Polar
Center og Arkeologisk Museum i
Stavanger, fyrir styrk úr norræna
hugvísindasjóðnum (NOS-H), og undir
stjórn Steffen Stummann Hansen, Jochen
Komber og Orra Vésteinssonar. í júní var
farinn leiðangur í Þjórsárdal og teiknaðar
upp fornbæjarleifar þar.
Fornleifaskráning
Svæðisskráning: Gerð var svæðisskrán-
ing fyrir Reykjahverfi, Ljósavatns-,
Bárðdæla- og Aðaldælahreppa í S-
Þingeyjarsýslu (3062 staðir) og
Eyjafjalla- og Landeyjahreppa í Rangár-
vallasýslu (3421 staður) auk ýmissa
minni svæða, þ.e. héraðshluta (1638
staðir á Reykjanesi, 145 í Norðurárdal í
Skagafirði, 535 í Héðinsfirði) og stakra
jarða (11 staðir í Austurey).
Aðalskráning: Jafnframt var unnið
að aðalskráningu víða um land. Lokið var
2. áfanga í Grímsneshreppi (503 staðir),
skráðar voru fornleifar í Djúpárhreppi
(146 staðir) og Hveragerði (47 staðir).
Skráðar voru allar fornleifar í Innri-
Akraneshreppi (279 staðir) og lokið fyrri
áfanga í Skilmannahreppi (81 staður),
lokið var 2. áfanga í Kaldrananeshreppi
(116 staðir), 3. og síðasta áfanga í
Glæsibæjarhreppi (183 staðir), og 2.
áfanga í Dalvíkurbyggð (325 staðir).
Önnur svæði: Reykjanes (201 staður),
skráðar voru fornleifar á fjórum jörðum í
Borgarfjarðarsveit (100 staðir), Vatneyri
við Patreksfjörð (5), Héðinsfirði (218
staðir), Norðurárdal í Skagafirði (58), og
við Kárahnjúka (282).
Deiliskráning: Vegna deiliskipulags
voru 13 staðir skráðir í Skorholtsnesi í
Borgarfirði.
Á árinu voru því færðar á svæðisskrá
alls 8.812 minjar, en 2.544 á aðalskrá. I
árslok voru alls 43.646 minjastaðir á skrá
stofnunarinnar, þar af hafa 10.924 verið
skráðir á vettvangi.
Fornleifaeftirlit
Umhverfismat: FSÍ kannaði fornleifar í
tilefni af umhverfismati á eftirtöldum
stöðum: í Hveragerði, við Reykjanes-
braut, í landi Klafastaða og Kataness, á
Vatneyri við Patreksfjörð, í Norðurárdal í
Skagafirði, í Héðinsfirði, við Tunguveg í
Svarfaðardal, á Kárahnjúkasvæðinu og
Fljótsdal.
Reykjavík: Að ósk Reykjavíkur-
borgar voru grafnir nokkrir könnunar-
skurðir á lóð Aðalstrætis 16 í tilefni af
fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum
þar.
Þingvellir: Gerðar voru nokkrar
147