Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Page 150
Adolf Friðriksson
smávægilegar athuganir á Þingvöllum
vegna kristnihátíðarhalds.
Kennslumál
Fornleifaskólinn: Sumarið 2000 var 4.
starfsár Fomleifaskóla FSI. Nemendur að
þessu sinni voru 14 og komu frá
Bandaríkjunum, Bretlandi, íslandi,
Noregi og Svíþjóð: Dan Boggs, Kelly
Walsh, Briana Myers, Matthew Brown,
Jennifer DeFoore, Jennifer Rosenberg,
Irina Fusaylova (Bandaríkin); Mari
Ostmo, Kristin Fjaerestad, Kim Hjardar
(Noregur); Kristine Loh, Kevin Hayward
(Bretland); Elin Karlsson (Svíþjóð),
Oddgeir Hansson (ísland).
Kennarar og leiðbeinendur voru frá
F ornleifastofnun, Rannsóknarstofnun
Náttúruvemdarráðs á Skútustöðum, New
York, Edinborg og Stirling: Adolf
Friðriksson, Oscar Aldred, Arni
Einarsson, Andy Dugmore, Hildur
Gestdóttir, Garðar Guðmundson,
Christian Keller, Gavin Lucas, Karen
Milek, Anthony Newton, Ragnar
Edvardsson, Howell M. Roberts, Mjöll
Snæsdóttir, Orri Vésteinsson, Magnús A.
Sigurgeirsson, Tom McGovem, Sophia
Perdikaris, Ian Simpson og Clayton
Tinsley.
Námskeiðið stóð frá 24. júlí til 18.
ágúst. Það fór sem fyrr fram á Hofstöðum
í Mývatnssveit og að þessu sinni einnig
að Sveigakoti sunnan Mývatns. Fengu
nemendur leiðsögn á vettvangi og fyrir-
lestrar voru haldnir í bækistöð leiðang-
ursins í Kröflu. Meðal námsefnis var
saga íslenskrar fornleifafræði, íslensk
fornleifaskráning, kirkjufornleifafræði,
vitnisburður plöntuleifa, skordýraleifa og
dýrabeina í fornleifafræði, líffræði
Mývatns og umhverfis þess og gjósku-
lagafræði. Hlaut FSI úthlutun á fjár-
lögum frá Alþingi vegna skólahaldsins.
Auk þessa kenndu Adolf Friðriksson
og Orri Vésteinsson hluta af námskeiði í
miðaldafræðum fyrir erlenda stúdenta
sem Stofnun Sigurðar Nordal hélt í júlí,
og leiðbeindu nemendum sem unnu rit-
gerðir um fornleifafræði á ýmsum
námsstigum við HI, Glasgow, Tours,
Bamberg og Hunter College. Orri
Vésteinsson var jafnframt stundakennari
við HÍ á vormisseri, kenndi við
Endurmenntunarstofnun og frá nóvem-
bermánuði hefur hann gegnt prófessors-
stöðu sem “Adjunct member of the
Doctoral Faculty” við Graduate School,
City University of New York.
Um haustið hóf Birna Lárusdóttir
nám til MA-prófs við FSI og er hún annar
nemandinn sem skráður hefúr verið í þetta
nám. Elín Ósk Hreiðarsdóttir vinnur að
meistararitgerð um sörvistölur á Islandi.
Alþjóðlegt samstarf
Norrænt samstarf: Arið 1999 hóf
Fornleifastofnun samstarf við Dansk
Polar Center og Arkeologisk Museum í
Stavanger fyrir styrk frá NOS-H til
rannsókna á húsagerð víkingaaidar. Liður
í þessu samstarfi eru m.a. áðurnefndar
rannsóknir í Þjórsárdal og á Hofstöðum.
Fjarkönnun: Stofnunin hóf samstarf
við Bradfordháskóla um fjarkönnun.
Haustið 2000 hóf Timothy Horsley dokt-
orsnám í Bradford og er verkefni hans
fólgið í þróun fjarkönnunaraðferða til
fornleifarannsókna við íslenskar
aðstæður.
Heimsminjar og menning 2000:
Menntamálaráðherra skipaði Adolf
148