Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Page 151
Ársskýrslur
Friðriksson sem fulltrúa íslands í stjórn
NWHO, norrænu heimsminjaskrifstofunn-
ar í Osló og Garðar Guðmundsson í
vinnuhóp NWHO. Sótti Garðar fundi
vinnuhópsins í Kaupmannahöfn og Luleá
í Svíþjóð. Ráðuneytið skipaði einnig
Adolf og Garðar í fagráð Menningar
2000, menningaráætlunar Evrópu-
sambandsins og sátu þeir fundi fagráð-
anna í Brussel.
Utgáfa og miðlun
Kuml og haugfé, endurútgáfa: Vinnu
við 2. útgáfu Kumla og haugijár lauk
haustið 2000 og kom bókin út í nóvem-
ber með viðhöfn. A útgáfudaginn hélt
Mál og menning útgáfúhóf í Iðnó og
afhenti frú Halldóra Eldjám fyrsta ein-
takið Davíð Oddssyni forsætisráðherra.
Þór Magnússon fv. þjóðminjavörður,
Ólöf Eldjárn ritstjóri og Adolf
Friðriksson héldu ræður.
Orðasafn íslenskrar fornleifafræði:
Stofnunin vinnur að orðasafni í forn-
leifafræði. Er verkið unnið í samstarfi við
Félag íslenskra fornleifafræðinga.
Skýrslur Fornleifastofnunar: Á
þessu ári voru gefnar út 22 fjölritaðar
skýrslur, sjá nánar ritaskrá hér að neðan.
Miðlun menningarsögulegra upp-
lýsinga: Haldið var áfram samstarfs-
verkefni FSÍ, Landssímans, Landmótun-
ar, Arfs og fleiri aðila um stafræna út-
gáfu á efni um fornleifar.
Fundir og fyrirlestrar
Þann 31. maí árið 2000 stóðu
Fomleifastofnun, Jarð- og landífæðiskor
HÍ og RALA fyrir fundi um samstarf við
Edinborgarháskóla um þróun landfræði-
legra upplýsingakerfa (GIS). Fulltrúum
frá Edinborgarháskóla, Náttúrufræði-
stofnun, Þjóðminjasafni, Landgræðslunni,
Orkustofnun, Landmælingum og Veður-
stofu var boðið til fundarins. Dr. Andrew
Dugmore og Dr. William Mackaness við
landfræðideild Háskólans í Edinborg
fluttu erindi um eðli og gildi landfræði-
legra upplýsinga, um sögulega landfræði
og fornleifafræði og um kosti og takmörk
landfræðilegra upplýsingakerfa. Islen-
skar stofnanir kynntu verkefni sín á þessu
sviði og umræður spunnust um
margvíslega samstarfsmöguleika milli
ólíkra stofnana í framtíðinni.
Orri Vésteinsson sótti ráðstefnur á
Nýfundnalandi og í New York sem haldnar
voru í tilefni af hátíðarhöldum vegna
landafunda norrænna manna í vestri.
Hann hélt einnig eftirtalda fyrirlestra:
“Fornleifarannsóknir á Hofstöðum í
Mývatnssveit.” Vísindafélag Islendinga,
Norræna húsinu, 26. janúar, erindi um
fornleifar á Norðurslóðadegi í Norræna
húsinu, 19. febrúar, “Neðri-Ás: Kirkja og
kirkjugarður úr frumkristni á íslandi,”
fyrirlestur í Hóladómkirkju, 18. júní,
“The Formation of a Society in Viking
Age Iceland,” Fyrirlestur á Viking
Millennium International Symposium,
St. John’s, Nýfundnalandi, 16. septem-
ber, “Pre-Christian Religion in Iceland -
an archaeological view.” Fyrirlestur á
Viking Millennium International
Symposium, Nýfundnalandi, 19. septem-
ber, “Brotasaga - um fyrsta bindi Kristni
á íslandi.” Erindi á málþingi um Kristni á
Islandi, í Þjóðarbókhlöðu, 21. október,
“The making of a new society in Iceland
- the 9th to 1 lth centuries”, fyrirlestur við
Brooklyn College, CUNY, 5. desember,
“The Vikings in Iceland,” fyrirlestur í
149