Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Side 155
Ársskýrslur
leifar skráðar á vettvangi í landi Valla í
Ölfusi (16 staðir), Hamragarða í V-
Eyjafjallahreppi (6 staðir), Hellishóla í
Fljótshlíð (20), Stóra-Núps (12),
Miðdalskots (12) í Laugardal, Efstadals
(47) í Laugardal, Böðmóðsstaða (18) í
Laugardal, Austureyjar (14) í Laugardal,
á Reykjanesi (205), í Hamarskoti í
Hafnarfirði (5), á Möðruvöllum í
Hörgárdal (11), Þeistareykjum (40) og á
Núpsstað í V-Skaft (65).
Á árinu voru því færðar á svæðisskrá
alls 8644 minjar, en 2511 á aðalskrá. í
heild eru 53.680 staðir á skrá hjá stofnun-
inni, og þar af hafa 13.435 verið skráðir á
vettvangi.
Fornleifaeftirlit
Umhverfismat: Fomleifastofnun kannaði
fornleifar í tilefni af umhverfismati á
eftirtöldum stöðum: Hafnarljörður
(Reykjanesbraut), Hellisheiði, Fljótsdals-
hérað, Ólafsfjörður og Fljót í Skagafirði.
Hafnarstræti 16: Fylgst var með
framkvæmdum við Hafnarstræti 16 í
Reykjavík og kannaðar mannvistarleifar
sem komu í ljós við raskið. Voru það
hleðslur og önnur ummerki um hús sem
stóðu á lóðinni á 18. og 19. öld.
Kennslumál
Fornleifaskólinn: Árið 2001 var fimmta
starfsár skólans. Við undirbúning fyrir
þetta ár var ákveðið að gera ýmsar um-
bætur á kynningarmálum og umsóknar-
ferli. Takmark skólans er að fá sem flesta
af þeim nemendum sem hyggja á sérnám
í norrænni fornleifafræði og hafa skilað
sérstaklega góðum árangri í námi sínu til
þessa. Síðustu ár hafa umsóknir einkum
borist frá Evrópu og Ameríku og var því
lögð aukin áhersla á kynningarstarf þar.
Viking and Medieval Centre í Oslo hefur
tekið að sér að annast kynningu og
umsóknir evrópskra nemenda og er
umsjón þess í höndum Christian Keller
prófessors. Umsóknir bandarískra
nemenda eru í umsjá Hunter College og
Brooklyn College í New York, Tom
McGovern prófessor og Dr. Sophiu
Perdikaris.
Nemendur að þessu sinni voru 14 og
komu frá Bandaríkjunum, Danmörku,
íslandi, Noregi, Póllandi og Skotlandi:
Jeppe Brun Skovby, Garry Keyes, Dea
Sidenius Guttman og Anne-Mette
Mortensen frá Árósum, Kevin Martin,
Alistair James Becket, Elsa Davidson,
Cathrine Hirst frá Glasgow, Eric
Woodruff, Erik Seadale og Frank Feeley
frá New York, Vicky Mikalsen frá
Noregi, Joanna Skorzewska frá Póllandi
og Bima Lárusdóttir frá Reykjavík.
Kennarar og leiðbeinendur voru frá
Fornleifastofnun, Rannsóknarstofnun
Náttúruverndarráðs á Skútustöðum, New
York, Edinborg og Stirling: Oscar
Aldred, Árni Einarsson, Andy Dugmore,
Hildur Gestdóttir, Garðar Guðmundson,
Christian Keller, Gavin Lucas, Karen
Milek, Anthony Newton, Ragnar
Edvardsson, Howell M. Roberts, Mjöll
Snæsdóttir, Orri Vésteinsson, Magnús Á.
Sigurgeirsson, Tom McGovern, Sophia
Perdikaris, Ian Simpson og Clayton
Tinsley.
Fengu nemendur leiðsögn á vettvangi
og fyrirlestrar voru haldnir í bækistöð
leiðangursins í Hafralækjarskóla í
Aðaldal. Meðal námsefnis var saga ís-
lenskrar fornleifafræði, íslensk forn-
leifaskráning, kirkjufornleifafræði, vitnis-
153