Feykir


Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 15/2000 V Eftirfarandi starf hjá Vinnumálastofnun er laust til umsóknar Forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Norðurlandi vestra Hlutverk forstöðumanns er að stjóma starfi Svæðisvinnu- miðlunar Norðurlands vestra í samræmi við lög nr. 13/1997 um vinnumarkaðsaðgerðir. Forstöðumanni til aðstoðar star- far sérstakt svæðisráð skipað fulltrúum frá aðilum vinnu- markaðarins, sveitarfélögum og framhaldsskólakerfmu í umdæminu. Skrifstofa Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra er á Blönduósi og útibú frá skrifstofúnni er á Sauðárkróki. Starfsmenn Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra eru fjórir. Menntunar- og hæfniskröfur: Nauðsynlegt er að forstöðumaður hafi víðtæka þekkingu á vinnumarkaðinum og menntakerfmu, hafi góða hæfni til mannlegra samskipta ásamt góðum stjómunar- og skipu- lagshæfileikum. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið háskólanámi eða öðm sambærilegu námi og/eða hafi víðtæka reynslu af þátttöku á vinnumarkaðnum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til Vinnumálastofnunar, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík fyrir 1. maí nk. Nánari upplýsingar veita Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar í síma 511 2500 og Gunnar Richardsson forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra í síma 895 0021. V ísnakeppiii Safnahússins 2000 Safnahúsið mun nú eins og undanfarin ár standa fyrir vísnakeppni í upphafi Sælu- viku. Vísnakeppnin verður með sama sniði og áður. Gefn- ir verða þrír fyrripartar að botna en einnig beðið um eina vísu um tiltekið efni. Fyrripartamir eru eftirfar- andi: Sæluvikan sýnir oss syndakviku bera. Afli’ er nógur út um sjó engir róa drengir þó. Vermir sólin völl og mela vorið er á leiðinni. Auk þess skulu hagyrðing- amir glíma við gerð einnar vísu um Drangey. Að sjálfsögðu má taka þátt í keppninni þótt ekki séu allir fynipailarnir botnaðir, eða einungis sett saman vísa um Drangey. En ætlast er til að oit sé með hefðbundnum hætti og standi rétt í ljóðstöfum. Nú verða hagyrðingar að taka skáldfákinn til kostanna, en vísumar verða að hafa borist til Safnahússins, í síðasta lagi föstudaginn 28 apríl n.k. N.O.R.D. Heilbngðisstofnunin Sauðárkróki Sími: 455 4000-Símbréf: 455 - Símbréf: 455 4010- pósthólf: 20 Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku á stofnunmni í apríl og maí: Tímabil 10/4 -14/4 17/4 - 19/4 25/4 - 5/5 8/5 -12/5 15/5 -19/5 Lælaiar Edward Kiernan Sigurður Albertsson Hrafnkell Óskarsson Haraldur Hauksson Sérgrein kvensjúkdómalæknir skurðlæknir skurðlæknir skurðlæknir kvensjúkdómalæknir Tímapantanir í síma 455 4000. Veitt verða peningaverðlaun ífá Sjóvá-almennum fyrir bestu vísuna annars vegar og fyrir besta botninn hins vegar. Sæluvika Skagfirðinga verður sett með stuttri dagskrá í Safnahúsinu sunnudaginn 30. apríl, þar verða kynnt úrslit vísnakeppninnar og opnuð handverkssýning rennismiða auk þess sem sýndir verða nokkrir gripir í eigu Byggða- safns Skagfirðinga í Glaumbæ. Keppendur skulu koma vís- um skriflega til Safnahúss Skagfirðinga í síðasta lagi föstudaginn 28. aprfl og merkja með dulnefni, en gefa upp nafn og heimilisfang í lokuðu um- slagi. Utanáskriftin er Vísna- keppni, Safnahúsinu við Faxa- torg, 550 Sauðárkróki. Suðurverkbauð lægst í Þveráiijallsveg Suðurverk í Reykjavík var með lægsta tilboð í fyrsta á- fanga Þverárfjallsvegar, frá Þverá í Norðuráidal yfir sýslu- mörkin að vegamótum Skaga- vegar við Skíðastaði. Tilboð Suðurverks var 62.21% af kostnaðaráætlun sem hlóðar upp á 297,350 milljónir. Næstir komu Norðurtak á Sauðár- króki með 65,6% og Amarfell á Akureyri með 66,3%. Tíu tilboð bámst í verkið, en eftir er að yfirfara þau. í fréttabréfi vegagerðarinn- ar segir að ekki liggi fyrir hvemig verði með framhald á framkvæmdum yfir Þverár- fjall hvað fjárveitingar varðar, en ljóst sé að þær verði að koma fljótlega til að nýta fjár- festinguna. Þeir kaflar sem eftir standa eftir þennan á- fanga séu það burðarlitlir að þeir komi að litlu gagni til frambúðar. Ferðamiðstöð Skagaljarðar Starf framkvæmdas tj óra Fenðamiðstöð Skagafjarðar auglýsir eftir framkvæmdastjóra til þess að markaðssetja Skagafjörð sem ferðtmiannasfiið. Umsækjandi þarf aðgeta hafið störf sem fyrst. Hæfniskröfur: Góð kunnátta í íslensku, ensku og a.m.k. einuöðru heimstungumáli. Menntun í ferðaþjónustu eða sambærilegu. Umtalsvetð reynsla. Geta til árangursríkra mannlegra sam- skipta og stofnun viðskiptasambanda. Góð latm eru í boði. Umsóknir skilist til stjórnar Feiðamiðstöðvar Skagafjttrðar, Stjórnsýsluhúsinu Sauðárkróki fyrir 19. apríl 2000. Öllum umsóknum verður svarað og fullum trúnaði er heitið vegna umsókna. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fyrir öll. Eg missti 7 kg. á fimm vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centrum.is Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.