Feykir


Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 7
15/2000 FEYKIR 7 Mengimin við Hegrabrautína Sú var tíð að þeir sem bjuggu við Hegrabrautina gátu horft ti! suðurs yfir græn tún, yfir í Hegranes og jafnvel alla leið inn í Lídó ef þeir höfðu áhuga á því. Meira að segja nutu þeir þess ævintýris að flugvélamar lentu því sem næst í bakgarðinum. Sunnan við Hegrabrautina, sem þá var óttalegur dmllupollur, stóð Wembley 1 og þar ólust upp mestu íþróttagarpar okkar Króksara í seinni tíð. En allt er breytingum háð og svo fór að fótboltinn varð að víkja fyrir prjónavélunum hans Ella Hansen og iðnvæðingin hélt áfram og færðist niður í fjöru og suður Malirnar. Trésmiðjan As byggði sér hús við hafið sem Rafveitan flutti síðar í og enn nær sjónum reystu þeir Skarphéðins- menn sér hús og framleiddu í því bómullarpinna. Auðvitað var fólk ekki ánægt með að fá einhverjar iðnaðar- byggingar heim í garð en þar sem ráðamenn voru með fögur orð og fyrirheit um að þama yrðu sett niður tré og umhverfinu haldið eins fögm og framast væri unnt, þá létu nágrannamir undan og boltum var sparkað á Wembley 2 og 3 og 4 eftir því sem nútíminn færðist meira í fang. Síðan hefur margs konar rekstur verið í þessum húsum sem standa næst Hegrabrautinni. Prjónastofan leysti upp laupana og hýsir nú Tónlistarskóla Skagafjarðar, Hvítt og svart og Clic-On. Það er ekkert flökt á þeim Rafveitumönnum sem sitja sem fastast í sínu húsi en í húsinu næst sjónum hefur verið meira fjör, m.a. bílasölur og billiard- stofa, en núna er þar flutningafyr- irtækið Vömmiðlun. Það veit sá sem allt veit að vel hirtur vömbíll getur verið stofuprýði en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Vömmiðlun er blómlegur bisness með vel á annan tug bfla á sínum snæmm, nokkra lyftara og hresst og skemmtilegt fólk og er það hið besta mál. Hins vegar hafa ná- grannamir ekki verið alveg í skýjunum þrátt fyrir að hafa til að bera einstakt langlundargeð, því þama kennir alls kyns mengun sem veldur ólund. Þegar horft er til suðurs gefur að líta heilu fjallgarðana af á- burðarpokum, stafla af fiskikör- um, olíutunnur, gamla ryðgaða olíutanka og flutningavagna og heilu hjarðimar af vömbílum. Og meiri hlutinn af draslinu er utan þeinar lóðar sem fylgir hús- inu og er farið að teygja sig ansi langt í allar áttir. Ekki mikil prýði fyrir bæinn að taka svona á móti ferðamönnum. Það þarf líklega ekki að nefna það að allar þessar vélar menga rausnarlega og það er því oftar en ekki sem nágrannamir vakna hálfdmkknaðir í olíubrælu og byrja daginn með heiftarlegan hausverk. Bflamir em líka oft kaldir á vetrarmorgnum og þá er betra að hafa þá í gangi dágóða stund áður en haldið er í hann. Þið getið gert ykkur í hugarlund mengunarskýið sem hvflir yfir Hegrabrautinni þá morgna. Fyrst talað er um að vakna þá þykir nágrönnunum bara ansi gott ef þeir ná að sofna á skikk- anlegum tíma því tmkkamir em nú sjaldnast að koma í bæinn á fótaferðatíma og gott ef þeir vekja ekki nóttina af svefni sín- um með hraustlegum vélarhljóð- um. Ef svo skemmtilega vill til að fólk nái að sofna þá þarf það að minnsta kosti ekki að hafa á- hyggjur af því að þurfa að fjár- festa í vekjaraklukku til að vekja sig á morgnana því þeir hjá Vörumiðlun sjá um það. Og til að bíta höfuðið af skömminni þá em vélamar jafnvel látnar ganga yfir nóttina ef þurfa þykir. Nei, j^etta er orðið alveg ágætt í bili og nú viljum við breytingar til batnaðar. Þetta er til skammar og ástandið orðið nágrönnunum óbærilegt. Krókurinn yrði pínu rosalega betri ef tekið yrði á mál- um. Nágranni. í upphafi vors Nú þegar sól hækkar á lofti og vorið nálgast þá fara margir að hugsa sér til hreyfings og stunda holla og góða útiveru. Hvað er þá betra en góður göngutúr og anda að sér hreinu og tæm lofti. Margir láta sér nægja að rölta um götur bæjarins og horfa á hið blómlega mannlíf sem þar er. Aðrir vilja njóta náttúmnnar og halda því út fyrir þéttbýlið. Það er um margar fagrar gönguleið- ir að ræða í nágrenni Skr. Þegar vora tekur og klaki er að fara úr jörðu þá vandast mál- ið því aurbleytan er svo mikil að fínu gönguskómir og útivistar- fötin sem keypt vom dýmm dómi em útötuð í aur og drullu. Fyrir nokkmm ámm þá var þetta ekki vandamál, því í nágrenni Skr. var og er mjög gott svæði sem er tilvalið til útivistar, sér- staklega fyrst á vorin því þar er aurbleytunni ekki fýrir að fara, heldur þurr og gróinn sandur. Þetta svæði er nánar tiltekið norðan við þjóðveginn hjá hest- húshverfinu á Flæðum. En það er ekki allt gull sem glóir, því hestamennimir þurfa líka að sinna sínum vorverkum og eitt af þeim er að losa sig við það sem blessaðir hestamir láta frá sér fara. Hvað er þá þægi- legra en að fá lánaða haugsug- una hjá Sauðárkróksbæ og dreyfa úrganginum á þetta svæði norðan við þjóðveginn, enda er mjög stutt að fara. Þegar hross- in vom færri hér áður fyrr þá þurfti lagið ekki að vera svo þykkt sem dreyft var yfir svæð- ið og var hægt að ganga um það sæmilega skóaður, enda hrossa- tað fljótt að þoma. Einnig var til- tölulega auðvelt að sneiða fram- hjá einstaka hundaskýt sem ligg- ur hér og þar á svæðinu. Síðastliðin tvö til þrjú ár hef- ur magnið aukist það mikið að svæðið ber ekki allt þetta efni sem dreyfa þarf. En hestamenn em ráðagóðir, þeir bám bara þykkra á þannig að nú er ill- mögulegt að komast um svæðið á stígvélum, hvað þá á fínu gönguskónum. Þá er bara að skella sér í fjömna, en hvað tek- ur þá við? “Ilmurinn er indæll” stendur einhverstaðar. En því miður á það ekki við í fjömnni, því í sunnanáttinni sem er ríkj- andi vindátt í upphafi vors, legg- ur sterkan fnyk af þessum annars ágæta áburði sem betur væri kominn á örfoka mela. Nú er svo komið að það sést varla hræða á ferli á þessu svæði sem var iðandi af mannlífi fyrir nokkmm ámm og lýktist einna helst Laugaveginum. Golfá- hugamenn sem margir hverjir tóku fyrstu högg vorsins á svæð- inu sjást þar ekki lengur. Nú þegar til stendur að byggja veglega reiðskemmu á Flæðunum (þar sem kríuvarpið var) má búast við auknum um- svifum hestamanna á svæðinu og væntanlega þarf þá að fara fleiri ferðir með haugsuguna. En hvar skal dreyfa? Væri bara ekki betra að græða upp hin ýmsu ófrágengnu svæði innan Sauðárkróks? og nota hrossatað- ið í staðinn fyrir dýrar þökur. Göngumaður á Borgarsandi. Smáauglýsingar Ýmislegt! Oska eftir notuðum keðju- dreifara. Upplýsingar í síma 453 8890. Af persónulegum ástæðum er 8 mánaða english springer tík til sölu. Hún er ljúf og og einstaklega falleg. Með hennig fylgir ættartala og sels hún á 60.000 kr. Upplýsingar í síma 866 0677 kl. 19-20. " Border collie-hvolpar til sölu undan Skoppu á Syðri- Lönguinýri og Lappa á Bolla- stöðum, og hross á öllum stigum tamningar. Einnig óskast alþægur bamahestur. Upplýsingar í síma 452 7119. AVIS Bílaleigan Sauðárkróki, sími 899 8631. LEIKHÓPURINN Tvær^onur Leikhópurinn Tvær konur, frumsýnir leikritið Tvœr konur við árþúsund saga Guðríðar Þorbjarnardóttur Höfundur og leikstjóri: Jón Ormar Ormsson leikmynd og búningar: Sigríður Gíslason Leikkonur: Vilborg Halldórsdóttir og Bára Jónsdóttir sýnt í Bifröst miðvikudaginn 12. apríl kl. 21,00. Uppselt. Sýningar fimmtudag 13. apríl kl. 20 og 22 og föstudag 14. apríl kl. 20 og 22. Miðasala í síma 453 5727 frá kl. 18,30 og við innganginn. Ferðamiðstöð Skagaijarðar Auglýsir eítir tilboðmn í gerð heimasíðu fyrir Feiðamiðstöð Skagafjaröar og aðila tengda henni. Rammatilboð sendist til stjórnar Feiðamiðstöðvar Skagaíjarðar Stjómsýsluhúsinu Sauðárkróki fyrir 19. apríl 2000. Nánari upplýsingar gefur Pétur Einarsson í síma 899 8631. Ferðamiðstöð Skagafjarðar Auglýsir eftir tilboðum í gerð sjónvarpsauglýsinga fyrir Feiðamiðstöð Skagafjarðar og aðila tengda henni. Rammatilboð sendist til stjórnar Feiðamiðstöðvar Skagaíjarðar Stjórnsýsluhúsinu Sauðárkróki fyrir 19. apríl 2000. Nánari upplýsingar gefur Pétur Einarsson í síma 899 8631.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.