Feykir


Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 5
15/2000 FEYKIR 5 Þeir 16 sem spreyttu sig í úrslitakeppninni ásamt stærðfræðikennurum FNV. „Félögin þurfa að vera sterk og virk“ segir formaður Sjálfsbjargar „Við flutning málefna fatl- aðra frá rikinu til sveitarfélag- anna, reynir meira á það að fé- lög Sjálfsbjargar séu sterk og virk og skapi þann grundvöll til samstarfs og aðhalds sem nauðsynlegt er til að vel takist til með þjónustu fyrir fatlaða einstaklinga í framtíðinni”, segir Amór Pétursson formað- ur Landssambandins Sjálfs- bjargar, en hann verður meðal gesta á aðalfundi Sjálfsbjargar- félags Skagafjarðar sem hald- inn verður í sal félagsins við Sæmundargötuna á Sauðár- króki, annað kvöld, fimmtu- dagskvöld og hefst kl. 21. Amór sagðist f samtali við Feyki vilja hvetja fólk til að mæta á fundinn, ekki veitti af að fjölga í félaginu og styrkja starf Sjálfsbjargar út um Iand- ið. „Það má segja að við séum nokkurs konar verkalýðsfélag og látum ýmiss hagsmunamál fatlaðra til okkar taka, svo sem ferlimálin. Þetta eru mál sem alltaf þarf að fylgja nokkuð stíft eftir”, sagði Arnór. Hann sagði að sem betur fer hafi ver- ið að fjölga í einstökum félög- um út um landið. Til dæmis hafi fjölgað mikið í félaginu í Austur - Húnavatnssýslu að undanfömu og þar hafði dugn- aðarfólk tekið höndum saman. Stærðfræðisnillingar spreyta sig Úrslit stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fyrir 9. bekki grunnskóla fór fram sl. laugardag. Keppnin var mjög spennandi og glæsileg og margir litu inn í skólann og íylgdust með. Það voru 16 unglingar sem kepptu til úrslita og sigurvegari reyndist Gauti Ásbjömsson úr Árskóla áSauðárkróki. Hlauthann 101 stig. Næstur kom Bjöm ÞórHermannsson Grunnskólanum á Hvamms- tanga með 85 stig og í þriðja sæti hafnaði Sigurður Á. Matthíasson úr Varmahlíðarskóla með 81 stig, en hann hafði fengið bestu útkomuna í forkeppninni. Keppnin þótti takast mjög vel og er ljóst að framhald verður á að ári. Aðalfundur Krabbameins- félags Skagafjarðar verður haldinn að Hótel Varmahlíð miðviku- daginn 26. apríl kl. 16,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnin. FUJITSU ;ðí>vsJiTí si<rflir‘

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.