Feykir


Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 12.04.2000, Blaðsíða 8
12. apríl 2000,15. tölublað, 20. árgangur. Næsti Feykir kemur 26. apríl KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki íslands í forystu til framtíðar Utibúið a Sauðárkrókí - S: 453 5353 Sylvie Morel forstöðumaður Safns menningarinnar í Ottawa tekur við styttunni af Guðríði og Snorra, Vigfús Vigfússon og Svavar Gestsson sendiherra. Sjö ára hugmynd varð að veruleika Skagfirskur andi sveif yfir vötnum við upphaf opinberrar heimsóknar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Kanada í síð- ustu viku, en Davíð afhenti Jean Chrétien forsætisráðherra styttu af Guðríði Þorbjamardóttur og Snorra syni hennar. Með þessari athöfn lauk sjö ára ferli sem hófst þegar ferðamálafrömuður í Skagafirði, með Vigfús Vigfús- son þáverandi ferðamálafulltrúa í broddi lylkingar, fengu þá hug- mynd að minnast með einhverj- um hætti hetjunnarog landkönn- uðarins Guðnðar Þorbjamardótt- ur og sonar hennar Snorra Þor- finnssonar, fyrsta Evrópubúans er fæddist í Vesturheimi. Ætlunin var að vekja athygli bandarískra og kanadískra ferða- manna á Skagafirði og tengja saman arfleifð þessara þjóða, en Guðríður er lfklega víðförlust allra kvenna sinna samtíðar. Naut verkefnið stuðnings fjölda einstaklinga og félagasamtaka á slóðum Vestur-íslendinga. Vitað var um höggmynd Asmundar Sveinssonar af Guðríði og Snorra, sem sýnd var á heims- sýningunni í New-York 1939- 1941, og kom sú hugmynd snemma upp að koma þeirri höggmynd fyrir í Glaumbæ, þar sem Guðríður og Snorri bjuggu við upphaf 11. aldar. Var afráðið að gera tvær bronsafsteypur af verkinu, setja aðra upp í Glaum- bæ og hina Vestanhafs. I tilefni þess að Davíð Oddsson forsætis- ráðherra athenti kanadísku þjóð- ina höggmyndina fékk safnið í Ottavva að gjöf ljósmynd frá Skagfirðingum, sem sýnir at- höfnina við Glaumbæ þann 9. júní 1994 þegar Vigdís Finn- bogadóttir þáverandi forseti af- hjúpaði styttuna. „Þetta var stórkostleg athöfn í Kanada og við sem að þessu stóðu erum mjög ánægð að þetta verkefni haft tekist”, sagði Vig- fús Vigfússson, en gat þess í leið- inni að þama hefði átt stóran hlut að máli Sigríður Sigurðardóttir safnvörður í Glaumbæ. Bryggjusmíði á Hofsósi Uppbygging Vesturfaraset- ursins á Hofsósi heldur á- fram. Sl. miðvikudag var undirritaður í Vesturfarasetr- inu samningur um gerð staurabryggju með trédekki fram í höfnina út frá setrinu. Bryggjan sem verður 30 metra löng og þrír metrar að breidd, er einn þátturinn í þeirri leikmynd sem sköpuð hefur verið á Sandinum á Hofsósi til að gefa mynd af vesturferðum Islendinga, svo að notuð séu orð Valgeirs Þor- valdssonar framkvæmda- stjóra Vesturfarasetursins. Samgönguráðuneytið leggur fjórar milljónir til þessa verk- Fyrsti viðskiptavinur Tals á Króknum reyndist vera Hafdís Skúladóttir og í tilefni af því afhenti Árni Kristinsson verslunarstjóri KS henni blómvönd og 10 þúsund króna inneign á talkortið sitt. Fékk fyrsta Tal-símann Nýlega var GSM sendir Tals tckinn í notkun á Sauð- árkróki og er þetta í fyrsta skipti sem Tal þjónar þessu svæði. Þjónustusvæði Tals nær til Sauðárkróks og nær- liggjandi svæða í SkagafirðL Meðal annars næst ágætis samband Handan vatna, allt yfir til Hofsóss. Kaupfélag Skagfirðinga verður söluaðili fyrir Tal á Sauðárkróki. Um síðustu helgi var byrjað að selja þar GSM síma og símkort frá Tali við mjög góðar undirtektir. Þjón- ustusvæði Tals náði til skamms tíma yfir allt Suðvesturland og hluta Eyjafjarðar, þar sem 82% þjóðarinnar búa. Með tilkomu GSM þjónustu á Sauðárkróki er verið að taka fyrsta skrefið í frekari uppbyggingu þjónustu- svæðisins um allt land. ...bílar, tiyggtagar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJARS SDÐUKGÖTU 1 SÍMI 463 6950 Valgeir Þorvaldsson og Sturla Böðvarsson handsala sanminginn um bryggjuna, sem byrjað verður á innan skamms. efnis, en Valgeir segist hafa í hendi fjármögnun á því sem upp á vantar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kom ásamt fulltrúum frá Siglingamála- stofnun norður á Hofsós til að undirrita samninga. Áætlað er að brygajusmíðin hefjist von bráðar að loknu útboði og gerð hennar verði lokið í júnímánuði þegar sýning ffá Nýja-Islands- safninu frá Gimli verður opnuð á Hofsósi, en áætlað er að hún verði í einu tveggja húsa sem verið er að byggja á Hofsósi á vegum Vesturfarasetursins, og eru þau byggð í stíl húsa dönsku konungsverslunnar sem á öld- um áður var á Hofsósi. í samningi samgönguráðu- neytisins og Vesturfarasetursins vegna bryggjusmíðarinnar segir m.a. að með þessu ffamlagi vilji ráðuneytið leggja sitt af mörkum til eflingar starfi Vesturfaraset- ursins á Hofsósi, sem er hluti af þeini áætlun íslenskra stjóm- valda að gera staðinn að sér- stökum menningar- og þjónustu- stað fyrir fólk af íslenskum ættum sem býr í N - Ameríku.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.