Feykir - 02.08.2000, Side 6
6 FEYKIR 26/2000
ísland í augum Brasilíumanns
Sá brasilíski Luiz Antonio Porpino.
Luiz Antonio Porpino er
Brasilíumaður frá borginni Na-
tal í Nv Brasilíu og starfar sem
blaða- og aðstoðarmaður rflds-
stjórans Garibaldis Alves Filho
í fylkinu Rio Grande do Norte.
Þegar María Hjaltadóttir frá
Sauðárkróki var skiptinemi í
Natal árið 1997-1998 kynntist
hún Porpino sem var góðkunn-
ingi fjölskyldu hennar þar.
Hann hafði santband við Maríu
fyrir nokkrum dögum og sendi
henni meðfylgjandi grein sem
hún þýddi fyrir hann, því hann
langaði til að fá biita eftir sig
grein í íslensku blaði.
Porpino er þekktur fyrir
margra ára ritstörf í Þýskalandi
og störf við Hilton hótelkeðj-
una. I gegnum þessi störf hefur
Porpino kynnst mörgum ís-
lenskum unglingum er dvalið
hafa um lengri eða skemmri
tíma í Þýskalandi. Síðan 1972
hefur Porpino haft brennandi á-
huga á íslenskri sögu og menn-
ingu margs konar, hefur heim-
sótt landið einu sinni og skrifað
margar blaðagreinar um ísland
í Brasilíu. Hér gefur að líta
hluta úr grein sem Porpino
skrifaði í dagblaðið O Journal
Tribuna do Norte sem gefið er
út um alla Brasilíu.
ísland í Norður-Atlantshafi
byggðist í kringum árið 870
þegar norski víkingurinn
Ingólfur Amarson nam þar land
og flutti með sér konur og írska
þræla til að hefja búskap á
„landi íssins”. 60 árum síðar
var elsta þing í heimi stofnað á
íslandi, Alþingi. Árið 1000
tóku Islendingar kristna trú og
það ár fann Leifur „heppni” Ei-
ríksson fyrstur Ameríku 500
árum á undan Kólumbusi. ís-
land var í fyrstu sjálfstætt þjóð-
veldi en síðan lengi undir stjóm
konunga, fyrst Noregskonungs
og síðar Danakonungs. Árið
1918 varð fsland frjálst og full-
valda ríki í sambandi við Dan-
mörk um einn og sama konung
og í ár eru 56 ár síðan ísland
varð lýðveldi.
I gegnum árin hafa fæstir
Brasilíubúar þekkt nokkuð til
Islands og einhverjir telja ísland
vera einhvers staðar í íshafmu
þar sem fólk býr í snjóhúsum
og óbærilegt sé að lifa. Nú á
tímum er hins vegar orðið al-
gengara að íbúar S-Ameríku
geti heimsótt lönd langt í norðri,
eins og ísland, vegna samvinnu
flugfélaga og fyrirtækja.
ísland er miðpunktur norð-
ur-Atlantshafsins, hálægt
Skotlandi, Grænlandi og Nor-
egi. Þriggja tíma flug er til
Amsterdam og rúmir fimm
tímar til New York. ísland er
landfræðilega yngsta land Evr-
ópu og segja má að hún sé stór,
strjálbýl eyja með aðeins
270.000 íbúum og köldum
sandauðnum og jöklum.
Höfuðborgin heitir Reykja-
vík og er ein ómengaðasta borg
Evrópu, með rúmlega hundrað
þúsund íbúa og fer ört vaxandi.
Mikill uppgangur hefur ver-
ið í efnahagskerfinu á undan-
förnum árum en verðbólga er
lág, miðað við önnur ríki, þó
hún sé í dag meiri en oft áður.
Forvitni útlendra ferðamanna
beinist aðallega að náttúmfeg-
urð landsins og hreinleika og í
viðskiptalífinu er Island að
verða vinsæll kostur fyrir út-
lenda fjárfesta. Flestir eru lúth-
erstmar. I Evrópu em að meðal-
tali 15 % fólks án atvinnu en á
Islandi eru það um 3-4 %. Fé-
lags- og heilbrigðiskerfi eru
með þeim betri í heiminum og
ungbamadauði er afar sjaldgæf-
ur. 80 % kvenna eru útivinn-
andi og mjög algengt er að Is-
lendingur hafi fleiri en eina at-
vinnu.
Saga, menning og bók-
menntir fjalla um líf norrænna
vfldnga á íslandi og í Skandin-
avíu. Þjóðarauður Islendinga í
formi bókmennta er stórfeng-
legur og enn geta margir Is-
lendingar lesið íslensk handrit
sem skrifuð voru af forfeðmn-
um fyrir mörgum öldum síðan.
Hólahátíðin um aðra helgi
Hólahátíðin verður haldin 12. og 13. á-
gúst nk. Hátíðarræðu á sunnudegi heldur að
þessu sinni Sólveig Pétursdóttir dóms- og
kirkjumálaráðherra, en fjölbreytt dagskrá er
á hátíðinni, m.a. tónleikar undir berum
himni á laugardag.
Dagskráin hefst á laugardag með því að
lagt verður af stað frá Bændaskóla áleiðis
upp í Gvendarskál þar sem haldin verður
messa. Sr. Dalla Þórðardóttir prestur á
Miklabæ hefur umsjón með messunni, sem
hefst í skálinni kl.13:00.
K1 11:00 verður skipulögð dagskrá fyrir
börn á staðnum, á meðan fullorðnir ganga
til messu upp í Gvendarskál. Það verða leik-
ir, skoðunarferð í kirkju, vatnalífssýning,
sund og hestar.
Kl. 16:00 hefjast tónleikar undir berum
himni. Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknar-
prestur á Siglufirði mun þá fyrst flytja á-
varp, en síðan munu barnakórar úr prófast-
dæminu taka lagið ásamt Rökkurkórnum,
skagfirska kammerkórnum, auk þess sem
tónlistarfólk frá Sauðárkróki og Siglufirði
munu flytja svokallað „kirkjupopp.”
Kl. 18:00 hefst grill á staðnum og þar
getur fólk gætt sér á grilluðum pylsum í
boði Kaupfélags Skagfirðinga og Aðalabak-
arfsins á Siglufirði. Um kvöldið kl. 20:00
verða svo tónleikar í Hóladómkirkju, þar
sem ýmsir flytjendur munu koma fram m.a.
Álftagerðisbræður, auk þess sem fluttir
verða sálmar úr sálmasamkeppni. Kl. 21:00
verður svo varðeldur í umsjón skáta frá
Sauðárkróki og við varðeldinn verða
sungnir ýmsir skemmtilegir söngvar, jafnvel
Undir bláhimni.
Seinni dagur hólahátíðar hefst á hátíðar-
messu í Hóladómkirkju kl. 14:00. Þar munu
kvenprestar úr héraðinu [Djóna. Sr. Ragn-
heiður Jónsdóttir sóknarprestur á Hofsósi
og sr. Guðbjörg Jóhannsdóttir sóknarprestur
á Sauðárkróki munu þjóna fyrir altari, en sr.
Dalla Þórðardóttir sóknarprestur í Miklabæ
mun prédika. Vígslubiskup Sr. Bolli Gúst-
avsson lýsir yfir blessun í lokin. Meðhjálp-
ari er Bolli Pétur Bollason guðfræðingur.
Eftir messu kl. 15:00 verður boðið til
kaffihlaðborðs í Hólaskóla. Kl. 16:30 hefst
svo menningardagskrá í Hóladómkirkju.
Þar mun vígslubiskup Sr. Bolli Gústavsson
flytja ávarp. Kirkjumálaráðherra Sólveig
Pétursdóttir flytur síðan hátíðarræðu. Þá
mun Hjörtur Pálsson rithöfundur flytja
frumsamið ljóð í tilefni hátíðar. Menningar-
dagskránni lýkur svo á tónlistardagskrá og
er áætlað að dagskránni í kirkjunni ljúki unt
kl. 18:00.
Aðalfundur Menor
á Hvammstanga
Aðalfundur Menor, Menn-
ingarsamtaka Norðlendinga,
var haldinn í húsakynnum
Tónlistarskólans á
Hvammstanga 15. júní sl.
Gestur fundarins var Jón
Bjarnason alþingismaður,
sem flutti erindi um ný við-
horf í skólamálum dreifbýl-
isins. Kynnti hann tillögu til
þingsályktunar, sem hann
hefur flutt um þetta efni, þar
sem kveðið er á um, að komið
skuli á tólf ára samfelldu
grunnnámi og að því stefnt,
að ungt fólk innan sjálfræðis-
aldurs, hvar sem er á land-
inu, geti stundað nám dag-
lega frá heimili sínu. Nokkr-
ar umræður urðu um þetta
málefni.
I fundarhléi kom fram lista-
fólk úr Húnaþingi vestra og
flutt var daskrá í tali og tónum.
Tveir nemendurTónlistarskól-
ans á Hvammstanga, Sigurður
H. Oddsson og Sólrún Sigurð-
ardóttir spiluðu á píanó og
flautu. Einsöng söng Karen
Sigurðardóttir.
Elínborg Sigurgeirsdóttir
skólastjóri Tónlistarskólans
sagði frá starfsemi skólans og
lék einleik á píanó verk eftir
Edvard Grieg. Þóra Eggerts-
dóttir kennari flutti ijóð eftir
Gunnar Dal. Hólmfríður
Bjamadóttir rifjaði upp bemsku-
minningar frá Jósefínuhátíð á
Hvammstanga um 1970. Öll
þessi atriði hlutu hinar bestu
viðtökur fundarmanna.
í lok fundarins var fundar-
fólki boðið að skoða vinnu-
stofu Hólmfríðar Dóm Sigurð-
ardóttur fjöllistamanns, Lista-
kot Dóm að Garðavegi 28. Gaf
þar að líta marga fagra muni.
Stjórn Menor var endur-
kjörinn á aðalfundinum. Ur
stjórn átti að ganga Helgi Ó-
lafsson og Stefán Hafsteins-
son, en vom báðir endurkjöm-
ir. Ólafur Þ. Hallgrímsson
sóknarprestur á Mælifelli var
endurkjörinn formaður sam-
takanna til eins árs. Aðrir í
stjóm eru: Roar Kvam Foss-
brekku, Svanhildur Hermanns-
dóttir Bárðardal, Helgi Ólafs-
son Hvammstanga og Stefán
Hafsteinsson Blönduósi. Vara-
stjóm skipa: Guðmundur Á.
Sigurjónsson Akureyri, Erla
Óskarsdóttir Öxarfirði, Bjöm
Ingólfsson Grenivík, Svein-
björg Hallgrímsdóttir Akureyri
og Magnús Óskarsson Sölva-
nesi. Endurskoðandi reikninga
er Jóhanna Rögnvaldsdóttir
Stómvöllum Bárðardal.