Feykir


Feykir - 25.10.2000, Qupperneq 4

Feykir - 25.10.2000, Qupperneq 4
4 FEYKIR 36/2000 „Margir bændur komnir á sjötugsaldur og þar yfir enn að slást við baldna fola“ Kári Marísson körfuboltamaður og fyrrum bóndi segir það sama gilda um sína íþróttaiðkun „Aldurinn er svo afstæður. Margir bændur herna 1 Skagafirðinum sem komnir eru á sjötugsaldur og þar yfir eru enn að slást við baldna fola og finnst það ekkert mál. Og afhverju geta þeir þetta, það er vegna þess að þeir eru þessu vanir, hafa verið að fást við hestana og elta búpening alla tíð. Það er sama sagan með mig. Þó ég sá orðinn 48 ára, þá hef ég alltaf haldið áfram að æfa og það er lykillinn að því að maður geti haldið sér í góðu líkamlegu formi. Ef maður stoppar einhver ár, þá minnkar getan fljótt og nánast ógerlegt er að vinna það upp. Mér finnst geysilega skemmtilegt að æfa alvöru körfubolta núna í vetur og það er gaman að berjast við strákana sem ég hef verið að þjálfa. Ég held að þeim líki það líka ágætlega að geta barið svolítið á karlinum og náð sér niðri á honum”, segir Kári Marísson gamli landsliðsmaðurinn í körfubolta og fyrrum bóndinn í Skagfirðinum, sem tók upp á því í sumar að fara að æfa með úrvalsdeildarliði Tinda- stóls í körfubolta og hefur verið að spila svolítið með liðinu að und- anfömu. Kári vill hinsvegar gera lítið úr því, og segir aðalatriðið að vera með, og hann vonist til að það hvetji ungu strákana til að gera enn betur, og einnig að fólk átti sig alt til að stunda íþróttir. Kári segist snemma hafa ánetjast íþróttunum og þær hafi alla tíð verið stór þáttur í hans lífi, raunverulega ein af grunnþörfunum. „Þetta er minn lífs- stfll. Ef ég væri spurður að því, eins og oft er nú gert í viðtölum, hvað sé upp- áhalds skemmtistaðurinn, þá mundi ég hiklaust nefna íþróttahúsið”, segir Kári. í stangarstökki og fótbolta „Ég ólst upp í Árbænum í Reykja- vík, sem þá var eins og smáþorp fyrir utan bæinn. Á þessum tíma vom flest- ir með skepnur þarna í hverfinu, þannig að ég komst fljótt í snertingu við sveitalífið sem átti eftir að eiga mikil ítök í mér. Þetta var svolítið afskekkt, ekkert íþróttafélag þá í Árbænum og engar reglubundnar æfingar í hverfinu. þannig að maður fylgdist mikið með íþróttum í gegnum fréttimar og það var verið að fást við það sem stjömumar á þeim tíma voru að gera. Ég fór í stangarstökkið af þvf að Valbjöm Þor- láksson var svo góður í því. Fór í Ell- ingsen og keypti mér bambusstöng sem ég stökk á og útbjó mér gryfju og setti sand í. Svo var ég líka rosalega mikið í fótboltanum, af því að George Best var svo góður. Ég var forfallinn í fótboltanum frá sex til fimmtán ára ald- urs og keppti nú eitthvað í yngri flokk- unum. Var með KR í fimmta flokki og einhvern tíma var ég með Fram, lík- lega í 4. flokki. - En hvernig gekk í stangarstökk- inu, hvemig var að lenda í sandinum? „Ég stökk nú þónokkuð hátt en man ekki hver minn persónulegur árangur var, en það var oft hörð lending í sand- inum. Svo þegar ég var 15 ára gamall þá á því að það verður aldrei of gam- tókst félaga mínum Stefáni Bjarkasyni að draga mig með sér á körfuboltaæf- ingu á Hálogaland með KFR. Ég varð sti ax „húkkt” á þessari íþrótt og spilaði síðan minn fyrsta landsleik þegar ég var 18 ára gamall. Fyrstu árin mín í körfuboltanum spilaði ég með KFR, sem um þetta leyti var að verða að körfuboltadeild Vals og með Valsmönnum spilaði ég í nokkur ár. Þá lá leiðin til Njarðvíkur, þar sem ég réð mig til kennslu, og á þessum árum var uppbyggingin að byrja á Suðurnesjunum og Njarðvík- ingar að leggja grunn að meistaraliði sínu. Það var mjög gott og gaman að vera í Njarðvík en ég var nú samt far- in þaðan áður en meistaratitlamir skil- uðu sér í hús. Það hafði verið draumur- inn lengi að búa í sveit og við ákváðum að slá til og flytja í Skagafjörðinn”. Skemmtilegir strákar Kári segist hafa vitað af því þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni í Sól- heima í Blönduhlíð, að á Sauðárkróki væri leikinn körfubolti og ágætlega lið- tækir körfuboltamenn. „Já ég hafði séð Tindastól spila og mundi t.d. eftir Pálma Sighvats, Sveini Sigfússyni og Kára Steindórs. Það var síðan Páll Ragnarsson formaðurTinda- stóls sem kom að máli við mig og færði það í tal við mig hvort ég væri fá- anlegur til að þjálfa hjá Tindastóli, en þá voru margir efnilegir strákar að koma upp í meistaraflokkinn”, segir Kári og síðan þekkja eflaust þeir sem áhuga hafa framhaldið. - En er mikill munur á körfuboltan- um í dag og þegar þú varst að byrja? „Já geysilega mikill. Þetta er miklu betri körfubolti sem er leikinn er núna Kári Marísson á skrifstofu Tindastóls, en hann ber þann virðulega titil að vera framkvæmdastjóri féiagins. og aðalástæðan held ég að sé sú að strákar fá núna miklu betri grunnþjálf- un en áður, sem gerir þá að betri leik- mönnum. Breiddin er líka miklu meiri, fleiri betri lið og ég held að síðasti vet- ur endurspegli það mjög vel, en þá unnu fjögur félög fimm bikara”. Kári hefur undanfarin misseri verið framkvæmdastjóri Tindastóls og er skrifstofa félagsins í íþróttahúsinu. Það eru því hæg heimatökin hjá honum að nýta sér æfinga- og lyftingaaðstöðuna í íþróttahúsinu, og það gerði Kári reyndar ennig í Varmahlíð meðan hann bjó þar og þjálfaði og lék með Smáran- um. Og í sumar þegarTindastóll byrj- aði æfingar var frekar fámennt og Kári tók því þátt í þeim, enda var líka mein- ingin að hann aðstoðaði Val þjálfara á bekknum í vetur. „Mér fannst mjög gaman á æfing- um og þegar ég var búinn að æfa í nokkurn tíma sá ég að það væri óvit- laust að halda bara áfram og æfa með í vetur. Þetta eru mjög skemmtilegir strákar og t.d. emm við mjög heppnir með að útlendingamir og aðkomu- mennimir í liðinu. Bandaríkjamaður- inn, Rússinn og Grykkinn em geysi- lega skemmtilegir karakterar og góðir strákar. Mikill íþróttaáhugi En hefurðu eitthvað hugsað út í það hvenær þú hættir að spila körfubolta? „Jú ég hef stundum leitt að því hug- ann hvemig sé að hætta því, en ætla mér ekki að setja nein tímamörk. Mér er það allavegana Ijóst að yfirleitt hætt- ir fólk alltof ungt í íþróttum. Það em margir að hætta vel innan við þrítugt, einmitt þegar bestu árin eru eftir. Nú við sáum það bara á Evrópumótinu í knattspymu í sumar að þar vom nokkr- ir að spila komnir fast að feilugu og vom meira að segja lykilmenn í liðun- um. Og hvað er framherjinn „gamli” hjá Manchester United, Teddy Sher- ingham, að gera. Það kæmi mér ekki á óvart að hann ætti nokkur góð ár eítir.” En nú heyrist gjaman talað um Sauðárkrók og Skagfjörð sem íþrótta- bæ. Finnst þér svæðið standa undir nafni og er mikill íþróttaáhugi hér? , Já ég verð var við mikinn áhuga og mér finnst hann vera vaxandi. Það er rnikill kraftur í öllum deildum, með mesta móti held ég. Á fömum vegi fer maður varla svo þessa dagana að fólk sé ekki að spjalla um boltann og spá í það hvenær skíðasvæðið verði opnað. Við erum með mjög góða aðstöðu til iðkunar, góða velli. gott fþróttahús og gott skíðasvæði. Það vantar að vísu sárlega hlaupabrautir og betri aðstöðu fyrir frjálsíþróttafólk En Tindastóll hefur verið að keppa við þá bestu mörg undanfarin ár í mörgum greinum og ég sé ekki fram á annað en svo verði í framtíðinni. Ef vel er haldið á málum”, segir Kári Marísson.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.