Feykir


Feykir - 25.10.2000, Síða 8

Feykir - 25.10.2000, Síða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 25. október 2000, 36. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jslands _____ í forystu til framtfðar ' Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Sveitarstjórn Húnaþing vestra Skiptar skoðanir um byggingu íþróttahúss á Hvammstanga Mjög skiptar skoðanir eru um þau áform meirihluta sveitarstjórnar Húnaþings vestra að ráðast í byggingu í- þróttahúss á Hvammstanga. A fundi menningar- og æsku- lýðsráðs í síðasta mánuði var mæit gegn fyrirhugaðri í- þróttahússbyggingu á þeirri forsendu að hingað til hafi sveitarféiaginu ekki tekist að tryggja nægjanlegt fjármagn til frágangs, viðhalds og rekstrar þeirra íþróttamann- virkja sem fyrir eru, svo sem vellina uppi í Kirkjuhvammi og á Reykjum. Allmiklar umræður urðu um þessa fundargerð á fundi sveit- arstjórnar nýlega. Elín R. Lín- dal oddviti lagði fram bókun þar sem borin er til baka full- yrðing frá nefndum fundi menningar- og æskulýðsráðs um að „eifiðlega gangi að fá fjármagn til reksturs og við- halds þeirra mannvirkja sem fyrir eru", og segir Elín þær fullyrðingar út í hött, þar sem á þessu ári verði varið 20,8 rnillj- ónum til æskulýðs- og íþrótta- mála. En til samanburðar var varið til þeirra mála 7,7 milljón- ir á árinu 1998. Og alls voru framlög til viðhalds íþrótta- mannvirkja orðin á jjessu ári 7,724 milljónir, 21. september sl. Olafur Oskarsson í Víðidals- tungu einn fulltrúi minnihlut- ans, vakti athygli á því að meiri- hluti fagnefndar sveitarstjómar mælti gegn byggingu íþrótta- húss á Hvammstanga. Tók O- lafur undir þessi sjónarmið og sagði íþrótthússbygginguna frá- leita. Þorsteinn Helgason á Foss- hóli lagið fram langa bókun á fundinum þar sem hann leggst einnig gegn byggingu íþrótta- hússins. I fyrri hluta bókunar- innar skýrir hann þau sjónarmið sín að sveitarsjóður sé ekki í stakk búinn að ráðast í svo stóra framkvæmd og við það mundu skuldir sveitarfélagsins vaxa þannig að óvarlegt sé. Síðan segir Þorsteinn í bókun sinni: „Við framkvæmd eins og byggingu íþróttahúss, sem er mjög stór framkvæmd fyrir sveitarfélag af okkar stærð, þaif að vera almenn samstaða en hún er alls ekki fyrir hendi. Einnig fer íbúum fækkandi ár frá ári og því rniður er ekki að sjá neina breytingu á því á næst- unni. Þá er gott íþróttahús á Laugarbakka sem dugir okkur alveg við þær aðstæður sem við búunt við í dag þannig að bygg- ing íþróttahúss yrði offjárfest- ing sem engan veginn er hægt að verja við núverandi aðstæð- ur. Að framansögðu er ég algjörlega á móti byggingu íþróttahúss að svo stöddu og nær væri að vinna að því að þjappa saman fólki í sveitarfé- laginu en ekki sundra því.” Skeifa bjargaði sér í annað sinn Það varð lítið úr því að Guð- mundur Valtýsson bóndi á Ei- ríksstöðum, og umsjónarmaður hagyrðingaþáttar Feykis, leiddi hana Skeifu 11 vetra ær til slátr- unar í jxssari viku, eins og hann var búinn að ákveða. Þegar Guðmundur kom að fjárhúsun- um sl. miðvikudagsmorgun hafði Skeifa borið ljómandi fal- legum hrút. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skeifa bjargar lífi sínu og hún og Guðmundur hafa reyndar ekki alltaf verið sátt í hvors annars garð. „Guðmundur segist leggja ntikið upp úr góðum samskipt- um við sínar skepnur og hver kind heiti sínu nafni. „Mér er ekki vel við að mínar kindur verði eldri en tíu vetra og því var ég búinn að ákveða að farga Skeifu síðasta haust. En þá kom hún ekki fram í smalamennsk- unni og það var ekki fyrr en um 20. nóvember, eftir hríðarbyl er gerði, að hún kom hingað niður að húsunum, með fallega gimb- ur sem hún hafði borið um vor- ið. Eg sá að það var fullseint að farga henni úr því sem komið var, en þegar Skeifa var geld í vor en feit og pattaraleg sá ég að það væri góður tími að farga henni nú í haust. Það má svo segja að hún hafi leikið á mig núna annað haustið í röð.” Og Guðmundur bætir því við að hann og Skeifa hafi reyndar ást við áður. „Það var fyrir nokkmm ámm að það brá svo við að Skeifa vildi ekki annað lambið sem hún bar. Eg var á- kveðinn í því að láta hana ekki komast upp með það og hélt henni héma heima fram í júlí. Hún var greinilega langt frá því að vera sátt við mig en það gekk þó að lokum að venja lambið undir. Þetta var lítil gimdur sem ég kallaði Ögn og eftir þetta bras ákvað ég að láta hana lifa, þó stærðin væri nú ekki eins og lífgimbrar eiga að vera. Og Ögn hefur kunnað að meta þetta því núna í haust kom hún t.d. með tvö rígvæn lömb af fjalli sem lögðu sig á 17 kíló hvert og þær hafa nú ekki gert það margar betur", segir Eiríksstaðabóndinn. Beðið eftir skólarútunni Bræðumir Kári og Loftur Páll Eiríkssynir frá Beingarði í Hegranesi vom að bíða eftir skólabílnunt þegar ljósmyndari Feykis rakst á þá á dögunum. Aðspurðir sögðu þeir að það væri skemmtilegt í skólanum. en helsta áhugamál þeirra er samt fótboltinn og körfuboltinn, þó svo að hestamennskan sé skemmtileg líka. Þeir bræður em á Arvist skóladagheimilinu á Sauðárkróki, en þar heyrist venjulega kallað þegar skólabíllinn rennir í hlað: „Ólafshús er kornið”, en það er Óli vert á Ólafs- húsi sem annast skólakeyrsluna úr Hegranesi. Farandsölum úthýst úr félagsheimilum Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt að beina því til hússtjórna félagsheimila og annarra umsjónarmanna húsnæðis í eigu sveitarfélags- ins að leigja ekki húsnæði til farandsöluaðila. Þetta er gert vegna tilmæla frá verslunareigendum á Sauð- árkróki, en í bréfi dagsettu 6. október 2000, óskuðu þeir eft- ir því að húsnæði sem er í rekstri eða eigu sveitarfélagsins verði ekki leigt til farandsölu- aðila. Verslunareigendur munu vera orðnir langþreyttir á því að nokkur félagsheimili á svæðinu haft verið leigð undir farand- sölu. Verslunareigendum fmnst þessi samkeppni ekki sann- gjöm og viðeigandi þegar þeir keppast við að veita íbúum svæðisins þjónustu allt árið. <&) TOYOTA - tákn um gæði ...bílar, tiyggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BROTJABS SUÐUBGÖTU 1 SÍMI 453 6950

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.