Feykir - 08.11.2000, Qupperneq 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Stefnir í langt
kennaraverkfall
Fremur tómlegt var um að lit-
ast við Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra í gær, enda
skall á verkfáll framhalds-
skólakennara á miðnætti á
mánudagskvöld. Skólameist-
ara og stundakennara er
heimilt að kenna við skólann í
dag, en síðan eru lýkur á að allt
skólastarf stöðvist enda ekki
útlit fyrir að deilan leysist í
bráð. Flestir utanbæjamem-
endur eru farnir til síns
heima.
Framhaldsskólakennarar
voni mættir í bækistöð sína í
verkalýðshúsinu við Sæmundar-
götu í gærmorgun. Þeir voru þar
að fara yfir síðustu fréttatilkynn-
inguna vegna samninganna, til-
boð ríkisins um samning til
þriggja ára og alls 13% hækkun
á þéirn tíma, en um leið aukna
kennsluskyldu, að mati kennar-
anna. Það var greinilegt að þeim
líkaði ekki þetta tilboð og bein-
línis hlógu. „Hvemig í ósköpun-
um dettur mönnum í hug að
bjóða svona hungurlús”, var ein-
um þeirra að orði og svo virðist
eftir gangi viðræðna að dæma að
þetta gæti orðið langt verkfall.
Kennarar Fjölbrautaskólans samankomnir í athvarfi sínu í verkalýðshúsinu í gær.
Hjálmar sækir um
í Dómkirkjunni
Formaður Félags eldri borgara í A.-Hún.;
Héraðsnefndin hefur brugðist
hrapalega skyldu sinni
„Niðurstaða alls þessa er að
héraðsnefnd Austur - Húna-
vatnssýslu hefur hrapalega
brugðist skyldu sinni að vera
brjóstvöm héraðsbúa til góðra
mála og í stað þess orðið til
vandræða með því að klúðra
Flúðabakkamálunum svo sem
orðið er og valda þeim rúmlega
200 einstaklingum sent em í
Félagi eldri borgara í Austur -
Húnavatnssýslu ófyrirsjáanleg-
um erfíðleikum og þó einkum
íbúum Flúðabakkaíbúðanna”,
segir Sigursteinn Guðmunds-
son formaður Félags eldri
borgara í A.-Hún. í grein í
Feyki í dag vegna fréttar í síð-
asta blaði Feykis unt málefni
félagslegra íbúða eldri borgara
á Blönduósi.
Sigursteinn rekur ntálin frá
upphafi þegar ráðist var í bygg-
ingu íbúðanna og segir að
aldrei hafi staðið til að Félag
eldri borgara í A.-Hún. sæi um
greiðslur varðandi íbúðir eldri
borgara. Stjórn félagsins hafi
aðeins starfað sem milliliður
milli héraðsnefndarinnar og
íbúðareigenda. Það sé því al-
rangt sem fram korn í um-
ræddri frétt að Félag eldri borg-
ara hafi neitað að innleysa íbúð
Jökuls Sigtryggssonar.
Sigursteinn segir engu að
síður staðreynd að héraðs-
nefndin hafi á undanfömum
mánuðum sýnt inikla viðleitni
til þess að leysa umrætt mál
nteð samkomulagi og í sam-
vinnu við Félag eldri borgara
og íbúðalánasjóð, en nú á síð-
ustu stundu (24. okt.) kippt að
sér hendinni og slegið striki
yfir öll orð og samþykktir til
lausnar málsins.
„Að lokum vænti eg þess að
þessi frétt mín birtist ekki á
veiri stað en umrædd frétt urn
félagslegar íbúðir aldraðra í A,-
Hún. Hafi Feykirekki krufið til
mergjar og fjallað um fjárhags-
erfiðleika sveitarfélaga vegna
félagslegra íbúða væri rétt, að
það yrði tekið til athugunar ef
það mætti verða til þess, að
þingmenn almennt tækju sig til
og leystu þennan vanda sveit-
aifélaganna, vanda sem verður
vart leystur nema innan veggja
Alþingis”, segir Sigursteinn en
umrætt mál á Blönduósi mun
m.a. hafa borið á góma á fundi
þingmanna kjördæmisins með
héraðsnefnd A.-Hún. nú í haust.
„Af tveimur gefandi og
skemmtilegum störfum þá kallar
kirkjan meira. Mér finnst þetta
rétti tíminn og í raun annaðhvort
fyrir mig að hrökkva eða stökka.
Nú þegar kjördæmabreytingin er
framundan þá var annaðhvort
fyrir mig að gefa því tvö til þrjú
körtímabil eða söðla um núna.
Það er búið að brjótast í mér síð-
an í vor að sækjast eftir Dóm-
kirkjunni. Þetta er gamall draum-
ur og nú er að bíða og sjá hvað
verður, en ég hef svo sem ekkert
annað en reynsluna og orðspor að
heiman, jxikk sé ykkur.”
Það kom eins og þmma úr
heiðskýru lofti er það vitnaðist að
morgni mánudags að Hjálmar
Jónsson fyrsti þingmaður kjör-
dæmisins sæktist eftir starfi dóm-
kirkjuprests. í samtali við útvarp-
ið þann dag kom fram að Hjálm-
ar hefði fyrirætlanir um að helga
sig kirkjunni í framtíðinni, en
hann á að baki langt og farsælt
prestsstarf fyrst í Bólstaðahlíðar-
prestakalli í A.-Hún. og síðan á
Sauðárkróki. Þá hefur Hjálmar
verið í Hólanefnd og sálmabók-
amefnd.
Umsóknarfrestur um starf
dómkirkjuprestsertil 15. nóvem-
ber og mun nýr prestur koma í
Dóntkirkjuna 1. febrúar. Hjálmar
hefur gefið það út að fái hann
starfið ætli hann að hætta í póli-
tíkinni, enda hafi hann ekki viljað
blanda þessu tvennu saman. Gera
verður ráð fyrir að Hjálmar standi
mjög sterkur varðandi umsókn
um Dómkirkjuna. en þess má
geta að hann hefur áður sýnt því
starfi áhuga, það var áður en
hann snéri sér að pólitíkinni, en
hætti þá við af persónulegum
ástæðum.
Hjálmar var kjörinn á þing
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norð-
urlandi vestra fyrst árið 1995, en
hafði á kjörtímabilinu á undan
setið sem varaþingmaður.
—ICTcH^fff chiDI—
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
• FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
• VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
mr
bílaverkstæði
Simi: 453 5141
Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140
JfcBílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir
0 Réttingar Sprautun