Feykir


Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 41/2000 Hestamiðstöð íslands Gæðaátak á hrossa- ræktarbúum á Nv Hestamiðstöð Islands (Hmf) og Hólaskóli eru um þessar mundir að hrinda af stað verk- efni sem ber yfirskriftina „Gæðaátak á hrossaræktarbú- um”. Markmið verkefnisins er að bæta gæði og hagkvæmni hrossabúskapsins. Það verður gert með úttekt á helstu þáttum búskapsins og greiningu á gæð- um og hagkvæmni þeirra. Tekn- ir verða fyrir fimm meginþættir: ræktun og kynbótastarf, fóðmn, uppeldi og heilbrigði, landnýt- ing, tamning, þjálfun og sýning- ar og rekstur, markaðssetning og sala. Verkefnið byggir á nám- skeiðahaldi og einstaklings- bundinni ráðgjöf og áætlanagerð fyrir hrossabændur. Gert er ráð fyrir fimm stuttum námskeiðum á næsta ári sem öll verða haldin við Hólaskóla, það fyrsta verður í mars og fjallar um ræktun og kynbótastarf. I kjölfar nám- skeiða verða þátttakendur heim- sóttir og unnið með þeim við framkvæmd gæðaátaksins. Lögð er áhersla á að nota, eins og kostur er, þær aðferðir sem þegar em til staðar í stoð- kerfi landbúnaðarins. Það felur m.a. í sér að allir þátttakendur taki þátt í gæðastýringarkerfi Bændasamtaka Islands (BÍ) í hrossarækt og koma því til með að verða í hópi þeirra sem sækja um vottun BI um vistvæna gæðaframleiðslu. Við kennslu á námskeiðum og framkvæmd ákveðinna þátta verða fengnir ýmsir sérfræðingar, s.s. frá Bændasamtökum íslands og Landgræðslunni. Gæðaátakið er yfirgripsmikið og þátttakendur þurfa sjálfir að bera nokkum út- lagðan kostnað, s.s. vegna heyefnagreininga, loftmynda af jörðum sínum o.þ.h. Þá þurfa þeir sjálfir að greiða uppihald á námskeiðum. I fyrstu verður einungis boð- ið upp á verkefnið á Norðurlandi vestra og hefst það nú um ára- mót. Fjöldi þátttakenda verður að þessu sinni takmarkaður. Nánari upplýsingar gefa Ingimar Ingimarsson hjá Hestamiðstöð íslands í síma 455-6072, tölvu- póstur: ii@horses.is og Valberg Sigfússon, Hólaskóla í síma 453-6300, tölvupóstur: valberg@holar.is. Vörufhitningar Sauðárkrókur - Skagaljörðtu' Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sírni 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. Hólar orðnir fyrirferðar- miklir í menningunni gK Hólar em nú um stundir fyr- irferðamikilir í menningunni í Skagafirði og Hólanefnd stend- ur nánast vikulega fyrir dag- skrám á staðnum. Jóni Arasyni og kaþólska tímanum voru gerð skil fyrir um hálfum mánuði og helgina eftir var svo líka haldin tveggja daga menningardagskrá vegna útkomu Vísnabókar Guð- brandar Þorlákssonar og Ljóð- mæla Hallgríms Péturssonar, en þessir kirkjunnar menn voru samtíða á Hólum, reyndar skamman tíma. Auk Hólanefnd- ar og Hólaskóla, stóð bók- menntafræðistofnun Háskólans fyrir dagskránni en á vegum hennar koma bækumar nú út hjá Háskólaútgáfunni. Það vom þeir Kristján Ei- ríksson og Jón Torfason sem fóm af stað með endurútgáfu Vísnabókar Guðbrands og til liðs við þá gekk dr. Einar Sigur- bjömsson prófessor við guð- fræðideild háskólans sem skrif- aði guðfræðilegar skýringar og hluta formála bókarinnar. Allir þessir þrír töluðu um Guðbrand og bókaútgáfu hans, en að öðmm þræði var með dagskránni á Hólum einnig ver- ið að minnast fyrsta prentverks- ins og bókaútgáfunnar í landinu. Vísnabókin er sýnisbók tveggja alda í kristilegum kveð- skap, frá 1400-1600, en flestir em sálmamir ortir eftir 1550. Kristján Eiríksson segir Guð- brand mikinn málhreinsunar- mann er hafi lagt mikla áherslu á góða íslensku og stuðlanna þrískipta form. Með afskiptum Guðbrands hafi vinnubrögð við sálmaþýðingar batnað til muna, en kveðskapurinn þarna á und- an mun hafa verið nokkuð hroð- virknislegur. Þá lagaði Guð- (jfí* hj Heilbriqðisstofnunin w ^ Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stofnuninni í nóvember og desember: Tímabil Læknir Sérgrein 27/11 -1/12 Haraldur Hauksson skurðlæknir 4/12- 8/12 Edward Kiernan kvensjúkdómalæknir 11/12 - 15/12 Ari Ólafsson bæklunarlæknir Tímapantanir í síma 455 4000. Þeir voru nieðal frunimælenda urn Guðbrand Þorláksson á Hóluni, Kristján Eiríksson og Einar Sigurbjömsson. brandur sálmakveðskap úr kaþ- ólsku að lútherskunni, s.s. Lilju Eysteins Asgrímssonar sem ort var á 14. öld. Jón Torfason flutti fjörlegan og skemmtilegan fyrirlestur um Guðbrand á leik- og myndræn- an hátt, nokkuð útfrá þeim níu myndum sem gerðar hafa verið af Guðbrandi, en á þeim öllum er hann á gamalsaldri. Jón taldi líklegt að á yngri ámm hafi Guðbrandur lýkst kraftlyftinga- mönnum dagsins í dag, eða svo- leiðis mönnum, trúlega verið fullur af orku í æsku og vitnaði síðan til atorkusemi Guðbrandar s.s. í prentlun og bókaútgáfú. I fyrirlestri Einars Sigur- bjömssonar kom fram að Guð- brandur var mikill uppeldis- frömuður, sem lagði mikla áherslu á að innræta kenninguna útfrá kenningum Lúthers, en Einar fjallaði um samfelluna í íslenskum trúararfi. Ekki var mannmargt á Hól- um á þessari dagskrá og var t.d. presta héraðsins saknað á mjög velheppnaði kvöldvöku á laug- ardagskvöld. Þar leiklásu m.a. Þorsteinn Gunnarsson og Val- gerður Dan úr Vísnabókinni og Þórarinn Hjartarsson kvað rím- ur úr henni. Að morgni sunnudags var messa í Hóladómkirkju. Prestur var séra Dalla Þórðardóttir pró- fastur, sálmar voru fluttir úr Vísnabókinni og Jóhann Már Jóhannsson söng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Þorsteinn Gunnarsson og Valgerður Dan leiklásu úr Vísnabók Guðbrandar. Athugið!! Viltu léttast hratt og örugglega en borða ennþá uppáhaldsmatinn þinn? Misstu 1 kg. á viku! Frí sýnishorn! Hringdu núna í síma 552 4513- Eða skoðaðu www.heildverslun.is Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þtirhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað rneð vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.