Feykir


Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 4
4FEYKIR 41/2000 Gangnamennirnir vildu flytja stemminguna af heiðinni til fólksins í byggðinni Hún var fjölbreytt og skemmtileg samkoman sem haldin var í Húna- veri sl. laugardagskvöld þegar Karlakór BóLstaöahlíöarhrepps fagn- aði 75 ára afmæli. Þar voru gaman- mál og skemmtiatriði í öndvegi á- samt fróðleik frá árdögum og fyrri tímum kórsins, einnig söngur og dans, og veglegar kafliveitingar, en konur kórmanna stóðu í stórbakstri fyrir þessa hátíð eins og jafnan þegar eitthvað stendur til hjá kórnum. En þær munu m.a. hafa gefið út mat- reiðslubók fyrir síðustu jól og stofnað hefur verið félagið 3KB, sem stendur fyrir Kvennaklúbbur Karlakórs Bólstaðahhðarhrepps. Það má segja að Sigurjón Guð- mundsson frá Fossum, annar bassi af bestu gerð eins og Baldur Daníelsson veislustjóri kynnti hann, hafi verið aðal- ræðumaður kvöldsins. Fór Sigurjón í stuttu máli yfir sögu kórsins, allt frá því að ómur söngs frumherjanna barst frá gangnaskálanum við Ströngukvísl á Eyvindarstaðaheiði fyrsta gangnakvöld- ið 1924, en þá er talið að drög hafi ver- ið lögð að stofnun kórsins, en það voru einmitt gagnamennimir á Ey vindarstað- arheiðinni sem fóru að syngja raddað og vildu færa stemmninguna af heiðinni til fólksins niðri í byggðinni. Sigurjón sagði að bændur hefðu þurft talsvert á sig að leggja til að stunda æfingar en ekki séð eftir þeim tíma, enda kórstarf- ið ómetanlegur félagsskapur. Það hefði breytt miklu með að komast á æfingar þegarnokkrirWillisjepparkomu í sveit- ina upp úr seinna stríðinu. Ungir menn ganga í kórinn En hvað er það sem dregur menn á söngæfingar? Sigurjón sagði að við því væri ekkert einhlýtt svar, en menn væm alltaf að reyna að ná hinum þétta og hreina hljóm. Hann sagðist aldrei gleyma því þegar hann stóð ungur drengur á hlaðinu í Bólstaðahlíð og hlýddi á Karlakórinn Geysi syngja und- ir stjóm Ingimundar Amasonar. Þá hefði hann ákveðið það að syngja í karlakór þegar hann yrði stærri. Sigurjón nefndi stjórnendur kórsins um tíðina og sagði þar bera hæst starf Jóns Tryggvasonar frá Artúnum sem stjómaði kómum í 40 ár. Hann fagnaði einnig þeirri nýliðun sem orðið hefði í kómum, það er að segja því að margir ungir menn hefðu gengið til liðs við kórinn á síðustu ámm og að kórinn væri því sennilega ennþá það félagslega afl sem stæðist önnur áreiti í þjóðfélaginu. Ennfremur fengu eiginkonur kórmanna hól frá Sigurjóni á Fossum og sagði hann fulla ástæðu til að minnast á þeirra framlag, þeirra starfa væm oft að litlu getið sem unnin væm í kyrrþey. Það var reyndar Benedikt Blöndal formaður kórsins sem reið á vaðið og fjallaði á gamansaman hátt um kórstarf- ið, en gat þess jafnframt að Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps, sem í fyrstu var einungis tvöfaldur kvartett, sé nú annar elsti karlakór landsins, aðeins Þrestimir í Hafnarfirði séu eldri. Benedikt sagði að sönggleðin hlyti að geisla af kór- mönnum, a.m.k. væri hún næg innra með þeim, og haft hafi verið á orði að söngurinn væri kraftmikill eins og læk- ur í vorleysingum, „og hvers eiga þá fjallatenórar að gjalda”. Benedikt minntist á söngferð kórsins, þeirrar fyrstu útfyrir landsteinana, sem farin var síðasta vor, en þá gerði kórinn víðreisn og stóð sig allvel að sögn þeirra sem fóm, og sungu þeir Finnana í kaf og dmkku þá svo undir borðið. Þetta sagði Benedikt vera árangur strangra æfinga í klósettsöng, sem kórfélagar em frægir fyrir víða. Þetta hafi að minnsta kosti ekki komið eiginkonum þeirra á óvart, sem segja karlana dvelja langdvölum á klósettum í stað þess að dansa við þær. Gamanvísur og gjafír Sigurjón Guðmundsson á Fossum flutti aðalræðu kvöldsins. Sveinn Ámason stjómandi kórsins ásamt sínu fólki. „Hvers eiga þá fjallatenórar að gjalda“, sagði formaðurinn sem situr við hljóðfærið. Guðmundur Valtýsson á Eiríksstöð- um greip niður í árskýrslum og reikn- ingum kórsins og minntist tímabila þar sem starf kórsins var afar ftísklegt, eins og t.d. veturinn 1946 þegar kórinn söng á Sæluvikunni á Sauðárkróki í mars- mánuði, tveimur dögum seinna á Reykjum í Hrútafirði, og í sömu vik- unni á Blöndósi. Þetta sumar í júlímán- uði söng kórinn einnig á 50 ára afmæl- ishátíð Kaupfélags Húnvetninga. Magnús Sigurðsson bóndi á Hnjúki skemmti með gamanvísnasöng og fékk dúndrandi undirtektir, en inn á milli at- riða vom lesin skeyti sem kómum hafði borist fjölmörg og einnig afhentar gjaf- ir, en m.a. bámst kómum veglegar pen- ingagjafir frá Guðmundi Tryggvasyni fyrrum bónda í Finnstungu, sem lengi var kórfélagi, og Svanhildi dóttur hans, og frá sveitarsjóði Bólstaðahlíðarhrepps sem Erla Hafsteinsdóttir oddviti afhenti. Þá var komið að söng kórsins, en hann söng nokkur lög í lok skemmti- dagskrárinnar. Fékk söngurinn góðar undirtektir og á sjálfsagt eftir að verða ennþá betri er líður á veturinn. Meðal annars var beðið um endurflutning á „Álftimar kvaka” þar sem Svavar Jó- hannsson söng einsöng og á tví- söngslagi þar sem þeir Halldór Marías- son og Þorleifur Ingvarsson sungu dúett. „Konnarinn“ í kórnum, Svavar Jóhannsson, syngur einsöng í „Álftirnar kvaka“.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.