Feykir


Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 8
29. nóvember 2000,41. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill TTF sdfc KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki íslands _ í forystu til framtfðar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Hún var glæsileg afmælistertan og bakkelsið sem boðið var upp á í afmæli Karlakórs Bólstaðahlíðarhrepps sl. laugardagskvöld. Konumar í 3KB gerðu sér lítið fyrir og skreyttu með nótunum í byrjun lagsins „Eg skal vaka“. Meira af þessari skemmtun á síðu 4. í blaðinu. Sveítarfélög í Norðurlandi vestra Koma vel út úr verðkönnun Ráðning í forstjórastöðu Bvggðstofnunar Einn stjórnarmanna lýsir sig vanhæfan Orri Hlöðversson einn stjóm- armanna í Byggðastofnun hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um umsóknimar 14 sem bámst í stöðu forstjóra stofnunarinnar, vegna skyldleika við einn um- sækjenda, en Róbert Hlöðvers- son framkvæmdastjóri sem sæk- ist eftir forstjórastöðunni er bróðir Orra. Orri kveðst strax hafa til- kynnt þetta Guðmundi Malmquist núverandi forstjóra Byggðastofnunar og yrði vara- maður sinn kallaður inn á næsta stjómarfund Byggðastofnunai' sem verður haldinn um miðja næstu viku. Þar verður farið yfir umsóknimar um forstjórastöð- una og væntanlega byrja ferli þar sem rætt verður við umsækj- endur. Orri kvaðst búast við því að menn stefni að því að ljúka ráðningu fyrir hátíðar, en vildi eðli málsins samkvæmt ekki tjá sig ffekar. Ekki náðist í Kristinn H. Gunnarsson stjómarformann Byggðastofnunar þar sem hann var staddur í útlöndum. Vara- maður Orra Hlöðverssonar í stjóm Byggðastofnunar er Olaf- ía Ingólfsdóttir verslunarmaður á Selfossi, varamaður Guðna Agústssonar á þingi. Samdráttur í sauðfjárbúskap í Skagafirði á gjaldskrám leikskóla Þriðjungur bænda á Skaga hættu í haust Sveitarfélög á Norðurlandi vestra koma nokkuð vel út úr könnun sem gerð var á gjald- skrám leikskóla, en könnunin var framkvæmd af skrifstofu Neytendasamtakanna á Akur- eyri. Send vom bréf til 49 sveit- arfélaga þar sem spurt var um al- mennt grunngjald dagvistunar og grunngjald fyrir forgangs- Hafnarfjörður með 52.025, Ak- ureyri með 54.260, Seyðisfjörð- ur 54.285, Sveitarfélagið Skaga- fjörður 54.590, Blönduós 54.731, Reykjavík 56.800, Siglufjörður 57.252, Borgar- byggð 57.288, Húsavík 57.400, Kópavogur 58.575, Húnaþing vestra 60.700, Seltjarnames 60.515, Dalvík 61.288 og Stykk- ishólmur 64.009, svo einhverjir staðir séu nefndir. Ekki var spurt um hlutfall leikskólakennara í starfliði leik- skólans og ekki athugað hvernig húsnæði eða aðbúnaður skól- anna er. Ekki var lagt mat á gæði fæðisins, en í einstaka leikskól- um er ekki boðið upp á heitan hádegisverð heldur „létta máltíð”. Alls seldu Skagftrskir bændur ríkissjóði 2786 ærgildi í sauðfé nú í haust.Þetta vom um 9% af greiðslumarki héraðsins, alls seldu 25 aðilar. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsambandi Skagfirð- inga em nú 26.915 ærgildi í sauðfé eftir í héraðinu. Skipting þeirra er þannig að 23.673 em þar sem eingöngu er sauðfé. Handhafar þess em 135 þannig að ekki er nema 175 ærgildi að meðaltali á þessum búum. Þess ber þó að geta að á nokkmm býlum er „mjög lítið greiðslumark” enda hefur fólk þar aðaltekjumar af öðm en búskap. A 42 blönd- uðum búum er greiðslumarkið alls 3.242 ærgildi, þar er meðaltalið 77 ærgildi í fé. Segja má að mest undanhald í fjárbúskap í einstökum sveitum í haust hafi orðið á Skaganum þar hættu þrír bændur af níu sauðfjárbúskap. ÖÞ. hópa á fjögurra til níu tíma vist- un, um systkinaafslátt og gjald fyrir hádegisverð, morgun- og síðdegishressingu. Svör bámst ffáfjömtíu og níu sveitarfélögum. Summan úr könnuninni seg- ir hvemig sveitarfélögin komu að maðaltali út úr könnuninni. Hæstu gjöldin em hjá Reykja- nesbæ, Stykkishólmi, Dala- byggð og Ólafsfirði en þau lægstu hjá Bolungarvík, Fjarðar- byggð, Hafnarfjarðarbæ og Snæfellsbæ. Til glöggvunar var Reykja- nesbær með 64.590 og Bolung- arvík með 50.245. Þama á milli voru t.d. Fjarðarbyggð 51.227, Rjúpnaveiði með lélegra móti „Það var mikil aðsókn héma fýrstu helgina á rjúpnaveiðitímanum en þá vom 26 skyttur í Gafl- inum, en veiðin hefur verið treg og smámsaman hefur dregið úr aðsókninni. Það var líklega einna besta veiðin aðra helgina á veiðitímanum, þá fóm fjórir héðan og höfðu 36 í Gaflinum”, segir Jón- ína Sigurðardóttir ferðaþjónustubóndi á Kolugili í Húnaþingi vestra. Jónína segir að sem dæmi um lélega veiði þá hafi rjúpnaskyttur farið í Gaflinn um síðustu helgi og séð eina rjúpu. en þetta er eitt helsta veiði- svæðið í Húnaþingi vestra. „Þetta er allt og sumt og kannski von að fólk sé ekki að koma langar leiðir þegar veiðin er ekki meiri”, segir Jónína en flest fólkið sem gistir á Kolugili til að veiða ijúpu kemur af höfuðborgasvæðinu. Sem kunnugt er var í fyrsta skipti í fyrrahaust gefið út leyfi hjá sveitarstjóm Húnaþings vestra fyrir því að ferðaþjónustuaðilar mættu selja rjúpnaveiðileyfi í afrétti sveitarfélagsins. Jónína á Kolugili segir að aðsóknin núna í ár sé heldur minni en verið hefur. Svipaða sögu er að segja af rjúpnaveiðinni í Húnaþingi og Skagftrði. Mönn- um ber saman um að óvenjulítið sé af rjúpu. tt ...bílar, tryggmgai’, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNJABS OTÐHROðTU 1 SÍMI 4B3 B9B0

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.