Feykir


Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 5
41/2000 FEYKIR 5 Þjóðmálin stundum krufin til mergjar Góðar gjafir til dagvistunar aldraðra „Við höfum um tíðina þau 11 ár sem við höfum starfað einkum horít til þessarar stofn- unar þegar við höfum verið af- lögufærar. Heilbrigðisstofnanir á hverjum stað koma okkur öll- um við á einn eða annan hátt allt okkar líf. Hér er annast um bömin okkar, hingað leitum við í veikindum og hér dvelja margir á efri ámm sínum. Ég lít svo á að tilkoma dagvistar fyrir eldri borgara hafi verið mikil framför í heilbrigðiskerfi okkar og ég vona að aukning verði á heimildum frá stjómvöldum til fjölgunar á plássum. Ég veit að hér líður fólki vel, það fær um- önnun og félagsskap hluta úr degi sem léttir því lífið og gerir því kleift að búa á heimilum sínum svo lengi sem kostur er”, sagði Ingibjörg Hafstað for- maður Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar þegar klúbburinn afhenti myndarlega peningagjöf til dagvistunar aldraðra á Sauð- árkróki í síðustu viku. Við sama tækifæri afhenti Kvenfélag Seyluhrepps einnig veglega peningaupphæð til dagvisunarinnar og á gjafabréfi iylgdu óskir um að dagvistunin eigi eftir að veita öldmðum sem ánægjulegustu dægradvöl á komandi ámm. Dagvistun aldraðra var opn- uð 18. nóvember 1998, sem stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta verið áfram heima. Dagvistunin er opin öllum íbú- um Skagafjarðar 67 ára og eldri sem þurfa á dagvistunarþjón- ustu að halda. Boðið er upp á ýmsa afþreyingu á hverjum degi. Föndurstofan er opin þrjá daga í viku, spilað er á spil eða farið í bingó einn dag í viku, sýnt myndband og boðið upp á létta leikfimi. Lesið úr blöðum og bókum. „Það eru ekki síst gjafir frá hinum ýmsu félagasamtökum sem hjálpa svona litlum eining- um að geta starfað sem best. Við hér höfum lagt á ráðin með að nota hluta gjafanna til kaupa á útvarpstæki í borðstofuna, því ekki þykir gott að missa af ffétt- um þegar komið er á vissan ald- ur. Heyrst hefur að það sé talin vísbending um að einstaklingur sé orðinn aldraður þegar ekki má missa af einum einasta fréttatíma. Miklar umræður verða oft hér um málefni líðandi stundar og eru þá þjóðmálin stundum krufin til mergjar. Góð sam- vinna er á milli Heilbrigðsstofn- unarinnar og dagvistunarinnar, s.s. um þætti eins og heima- hjúkrun. Dagvistunin hefur fastan tíma í endurhæfingunni tvo daga í viku, einn og hálfan tíma í senn. Þá er farið í tækja- salinn, hjólað, gengið á göngu- bretti og gerðar æfingar. Gott er að nota tímann sem dvalið er hér ef þjónustuþegi þarf t.d. að fara til sjúkraþjálfara, læknis eða í rannsóknir. Vonandi geta sem flestir fundið hér eitthvað Ingibjörg Hafstað formaður Soroptimistaklúbbsins, Elísabet Pálmadóttir forstöðumaður dagvistunarinnar og Ásdís Sigurjónsdóttir formaður Kvenfélags Seyluhrepps. Auglýsing í Feyki ber árangur Gefendur, starfsfólk og þjónustuþegar á dagvist aldraðra á Sauðárkróki. við sitt hæfi”, segir Elísabet Pálmadóttir forstöðumaður dagvistarinnar. Þjónustuþegum stendur til boða akstur til og frá heimili innan bæjarins, og kostar ferðin fram og til baka 200 krónur. Boðið er upp á hádegismat og kaffi. Verð á hádegismat er kr. 450 og miðdagskaffi er á 120 krónur. Þannig að heill dagur með akstri er á 770 krónur. Einnig er hægt að vera á dag- vistinni hálfa daga, fara heim um hádegi eða koma um hádegi og er gjaldtaka þá samkvæmt því. fyrstir með carving Sala hefst föstud. 8. des. Gubmundur Gunnlaugsson, verslunarstjóri og skíöaþjálfari mœlir með HEAD skíbabúnabi og leiöbeinir fólki viö val á réttum búnaöi í Skagfirdingabúð 8. des.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.