Feykir


Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 3
44/2000 FI YKIR 3 Gíeðilegjól ogfarsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að Uða (5) BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS HF Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð TRAUSTUR BANKI Að reikna rétt Bjöm Egilsson frá Sveinsstöð- um var oddviti Lýtingsstaða- hrepps í 12 ár, eða frá 1954 til 1966. Vann hann þau störf af vandvirkni, en gerði sjálfur ein- hverju sinni grín að því að hann væri ekki góður í reikningi. Sagð- ist hann eitt sinn hafa sent Haraldi á Völlum hreppsreikning til end- urskoðunar og þegar Haraldur sendi reikninginn til baka leiðrétt- ann, fylgdi sú orðsending, að í Seyluhreppi hefði verið í gildi sú regla, að tvisvar fjórir væm átta. Vonandi fær sú regla að gilda á- fram í hinu nýja sveitarfélagi, enda virðist ástæðulaust að hrófla við henni. I síðasta tölublaði Feykis reiknuðu þó fulltrúar S-lista það út, að meirihlutafulltrúar í sveitar- stjóm Skagafjarðar ætluðu að taka 20.5 milljónir úr sveitarsjóði og leggja til reiðhallar á Sauðár- króki. Þar er um misskilning að ræða sem mig langar til að leið- rétta í örfáum orðum. Reiknuð gjöld á reiðhöllina em tæpar 13 milljónir kr. og munar þar aðal- lega um gatnagerðargjöld sem reiknuð em útfrá stærð hússins á rúmar 11 milljónir. Deila má sjálf- sagt um það hversu raunhæf sú tala er, ekki síst ef litið er á þetta hús að hluta til sem íþrótta-og kennsluhúsnæði. Varþví ákveðið að færa útreiknuð gatnagerðar- gjöld og hluta af tengigjöldum sem hlutafé, en að reiðhöllin greiði tæpa milljón í tengigjöld. Samkvæmt lögum og reglu- gerðum ber sveitarfélaginu í þessu tilviki að sjá um gerð bif- reiðastæða. Akveðið var að semja við Flugu h.f. um að gera þessi bílastæði fyrir 75% af kostnaðar- áætlun eða kr. 2.5 milljónir. Einnig var ákveðið að greiða fyr- ir afnot af húsinu næstu fjögur árin þ.e. 1.5 milljón á ári. Er þá aðallega verið að hugsa um margs konar æskulýðs-og íþróttastarf í höllinni. Reiðhöllin tengist þeirri upp- byggu sem nú er unnið að í hesta- mennsku hér í Skagafirði og von- andi tekst vel til. Fjárhagstaða sveitarfélagsins er vissulega þröng, en aðkoma þess að bygg- ingu reiðhallar eins og hér hefúr verið lýst getur vart flokkast und- ir óráðsíu. Eg óska Skagfirðingum öllum gleðilegra jóla og megi nýja árið verða okkur farsælt og gott. Gísli Gunnarsson. Jafnvel aukning í verslun „Þetta hefur verið með betra móti og ég gæti trúað að það væri aukning frá því sem verið hef- ur ef eitthvað er. Það var mjög líflegt hjá okkur um helgina”, segir Árni Kristinsson verslunar- stjóri í Skagfirðingabúð, en svo er að sjá sem fólk hafi almennt verslað heima fyrir þessi jól, þrátt fyrir nýja stórmarkaði og aukna samkeppni á Eyjafjarðarsvæðinu, sem margir vom búnir að spá að mundi taka fólk til sín úr nágrenninu. Ámi í Skagfirðingabúð segir að verslunin í nóvember hafi líka verið mjög lífleg og gott hljóð er einnig í öðmm kaupmönnum á Sauðárkróki, sem og á Blönduósi, sem segja góða jólaverslun. Eins og jafnan síðustu helgina fyrir jól var boðið upp á skemmtiatriði í Skagfirðingabúð. Á föstudag söng kór eldri borgara og ungir tónlist- armenn skemmtu. Á laugardag vom Heimis- menn síðan á ferðinni og yngra söngfólkið lét einnig að sér kveða. Fólk kunni greinlega að meta þessa skemmtun og fjölmenni var sérstak- lega á laugardeginum, en það var ekki einungis um miðjan daginn meðan söngfólkið var að skemmta sem nánast örtröð var í í versluninni, svo var einnig um hádegisbilið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.