Feykir


Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 15

Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 15
44/2000 FEYKIR 15 «g£Í 7~rr r ^ /XA a v* / — t V ^ - f Einar Friðþjófsson frá Vestmannaeyjum, Teitur Stefánsson frá Akranesi, og sögumaður, Sölvi Sveinsson, skála við upphaf þorrablóts 5 C í Alþýðuhúsinu gamla á Akureyri veturinn 1968-’69. nýbúnir að fá gillett-rakvél. Allir í nælonskyrtu með lakknsbindi og kuld- inn að drepa mann. Vaskir piltar með uppbrettar ermar l,éku alls konar poppmúsík á frum- stæðan plötuspilara á laugardagskvöldi undir daufum augnaljósum Eyþórs í kennslustofunni þar sem hann endra- nær las okkur fyrir tónfræði sína. Segja mætti mér samt að hann hafi með sín- um hætti séð og heyrt ýmislegt, og ég man að oft brá fyrir forvitnissvip á and- liti hans og mildu brosi á vörum. Ég held honum hafi ekki leiðzt, enda þurfti engar áhyggjur að hafa af aga og ósóma. Auk þess hafði hann oft Inga Helga sér til halds og trausts. Loftljós í stofunni voru vafin rauð- um og bláum kreppappír, sem svo var kallaður, og settleg spor Rigmor Han- son og stúlknanna hans Heiðars rím- uðu engan veginn við Liverpool-takt- inn. Síðasta lag kvöldsins leið yfir gólf- ið, Mick Jagger að raula You better move on. En þá sat ég sem fastast í staðri, vanmagna þrá og þorði ekki, þorði ekki! Gekk síðan sárreiður og vonsvikinn heim undir björtu tungli í norðankælu, læddist upp stigann heima og lá andvaka langt fram eftir nóttu, þjakaður af ósigri þess sem brast kjark til að standa á fætur þiegar mest á reið. Lamandi sársauki í hverri taug, svo að svefninn lætur á sér standa. Alls staðar búið að slökkva þegar ég leit síðast út um gluggann, aðeins tunglið á eilífu flippi þarefra. Bjössi Narfa hætt- ur að lesa Basil og ég einn, aleinn í myrkrinu hljóða. Drengir eru svo ein- mana þegar þeir hafa brugðist svo gjör- samlega. You bettur move on... Aldrei em menn eins vonsviknir og eftir sigur sem þeir vanræktu að vinna. I svörtum sparisokkum einum fata eru karlar fjarska aumkunarverðir. Þeir eru jafnvel berari en naktir ef svo má segja; svörtu sokkamir eyðileggja nefnilega öll hlutföll í hvítum kroppi. Atvikin hafa svo valdið því að heyri ég á almannafæri lög með Hollies er ég því sem næst nakinn og þó í svörtum sokkum. Þessi tilfinning er svo álitin að ég lít stundum í kringum mig til þess að gá hvort nokkur veiti athygli ber- læmðum manni á fömum vegi. Upphafþessaer veturinn 1968-70. Þá vom ungir menn og alvitrir við nám í Menntaskólanum á Akureyri, og víst var það gaman þótt í þessum pistli sé einungis staðnæmst við föstudags- kvöld. Við vomm þá í slagtogi Teitur Stefánsson frá Akranesi, Einar Frið- þjófsson og Kristján Sigurgeirson frá Vestmannaeyjum og Helgi Jensson frá Reykhólum á Barðaströnd. Auk þess slæddust ýmsir í kompaníið, mnnu svo sem á lyktina. Við vomm í fæði hjá Ei- ríki og Önnu í Möðmvallastræti 9, og þar var sopið kálið á föstudagskvöld- um áður en það komst í ausuna. Þau vom sæmdarhjón og dekmðu við okk- ur skólasveina og hana Þóm litlu frá Raufarhöfn, eina kvenna í þessum prúða hópi. Eiríkur setti niður slátur að vori og fékk jafnan góða uppskem, eins og það hét hjá okkur. Anna hló að flestu sem okkur hraut að vömm, og allt sem Teiti datt í hug að segja eða gera gekk að hennar mati næst himneskri opinbemn. „Hann Teitur minn,” sagði hún og andlitið ljómaði; Teitur leigði hjá þeim norðvesturher- bergið uppi. Einar og Stjáni bjuggu hjá Rögnu Kemp í Helgamagrastræti og þar feng- um við okkur sjúss á föstudagssíðdegi fyrir matinn, hálfgerðir snáðar og stækkuðum ört og höfðum hátt á leið- inni heim til Eiríks og Önnu. Þar ríkti kurteisleg háreisti yfir borðum; Krist- ján Sigurbjamarson sveitarblómi úr Köldukinn sat við borðenda móti Eiríki og gat hugsazt að glitraði á séniver í glasi. Við kvöddum eftir matinn með kæm þakklæti, skildum eftir skudda í glasi hjá Önnu, svo lá leiðin aftur upp í Helgamagrastræti. Teitur þegar uppá- klæddur, ég kom við í kjallaraherberg- inu mínu á Hamarsstíg og fór í spari- fötin, síðan var haldið heim til Einars og Stjána. Og þá var komið að kjama málsins. Ungir drengir, fordekraðir að heiman. Þegar við höfðum setið um stund með gull í glasi og þvargað um allt milli himins og jarðar og fundið lausn á ó- teljandi vandamálum stendur Einar skyndilega á fætur og segir að festu: „Nú ætla ég að pressa.” Við drífum okkur allir úr buxunum sem Einar tek- ur við og fer fram að pressa, við hinir sitjum sem fastast í skyrtu með bindi, í vesti og allir í svörtum sokkum og berlæraðir - og yfir öllu hljóma einkum lögin með Hollies, endmm og eins aðr- ar hljómsveitir og stökum sinnum Tom Jones, sá leiðindaskarfur. ^íú vildi ég gefa mikið til að eiga mynd af þessum spóaleggjapeyjum í svörtu sokkunum með hvítt um hálsinn og í jakka og vesti meðan Einar press- aði buxumar. En á meðan og í bland mnnu ofan í okkur æði göróttir drykk- ir, svo að pressunin fór fyrir lítið á leið- inni í Sjallann, einkum á Bjarkarstíg þar sem við mnnum nærri stjómlaust á svellbunkanum fram hjá húsi skáldsins og óvíst um sinn hvar förin endaði. En við höfnuðum þó um síðir í Sjallanum, allir á sléttbotna nælonsóluðum skóm sem komu sér vel í dansinum. Stundum var þunnskipað í fimmta og sjötta C í norðursal MA á laugar- dagsmorgnum [ressa vetur og brást ekki að Steindór skólameistari kom í annan tíma í rauðum silkislopp og skammaði skólasveina sem mættir vom fyrir þá sem lúrðu heima, þreytt- ir eftir erfið ferðalög á föstudegi; Stein- dór gekk jafnan í þykkbotna trékloss- um og gerði góð boð undan á sér á hrað- ferð um ganga í gömlu timburhúsi. Nýju lögin hafa ekki sömu áhrif og þau gömlu af því að nú er ég eldri. Ég raula þau samt oft, en ég tengi þau ekki viðburðum í lífi mínu. Það veld- ur því að nýju lögin verða bara músík, ekki uppspretta lifandi minninga. Böm eru svo einlæg og hugurinn svo ungur og næmur að merkingarlausir atburðir bindast tónum og setjast um kyrrt og tengjast margvíslegri skynjun - og vakna svo löngu síðar alveg röksemda- laust í dúr og moll. Ég verð að játa að nýju lögin hans Geirmundar vekja hjá mér gamlar kenndir, því að hann hefur verið staðfastur punktur í tilverunni síðan ég var drengur í sveit á Bessa- stöðum í Sæmundarhlíð. Þá var hann að spila með Jóni frænda mínum nú bónda á Fosshóli, og Gunnlaugi bróð- ur sínum. Það var Fergusontríóið og ég hef líklega heyrt í þeim á réttarballi í Melsgili ef hægt er að heyra nokkum skapaðan hlut í svo miklum þrengslum og hita. Geiri er enn að og breytist ekk- ert þótt árin setjist á herðar hans. Ég yngist um mörg ár í hvert skipti sem ég heyri í honum Geirmundi. Ég laumast stundum til að spila nýju lögin hans og braggast ævinlega. Og ekki veitir af. Líklega er ég að verða gamall og fúinn og hættur að geta munað nokkuð nema ég skrifi það á blað. Ekki veit ég hver túk þessa mynd af okkur Pétri Valdimarssyni í einkennisbúningi ungra drengja á sjötta áratugnum: stuttbuxum og brúnum sokkum sem haldið var uppi með sokkaböndum. Pétur er ekki búinn að fara í sumarklippinguna, en Valdi rakari hefur augsýnilega haft skæri og hendur í hári mínu; Oskalög sjúklinga víðsfjarri þessa stundina.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.