Feykir


Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 18

Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 18
18 FEYKIR 44/2000 Undir bláhimni - bók með skagfírsku úrvali ljóða Frá Bókaútgáfunni Hólum kemur út fyrir þessi jól, bókin Undir bláhimni - skagfirsk útvals ljóð og vísur, Bjami Stefán Konráðsson frá Frostastöðum safnaði og bjó til prentunar. Hér á eftir birtast glefsur úr bókinni. Axel Þorsteinsson bóndi í Litlu - Brekku á Höfðaströnd yrkir til bamsku- heimilis síns, Að Vatni. Stundum hvarflar hugur minn heim með sunnan blænum. Þar sem litli lækurinn líður framhjá bænum. Hugurinn sækir minjamergð myndir ljúfar vaka. Lúinn eftir langa ferð lít ég oft til baka. Man ég yndi, man ég sól, man ég björtu vorin. Löngu máð um laut og hól liggja bemskusporin. Birgir Hartmannsson frá Þrasastöð- um hugsar líka heim til bemskuslóð- anna. Þó vér hljóðir yrkjum óð elskum fljóð og drekkum, munasjóður geymir glóð frá gömlum slóðum þekkum. Ei fegri sveit en íyrst ég leit finn þó leiti víða. Sælli reiti varla veit: velli, leiti, hlíðar. Vorið fríða vermir tíð, velgir hlíðar sunna. Litum skrýðir blómin blíð, björk og víðirunna. Birtist glóð frá bemskuslóð, bjartur, hljóður dagur. Sólarflóði söng þar óð sumargróður fagur. Bjami Halldórsson á Uppsölum orti líka óð til sinnar sveitar, Hlíðin. Vakti sól um víðar lendur, vermdi fjörðinn, dali og strendur, hrjósturtin og hreiðurmó. Heillavættir vörðinn stóðu, varmur blær, í hlýrri móðu, bærði laufgan birkiskóg. Hingað Ieiðir landnemanna lágu fagran reit að kanna, óðalsbyggð um ævitíð. Fluttu með sér gæfu og gengi, góðar erfðir veita lengi blessun yfir Blönduhlíð. Menn og konur stóðu að störfum, studdu hvort í annars þörfum, reistu saman byggð og bú. Elda kynntu, aldir mnnu, örlög sína þræði spunnu, heiðin mögn og heilög trú. Vörvísur eftir Egil Helgason frá Tungu. Heyri ég boða- og fossaföll er fljót sér troða vegi. Sólarroðin sé ég fjöll og sigla gnoð á legi. Við sjónarhringinn sólin rjóð sindur springa, rauð sem blóð. Lands um binginn logar glóð, lóan syngur dýrðaróð. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi yrkir um skagfirskan vetur og vor. Frostið greipum heljar herðir hart að lífi og sál. Allir vel og illa gerðir hér eiga saman mál. Enginn má hér undan renna, allir verða að frjósa, brenna. Lífsins braut er bísna hál. Þegar frostið fer að dvína fæðist gróður nýr. Þá mun sól á sumri skína, sorgin burtu flýr. Þá mun vaxa blóm á bala, bömin smá við lömbin hjala. í leikjum þeirra lífið býr. Skagfirsk nótt er þannig í huga Jóa frá Stapa. Er sólin að hafdjúpi sígur og sendir upp kvöldroðans glóð, en andvarinn fagnandi flýgur og flytur oss töfrandi ljóð. Draummyndir bjartar og blíðar bærast í huganum rótt, er sveitimar signir og hlíðar hin seiðandi skagfirska nótt. Töfrandi síðdegið seiðir sálir í kærleikans reit. Otta úr hugskoti eyðir sú ást sem er falslaus og heit. Dvínandi dagsbirtan tekur að draga upp himintjöld rótt. Munljúfar minningar vekur hin magnþmngna skagfirska nótt. Vallerý orðið að náttúrulist í Hafnarstræti 83 (inn- an við göngugötuna) á Akureyri er lítil verslun og handverkstofa sem heitir Náttúmlist. Þar ræður ríkjum Valbjörg Fjólmundsdóttir, sem einu sinni var með gallerí á Hofsósi, Vallerý. I Náttúmlist, er eins og nafnið bendir til, ýmis- legt úr náttúmnni. Má þar nefna skreytingar úr þara og ýmsu öðm ó- hefðbundnu skreytingar- efni, grímur, veski, poka- lengjur og englar úr leðri, kertastjaka úr steypu og hrauni (t.d. ísland) álrósir og margt fleira. Nú fyrir jólin hefur Vallý búið til dyra- og aðventukransa úr lituðum könglum, hnetum og skeljum og handmálaðar gipsmyndir á jólatréð eða kransinn. Vallý leggur áherslu á að nýta sem mest úr nátt- úmnni og búa til sjálf, í stað þess að kaupa inn- flutt efni. Ekki veitir af eftir nýjustu fréttir af við- skiptahallanum! Skreyt- ingar í Náttúulist em því ýmist límdar á rekavið, eða kransa úr njóla og öðmm jurtastönglum sem hægt er að móta og vefja. Svo er líka svo fá- dæma fallegt gras í Kjamaskógi sem tilvalið er að nota í hjörtu og kransa. Vallý hefur haft þessa framleiðslu að fullu starfi síðan í ágúst- byrjun og því margt nýtt á boðstólum. Þó hún hafi enga syngjandi fiska þá finnast þar gjafakort úr handunnum pappír með flugum úr gegnsæju þorskroði og þurrkuðum sólberjum. í Náttúmlist er opið í desember frá mánudegi til laugardags kl. 10 til 18 og lengur á laugardögum þegar nálgast jól. Þá verður jafnvel opið á sunnudögum líka. Það er tilvalið að kíkja við í leiðinni, þegar lagt er í ókeypis bílastæði sunnan við ísbúðina og Bautann og gengið inn í miðbæ. (fréttatilkynning) Útkall upp á líf og dauða Út er komin bókin Útkall upp á líf og dauða eftir Óttar Sveins- son. í henni em tvær frásagnir af raunvemlegum atburðum sem gerðust hér á landi fyrr á árinu. Fyrr sagan greinir frá því er fimmtán manns vom klukku- stundum saman í bráðri lífshættu ofan á þaki rútu í Jökulsá á Fjöll- um í sumar. Fólkið, íslendingar og Austurríkismenn, lýsir því m.a. þegar það taldi líklegra að það myndu deyja en komast af. I bókinni segir bflstjórinn í fyrsta skipti opinberlega frá því þegar hann lagðist til sunds í Jöklu sem var í foráttuvexti. Hann barst langa vegalend með straumnum. Björgunarsveitarmenn og þyrlu- áhöfn lýsa sálarstríði og síðan stórkostlegum fögnuði. í bókinni er einnig einstæð frásögn fjölskyldu og björgunar- fólks af því þegar það leitaði í geðshræringu tveggja bama sem höfðu verið grafin á þriðju klukkustund undir snjóhengju í Biskupstungum. Frásögn bam- anna sjálfra, sem lýsa því hvem- ig þau horfðust í augu við dauð- ann, lætur engan ósnortinn. Útgefandi: íslenska bókaút- gáfan ehf. Tindastólsmenn á toppnum ásamt Keflvíkingum í körfunni Tindastólsmenn hafa staðið sig frábærlega vel að undanfömu í körfuboltanum og em nú þegar mótið er hálfnað á toppnum í deildinni ásamt Keflvíkingum með Smáauglýsingar Til sölu! Lyftingabekkur til sölu. Upplýsingar í síma 866 4954 eða 451 2568 (Maggi). Bændur - hestamenn! Tek hross í tamningu frá og með 10. janúar. Hafið samband við Andrés Magnússon í síma 453 6394 eða 862 6394. 18 stig. Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir og mfu sigurgöngu KR- inga vestur í bæ í síðustu viku, sigmðu 105:95, í leik þar sem KR-ingamir höfðu frumkvæðið lengst af en Stólamir neituðu að gefast upp og tryggðu sér sigurinn á lokakaflanum. Það vom tum- amir Mayers og Andropov sem vom bestu menn liðsins en leiðs- heildin var líka mjög góð. Fyrsti leikurTindastóls á nýju ári verður í Njarðvík 4. janúar, en Njarð- víkingar em tveimur stigum á eftir Tindastóli í deildinni. Fyrsti heimaleikurinn verður gegn Grindvíkingum 11. janúar. Frétt úr fótboltanum. Gísli Sigurðsson og Davíð Rúnarsson hafa gengið til liðs við Tindastól frá Neista. Gísli verður aðstoðar- þjálfari Sigurðar Halldórssonar og markmannsþjálfari. Fyrsti Feykir á nýju ári 10. janúar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.