Feykir


Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 3

Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 3
22/2001 FEYKIR 3 Velheppnuð ráð- stefna um komrækt — Fjölmennt var á ráðstefnunni um kornræktina. Ráðstefna sem haldin var um kornrækt á Sauðárkróki sl. föstudag endurspeglaði þá miklu grósku og áhuga sem er í þessari grein land- búnaðarins í dag. Þarna mættu rúmlega hundrað manns til að bera saman bækur sínar og hlusta á fróðlega fyrirlestra er tóku á öllum þáttum kornræk- tarinnar og í lokin voru umræður. Komræktin hefur verið í mikilli uppsveiflu síðasta ára- tuginn í landinu og í máli Jóna- tans Hennannssonar jarðrækt- arráðunauts hjá Rala kom fram að 8% fóðurs í Iandinu er íslenskt korn og telur hann ágætt markmið að hækka það hlutfall í 50%, enda séu góðar likur á þvi að sexfalda megi ræktunina á tiltölulega skömmum tíma. Tæplega helm- ingur kornræktar er á Suður- landi í dag en um þriðjungur á Norðurlandi. í máli manna á ráðstefnunni kom frarn það álit að korn- ræktin væri hagkvæm fyrir íslenskan landbúnað, sérstak- lega þegar það væri tekið með í dæmið að hún kostaði end- urrækt túna og með sáð- skiptunum batnaði bæði gras- uppskeran og fóðurgildið. Mönnum ber þó saman um að ekki sé auðvelt að reikna raun- verulegan kostnað og hag- kvæmni við komrækt. En kornræktin hefúr ekki alltaf verið dans á rósum, reyndar hefúr þurft mikla þolinmæði og þrautseigju til að sýna fram á að hún eigi rétt á sér hér á landi. Þetta kom berlega fram í máli Óskars Kristjánssonar bónda í Grænu- hlíð í Eyjafjarðarsveit er birtist orðrétt hér í blaðinu í dag. Annar kornræktarbóndi Har- aldur Benediktsson á Vestari - Reyni sunnan undir Akraijalli sagði að tvennt væri það einkum sem kornræktin hefði kennt sér. Það er önnur sýn á jarðræktina og nauðsyn þess að yrkja jörðina og hitt hve mikilvægur félagslegi þátturinn sé bændum, en hann er mjög sterkur hjá komræktarbændum enda samvinna og nýting véla nauðsynleg. Guðni Agústsson landbún- aðarráðherra heimsótti ráð- stefnuna. Vék hann lofsorði að dugnaði og framsækni kom- ræktarbænda og forustumanna um komrækt hér á landi. Þeim sem ffemst er þar í flokki, Jónatani Harmannssyni, líkti hann reyndar við sjálfan Júsú Krist þar sem hann stæði úti á kornökrunum og leiðbeindi lærisveinunum. Guðni sagði landkostina rnikla í þessu landi og reyndar með tilliti til þess væri með ólíkindum að það hefði hvílt á herðum einungis tveggja bænda i landinu á árunurn 1965-1980 að við- halda komræktinni hér á landi. Sjálfur væri hann sannfærður um að strax á tímum Njálu hefði kornrækt verið öflug á Rangárvöllum enda tiðum í sögunni bent á gula akra því til staðfestingar. Guðni vék einnig að þeim dugnaði sem forsvarsmenn einstakra búgreina í landinu sýndu, svo sem með ráðstefnu sem þessari þar sem áhugafólk kærni saman ræddi sín mál, kallaði til sérfræðinga og miðlaði til ljölmiðla því sem við væri að fást. Hér ríkti bjarsýni og sóknarhugur sem væri forsendan til franrfara, sagði Guðni. Það voru Korn- ræktarfélag Skagafjarðar, Land- samband kombænda, Búnaðar- samband Skagfirðinga og atvinnuþróunarfélagið Hringur sem stóðu að ráðstefnunni. Eiríkur Loftsson jarðræktarráðunautur Búnaðarsambands Skagfirðinga flytur fvrirlestur um ráðgjöf og nýtingu rann- sókna. ClickOn gjald- þrota Starfsemi fyrirtækisins ClicOn ísland á Sauðárkróki stöðvaðist nýlega er það var lýst gjaldþrota. Rekstrar- stöðvun hafði blasað við lengi og alvarlegasti skellurinn var í lok síðasta árs þegar aðal- markaðsaðili þess í Svíþjóð varð gjaldþrota. Þegar mest var starfaði hátt í 20 manns hjá ClicOn en undir lokin voru starfsmenn um fimm. Skiptastjóri hefúr verið skip- aður Stefán Ólafsson á Blönduósi. Aðalkröfúhafar eru Byggðastofnun og Sveit- arfélagið Skagaijörður sem var stærsti hluthafinft, með 30% eign. Svæðisútvarpið greindi frá því í gærkveldi að reiknað væri með að kröfúr í þrotabúið yrðu urn 50 millj- ónir króna. KS-bólUþ er með 5,70% vexti, b Ársávöxtun 10,04% SamvinnjuibólUn er með íausri b Samvinnubókin og KS-bó] Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt I; W

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.