Feykir


Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 5

Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 5
22/2001 FEYKIR 5 Skíðasvæðið í Tindastóli og ferðamaðurinn Nú eru tveir vetur síðan skíðadeild Ungmennafélagsins Tindastóls tók að sér að reisa og reka skíðalyftu í Tindastóli. Ég held að megi segja að vel hafi til tekist með svæðið það sem af er. Auðvitað er það svo að allt sem gert er orkar tvímælis og það á að sjálfsögðu einnig við um þetta verk. Þannig á það líka að vera. Menn eiga að hafa skoðanir á hlutunum og láta þær í ljós, svo að umræðan geti farið fi'am á heilbrigðan hátt. Sl. haust var reist skemma íyrir snjótroðarann og ýmislegt dót sem svona rekstri fylgir. Við hefðum hinsvegar ekki getað tekið á móti jafn stórum hópum og voru að koma til okkar í vetur nema af því að við höfðum þessa skemmu. Sl. vetur heimsóttu okkur á skíða- svæðið um 11.000 manns fyrir utan þá sem kornu til að spóka sig um í fjöllunum en það gætu verið svona á bilinu 2.000- 5.000 í viðbót gróft áætlað. Undirritaður var ráðinn starfsmaður í byijun desember og fram til 1. maí. Eftir þennan tíma er mér ljúft að líta yfir far- inn veg og staldra aðeins við, skoða hvað þarf að gera betur, velta fyrir sér hvaða fram- kvæmd verður næst. Það hefur varla liðið sá dagur að ég hafi ekki verið spurður hvenær lyft- an komi á toppinn. Það er gott til þess að vita að það eru fleiri en ég sem eru að hugsa um það og vonandi verður það sem allra fyrst. Það er alveg ljóst að við verðum að leita allra leiða til að laða til okkar fólk og reka þetta af myndarskap. Það verður að koma lyftu á toppinn innan fárra ára og einnig að byggja upp góðan skála svo fólk kom- ist til að fá sér í svanginn og geti slappað af á milli ferða. Það þarf að gera svæðið þannig að það sé sambærilegt við önn- ur skíðasvæði í Evrópu. En það er ekki nóg að setja upp gott skíðasvæði, það þarf einnig að hugsa um aðra afþreyingu. Ég vona að við Skagfirðing- ar berum gæfu til að stilla sam- an strengi þannig að við náum sem flestum hingað til okkar í þetta ffábæra hérað. En það gerum við ekki að neinu viti nema að vinna saman. Við meigum ekki falla í þá gryfju að halda að allir aðrir séu að gera það gott og séu að hafa eitthvað af okkur. Snúum bök- um saman. Ég vil óska hestamönnum og öllum Skagfirðingum til hamingju með sína ffábæru reiðhöll. Hún á vonandi eftir að reynast okkur vel og allur sá kraftur sem mér finnst vera í reiðmennskunni í dag. Hér eru menn með snjósleðaleigur, góða jeppa. Hér eru góðir mat- sölustaðir, sundlaugar og svona mætti lengi telja. En það er ekki nóg að hafa nóg af öllu ef það er ekki opið þegar fólk þarf á því að halda, og það verðum við að skoða. Og það er ekki nóg að hafa mikið fyrir stafni einhversstað- ar, menn verða lika að hvílast. Hvemig ætlum við að fá fólk til að gista? Ég held við Skagfirð- ingar verðum að skoða þau mál gaumgæfilega. Að lokum vil ég þakka öll- um þeim fjölmörgu einstak- lingum og fyrirtækjum sem gerðu þetta ævintýri í Tinda- stólnum að veruleika. Það verður seint fullþakkað. Ég vil svo þakka öllu því fólki sem kom í fjallið til okkar fyrir ffá- bæran skíðavetur. Umgengnin í fjallinu var einstök. Það getur varla heitið að msl sé eftir ver- tíðina. Þannig þurfum við að hafa það. Sjáumst hress og kát á skíðum í nóvember. Viggó Jónsson. Umsjónarmaður skíða- svæðisins í Tindastóli. reynist betur. Það sem helst hefur áunnist er að í dag á ég bæði þurrt og blautt kom handa mínum kúm, hálm með korni sem grænfóður og þurran til undir burðar. Þar sem þetta er notað til sáðskipta eru heyin betri og meiri. Þessi ræktun í Miðgerði er stunduð af félagi sem heitir Grænigarður og er stofnað af þremur fjölskyldum. Allt frá upphafi hefiir þetta vaxið meira og meira. Við emm mánuð á vorin að sá og allt að þremur mánuðum á haustin að vinna við kornið. Ég hef ákaflega gaman af þessu, er með miklu betra fóður og nóg af því, hlutur sem ég vil alls ekki missa. Kýrnar em hraustari og mjólka betur. Við höfum ekki þurft að úða með eiturefnum eða nokkru öðm. Talsvert höfum við unnið fyrir aðra og haft ánægju af. Þegar ég lít til baka, þá held ég að okkur hafi tekist svo til, að eftir sé tekið á Norðurlandi. Það sýna tilraunir og árangur okkar bændanna. Hátíðarhöldin á sjómannadaginn Veðurguðirnir mjög hliðhollir „Þetta var góður dagur í gær eins og alltaf hér á sjó- mannadaginn og ágæt stemn- ing. Hátíðarhöldin vom ósköp hefðbundin, nema núna var enginn heiðraður, því var sleppt að þessu sinni”, sagði Magnús Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd þegar Feykir hafði samband við hann á mánudag og spurði um hátíðarhöld sjómannadagsins, en hann er hálfgerður þjóðhátíðardagur Skagstrend- inga. Hátíðarhöldin byrjuðu með skrúðgöngu að kirkjunni þar sem Magnús Magnússon sóknarprestur annaðist sjómannamessu með aðstoð kirkjukórs og organista. Að henni lokinni var haldið í skemmtisiglingu og því næst var komið að kappróðri og leikjum á plani og skemmtiatriðum, en þar taka þátt með sjómönnunum ýmsir hópar í staðnum og að sögn Magnúsar eru gerðar þar alls kyns kúnstir og menn og konur sýna á sér nýjar hliðar. í Höfðaskóla stóð Ingibjörg Hreiðarsdóttir fyrir myndlistarsýningu og í félagsheimilinu Fellsborg var svo sjómannadansleikur um kvöldið. í kappróðrinum sigraði sveit Arnars í karlaflokki og rækjuvinnslunnar í kvennafloknum og vann þar þriðja árið í röð og þar með farandbikarinn til eignar. Það sem helst hefur farið aftur hvað sjómannadaginn á Skagaströnd varðar er minni þátttaka í kappróðrakeppninni en áður, þar sem að bæði togurum og bátum hefiir fækkað á staðnum og þar með sveitunt í kappróðrinum, þannig að þeir Arnarsmenn hafa ekki eins ntikla keppni og áður. A Sauðárkróki voru hát- íðarhöldin með svipuðu móti og áður. Farið var í hópsiglingu upp úr hádeginu og þar flutti séra Guðbjörg Jóhannesdóttir hugvekju. Þá var dagskrá við höfnina þar sem farið var í ýmsa leiki áhafhir kepptu sín á rnilli. Grillað var fýrir bömin og um kvöldið var dansleikur í Bifröst þar sem hljómsveit Eiríks Hilmissonar lék fyrir dansi. Lambalæri heilt-frosið 789 kg Marineraðar lambalærisneiðar II fl. 789 kg Útsalan á geisladiskum, DVD diskum, myndböndum og tölvuleikjum í fullum gangi ...mjög gott verð. NO NAME -COSMETICS- snyrtivörukynning föstudaginn 15. frá kl. 14 - 18. Bryndís kynnir nýju sumarlitina. 15% afsláttur. Tímapantanir í snyrtivörudeild eða í síma 455-4538

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.