Feykir


Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 8

Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 13. júní 2001, 22. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJORBOK ✓ Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hæstu ávöxtun í áratug! Landsbanki íslands _______í forystu til framtíðar ' ■ Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Húsfrevjurnar á Vatnsnesi Að undirbúa f) öruhlaðborðið Eins og sjá má cru öflugir viöir í Auðunarstofu sem verður fullfrágengin að utan um miðjan ágúst. Norsku smiðirnir ásamt Braga Skúlasyni á Borginni (með hjálminn) og handlöngurum. Byrjað að reisa Auðunarstofii í láginni sunnan undir bisk- upssettrinu og norðan við bæjar- lækinn á Hólum er þessa dagana að rísa glæsilegt og sérstætt hús, Auðunarstofa. Framkvæmdirhóf- ust á linu sumri og hausti þegar gengið var frá sökklum og kjallari hlaðinn. Nú er bytjað að fella saman stokkana sem smið- aðir voru í Noregi og mynda Auðunarstofú hina nýju, ásamt stafhúsi, og er áætlað að stofan verði tekin í notkun seinna á árinu. Þar verður í framtíðinni vinnuaðstaða vígslubiskups og bókageymsla. Auðunarstofa er tilgátuhús, en átt hafa sér stað ítarlegar rannsóknir á skriflegum heim- ildum um Auðunarstofú hina fomu, byggðri 1315, og með hliðsjón af sambærilegum hús- um sem enn standa í Noregi og Færeyjunt. Húsinu er auk sam- félagslegra nota, ætlað að verða minnisvarði um sögufrægt hús sem stóð á biskupssetrinu í 500 ár, gefa eins trúverðuga mynd af fyrinnyndinni og aðstæður leyfa og verða um leið vitnisburður um norsk-íslenska húsagerð og byggingartækni á fyrri hluta 14. aldar. Grunnflötur Auðunarstofú er tæplega 100 ferm., en brúttó- flatarmál hæða rúmir 180 ferm. Félag skógareigenda í Harðangri í Noregi gaf allt timbur í stokkhúsið og mikinn hluta timburs í stafhúsið. Það var höggvið í júli 1999 og lá síðan til þurrkunar uns hafist var handa við smíðina sumarið 2000 í Rjukan. Smíðinni lauk nú í maímánuði og timbrið því nýkomið til landsins. Yfirsmiður stokkhússins er Hans Marumsrud en stafhúss Gunnar Bjamason, en auk hans vann Bragi Skúlason við smíði hússins allan tímann. Helgi Sigurðsson torf- og gijóthleðslu- meistari sé um steinhleðslur í kjallara og á sökklum. Trés- nriðjan Borg hefúr fengið til vinnslu ýmiss verk á staðnum sem unnin em í umsjá þeirra Braga Skúlasonar og Gísla Kristjánssonar. Arkitekt hússins er Þorsteinn Gunnarsson. Hólanefnd hefúr yfirumsjón með verkinu, bæði áætlanagerð og framkvæmdum. í nefninni eiga sæti Bolli Gústavsson vígslubiskup fonnaður, alþingis- mennirnir Hjálmar Jónsson og Jón Bjarnason og Einar Svav- arsson formaður sóknarnefndar Hólasóknar. Einnig starfa með nefndinni Dalla Þórðardóttir prófastur og Skúli Skúlason skólameistari á Hólum. Guð- mundur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sauðárkróki er verkefnisstjóri fýrir Hólanefnd og verkefnisstjóri í Norgi Atle Ove Martinussen sagnfræðingur við Hándverksregisteret. „Þetta hefúr vakið athygli víða enda nokkuð sérstætt. Við erum að fá fólk víða að og mörg- um þykir gaman að smakka þennan mat sem við bjóðum upp á”, segir Kristín Jóhannesdóttir húsfreyja í Gröf á Vatnsnesi en húsffeyjumar á Vatnsnesi eru nú í óða önn að undirbúa fjöruhlað- borðið sem haldið verður við Hamarsrétt laugardagskvöldið 23. júní nk. Þetta er sá dagskrár- liður sem dregið hefúr mest að á sumarhátíðinni Björtum nóttum og jafhan em 3-400 manns sem sitja að kræsingunum og njóta skemmtunar með Vatnsnesing- ,um og nágrönnum. A fjöruhlaðborðinu við Ham- arsbúð er á borðum ýmiss matur gerður úr sjávarfangi og hráefni úr landbúnaðargeiranum, sem dags daglega er ekki á borðum. Má þar nefna selkjöt nýtt og reykt, grafinn silungur og karfi, bollur úr silungi, hrefnukjöti og grásleppuhrognum, sigin grá- sleppa, reykútr rauðmagi, súrar selshreyfar, ný og súrsuð andar- egg og hnísukjöt, svo eitthvað sé nefnt. Þá er alls kyns heintabak- að brauð frá húsmæðmnum, og álegg og að sjálfsögðu hákarl og harðfiskur og lambakjöt bæði nýtt og reykt, þannig að allir gestir fá eitthvað við sitt hæfi. „Við leggjuin líka áherslu á hafa skemmtun og gaman við réttina. Skúli og Marinó ætla að mæta með hljóðfærin. Það verð- ur fjöldasöngur og eitthvað gam- anmál. Við vonumst til að fá gott veður núna. Það hefúr nú stund- um vantað og því ráðlegra fyrir fólk að hafa kuldagallana með sér í bílnum”, segir Kristín Jó- hannesdóttir í Gröf sem er í for- svari fyrir Félaga húsmæðra á Vatnsnesi en þær starfrækja Hamarsbúðina, réttarhús sem byggt var fyrir nokkrum ámm, en einnig er slegið upp tjöldum við Hamarsrétt í tilefhi fjöm- hlaðborðsins, sem hefst kl. 19 þann 23. júní. Kristín vildi einnig benda á að á Vatnsnesinu er margt að skoða og því tilvalið fyrir ferðafólk að keyra Vatns- neshringinn og þá er mjög á- hugavert að skoða verslunar- minjasafnið og Gallerí Bardusa á Hvammstanga. Sameiginleg hátíðarhöld út að austan íbúasamtökin út að austan gangast fyrir sameiginlegum hátíðahöldum 17. júní fyrir íbúa hiima fornu hreppa, Fljóta- hrepps, Hofshrepps, Hóla- hrepps og Viðvíkursveitar. Hingað til hefur hver hreppur haldið sína hátið. Nú er ætlunin að brydda upp á þeirri ný- breytni að allir íbúar svæðisins sameinist af miklum myndar- brag um hátíðahöldin. Starfandi er nefhd á vegum íbúasamtak- anna út að austan sem staðið hefúr að undirbúningi í sam- vinnu við kvenfélögin og ung- mennafélögin á svæðinu. Hátíðahöld á 17. júní hafa verið í föstum skorðum á hverj- um stað og ýmist í höndum ungmennafélaga eða kvenfé- laga. Því hefur verið tekið mið af þeim venjum sem myndast hafa á hveijum stað fyrir sig við undirbúning dagskrár. Hátíðahöldin verða við Grunnskólann á Hofsósi og hefjast kl. 14:00. Dagskráin verður bæði vönduð og fjöl- breytt. Hefst hún á fánareið fé- laga úr Svaða. Svo heppilega vill til að Svaði heldur mót 16. júní á Hofsósi og því verður þar úrval hesta af svæðinu. Þeir Svaðafélagar sem ætla að taka þátt í fánareiðinni eru beðnir um að safnast saman við hest- húsin á Hofsósi kl. 13:00 á sunnudeginum. Ymislegt fleira verður til skemmtunar. Farið verður í leiki og Svaðafélagar teyma undir bömum. Fjallkonan ávarpar samkomuna og bamakór ffá Hófsósi syngur. Slegið verður upp balli og Stulli ffá Siglufirði heldur uppi fjörinu. Bömum verður boðið upp á grillaðar pylsur og kvenfélögin út að austan munu selja kaffi. ...bílar, tryggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBcJARS SUÐUBGÖTU 1 SÍMI 463 S950 BÍLASALAN / FORNOS BORGARFLÖT 2 • 550 SAUÐÁRKRÓKUR SlMl «53 5200 • FAX «53 6201 • KT 670600-25«0 • VSK nr 67609 Sími 453 5200

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.