Feykir


Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 4

Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 22/2001 „Sama og þegið en ég ætla að halda mér við slorið áfram“ segir Raggi á Stöðinni sem á að baki langan sjómannsferil „Með því eftirminnilegasta úr sjómennskunni er þegar ég gerði út tvö sumur frá Vestmannaeyjum og annað sumarið lagði ég upp hjá saltfiskverkun í Vík í Mýrdal. Það var landað í Víkinni sem kallað var í hjólabát. Þetta var nokkuð sérstakt. Maður kom ekki í land tímunum saman og lá mikið undir Reynisfjalli og Reynisdröngum og miðin voru þarna á Grunnvíkinni og Djúpuvíkinni sem kallaðar eru og austur að Hjörleifshöfða og vestur undir Dyrhólaey og Pétursey. Það var óskaplega fallegt á þessum slóðum. Ég ætlaði mér nú alltaf að sigla í gegnum gatið á Dyrhólaey og sé mikið eftir því að hafa ekki gert það íyrst ég hafði tækifæri til þess. En maður var alltaf að flýta sér á miðin þannig að það komst aldrei í verk. Ég var þarna stundum hálfan mánuð úti í einu. Vestmannaeyingamir voru heimakærir og vom styttra úti í einu. Einu sinni kallaði einn aðalkallinn hjá þeim, Óli á Aðalvíkinni, á mig og sagði. „Raggi verður það mánuður hjá þér næst?””, segir Ragnar Sighvatsson sjómaður á Sauðárkróki. Ragnar er með sjómannsblóð í æðum eins og Sighvatur faðir hans, Hvati á Stöðinni, sem kallaður var, en þó hann sé farinn að slaga í 40 árin sjómannsferill Ragnars á hann enn dijúgan tíma í að ná þeim gamla. Ragnar Sighvatsson um bor> í báti sínum, Leiftri. „Bátarnir voru með legu- færi undir Reynisfjallinu og mér það minnisstætt eitt sinn þegar fáir bátar voru á mið- unum að ég tók bessaleyfið og lagði við eina baujuna. Það var norðangola en ágætis veður. Þegar ég hafði sofið drjúga stund, heyrði ég í svefnrof- unum eitthvað sérkennilegt hljóð, einhvers konar nið og hreyfingin á bátnum var eitt- hvað sem ég kannaðist ekki við. Þegar ég kom upp var mér ljóst að ég hafði rekið með- fram Reynisfjallinu og út fyrir Drangana. Það var talsverður straumur á þessum slóðum og þar kom skýringin. En þarna mátti ekki miklu muna. Það hefði ekki verið neitt grín að lenda á milli dranganna. Það var síðan heilmikið bras að ná legufærunum inn og varla eins manns verk eins og á stóð. Fiskiríið mátti vera meira þessi tvö sumur sem ég gerði út frá Eyjum. Einu sinni lenti ég þó í miklum stórufsa, fékk á færin tvö og hálft tonn á skömmum tíma. Það var blíðu- veður og lygn sjór og atgang- urinn þónokkur, stór fiskur og kolvitlaus. Þetta var ofsalegt blóðbað og dekkið leit út eins og það hefði orðið stórslys um borð. Það var síðan seinfarið heim af vertíðinni seinni part ágústmánaðar.. Ég var alls 64 tíma á siglingu, en farðalagið tók mun lengri tíma. Báturinn gengur ekki nema sjö mílur við þokkaleg skilyrði en ég lenti í slæmum brælum á leiðinni. Ég þurfti að stoppa tvo sólarhringa í Reykjavík. Það var norðaustan bræludjöf- ull út Flóann. Fyrir Snæfells- nesinu var suðvestan áttin að- gangshörð og ég þurfti að stoppa um hálfan sólarhring á Rifi. Einna verst var þó að fara fyrir Látrabjargið, því auk storms var þar stórstreymt og báturinn lét eins og andskotinn á sjónum.” En Ragnar hefúr ekki alltaf verið á sjónum. Mörg sumur var hann í símaflokknum hjá fóðurbróður sínum Þórði Sig- hvats, en var á vertíðarbátum yfir veturinn. „Ég var svo um tíma í sigl- ingum. Byijaði á Jökulfellinu, en þegar ég var búinn að vera þar 3-4 mánuði um borð lentum við í því að sigla botn- inn undan skipinu á Florna- fjarðarskerinu. Ég var á Fjallfossi árin ‘68-’69 og á Selfossi í tæp tvö ár eða þangað til ég innritaðist í Stýrimannaskólann 1972. Sumrin á milli var ég á togurum og fiskibátum. Þegar ég var búinn með skólann bauð Haukur Dan Þórhallsson skipstjóri á Selfossi mér afleysingapláss á skipinu sem stýrimaður. Ég svaraði honum því til að það væri sama og þegið, en ég væri að hugsa um að halda mér við slorið áffarn. Ég kynni betur við það. Þetta kom flatt upp á hann. Það var eins og hann hefði verið sleg- inn með blautum sjóvettlingi blessaður maðurinn. Eftir að ég útskrifaðist úr skólanum var ég mest á tog- urunum hérna. Hegranesinu gamla hjá Krstjáni Ragnars- syni ‘74 og ‘75 og svo náðum við í Hegranesið sem nú er til Newcastle og var á því þar til ég fór í smábátaútgerðina 1980. Það náttúrlega gekk ekki upp í fyrstu þannig að eftir það var ég svolítið á togurunum, Drangeynni hjá Bjössa Jónasar og Skagfirðingi. Fór í seinasta siglingatúrinn með þvi skipi.” En er sjómannadagurinn alltaf stór dagur? „Já mér hefúr alla tíð fúnd- ist það, alveg frá því ég man eftir dagskránni fyrst á gamla róluvellinum. Mér finnst það þurfi að halda þessum degi við og það megi ekki gerast að skipin hætti að sigla inn vegna dagsins, eins og mér skilst að einstaka útgerðir hafi látið í ljós ef þannig mundi standa á.” Meðal skemmtilegra fyr- irlesta á ráðstefnu um korn- rækt sem haldin var á Sauð- árkróki sl. föstudag var reynslusaga kornræktar- bónda úr Eyjafjarðarsveit, Óskars Kristjánssonar í Grænuhlíð. Þegar við hófúm búskap 15. maí 1972 áttum við ekkert nema óljósa ffamtíð. Fyrst var leigt og siðan keypt ári síðar. Ótrúlegt basl. Á þessum árum voru fóðurvörur dýrar og eru enn.þó sé ég góðan mun í rétta átt. A árunum 1975 - 1980 fór mig að langa til að hafa meira af heimafengnu fóðri og datt í hugkomrækt. Ég fór að tala við mennina sem höfðu vitið og bækurnar. Þeir báðu mig að hugsa ekki um þetta. Á Islandi væri ekki hægt að rækta kom. Hvað á ég að gera? spurði ég. „Sáðu fóðurrófú, þér lánast það.” Ég fór heim keypti ffæ og sáði. Var glaður og ánægður ffam á haust. Þá kom sjokkið, það haföi ekkert sprottið. Það litla Er starf sjómannsins metið eins og áður? „Nei ég hef ekki nokkra trú á því. Það er orðið svo rnikið um afætur og flibbafólk, verðbréfa- sala og aðra. Það er talað um sjómennskuna þegar aflatopp- arnir koma og menn eru að gera það gott, en minna á öðrum tímum og sumir hafa yfirleitt varla nema trygging- sem kom var mikið maðkétið, ónýtt. Það er siður blautra hunda að hrista sig og reyna aftur. Ég fór og spurði ráða. Sáðu næpu með. Það var gert og þetta var alveg eins og áður, ónýtt. Ég hætti að hugsa unt þetta. Svo liðu árin til ársins 1989. Þá kom til mín Sigurgísli á Hrísum og spurði hvort við ættum ekki að prufa komrækt í Miðgerði. Ég sagði já. Vorið 1990 var sáð í einn og hálfan hektara. Þetta var gert og það tókst. Nú versnaði málið. Við áttum enga þreskivél. Hún var útveguð, Dronningborg D-900 ógangfær þegar hún kom. Með fikti tókst að koma henni í gagnið. Hálmurinn fór inn að framan og út að aftan, kornið kom í baukinn. Þannig hófst þetta allt. Við sáðum 23. maí 1990 og það var skorið 29. september. Fyrsta árið fengum við 64 tunnur af byggi, síðan hefúr þetta vaxið ár ffá ári. í vor var sáð í 55 hektara. Vorið 2000 una. Að mínu mati á þetta sameiningarkjaftæði ekki rétt á sér nema að litlu marki. Það hefúr ekki sýnt sig í þjóð- félaginu að það skili miklum árangri. Þessi þróun hefúr frekar orðið til þess að drepa niður byggðir landsins en að byggja upp”, sagði Ragnar Sighvatsson að endingu. sáðum við í 42 hektara. Uppskeran af því varð 160 tonn, þó fauk mikið. Við höfúm sáð mikið af fræi frá okkur með góðum árangri, 80- 90% spýra, í því liggur hagnaðurinn. Ég sáði fimm tegundum af byggi í vor í tvö hektara af hverri til að sjá hvað reyndist best í roki. Mér gremst þegar hvessir og það fýkur 40-60% niður. Þegar þannig stendur á er ég ekki í lagi, en nú skal reynt að finna eitthvað sem Revnslusaga kornræktarbónda „Það er siður blautra hunda að hrista sig og reyna aftur“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.