Feykir


Feykir - 13.06.2001, Page 6

Feykir - 13.06.2001, Page 6
6 FEYKIR 22/2001 Langþráðum áfanga náð. Húfurnar komnar upp við útskriftarathöfnina. Viðurkenningar frá FNV Allmiklu plássi var varið í síðasta blaði í skólaslit Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra. Ekki var samt rúm til að geta afburða námsárangurs og viður- kenninga sem veittar voru, nema hjá dúxinum Eyþóri Guðlaugssyni sem hlaut hæstu einkunn sem veitt hefúr ver- ið við skólann á stúdentsprófi. Aðrir sem hlutu viðurkenningar og skiluðu frábærum námsárangri voru eftirtaldir: Guðrún Erla Steingrímsdóttir lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut og hlaut viðurkenningu fyrir ffamúrskar- andi alhliða námsárangur. Hún hlaut einnig viðurkenningu íyrir framúrskar- andi námsárangur í sérgreinum náttúru- fræðibrautar. Ennfremur fékk hún við- urkenningu frá Efhaffæðifélagi íslands fyrir framúrskarandi námsárangur í efnafræði á stúdentsprófi. Einnig fékk hún viðurkenningu ffá þýska sendiráð- inu fyrir framúrskarandi námsárangur í þýsku á stúdentsprófi. Jórunn íris Sindradóttir lauk stúd- entsprófi af félagsfræðibraut og fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum félagsffæði- brautar. Hún hlaut einnig viðurkenningu frá Máli og menningu fyrir ffamúrskar- andi árangur í íslensku á stúdentsprófi. Og sömuleiðs viðurkenningu ffá danska sendiráðinu fyrir framúrskarandi náms- árangur í dönsku á stúdentsprófi. Kristján Ottar Eymundsson lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut og hlaut viðurkenningu fýrir framúrskar- andi námsárangur í sérgreinum náttúm- ffæðibrautar á stúdentsprófi. Hann hlaut einnig viðurkenningu frá þýska sendi- ráðinu fyrir ffamúrskarandi námsárang- ur í þýsku á stúdentsprófi. Guðbjörg Einarsdóttir lauk stúdents- prófi af náttúruffæðibraut og hlaut við- urkenningu ffá Máli- og menningu fyr- ir framúrskarandi námsárangur í ís- lensku á stúdentsprófi. Jóhann Öm Bjarkason lauk stúdents- prófi af hagfræðibraut og hlaut viður- kenningu fyrir framúrskarandi nárnsár- angur í hagffæðigreinum á stúdentsprófi. Guðjón Marinó Ólafsson lauk stúd- entsprófi af félagsffæðibraut og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum félagsffæði- brautar. Þórunn Erlingsdóttir lauk stúdents- prófi af íþróttabraut og fékk viðurkenn- ingu fyrir ffamúrskarandi námsárangur i sérgreinum íþróttabrautar. Guðmn Ebba Þórarinsdóttir lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut og hlaut viðurkenningu fyrir ffamúrskar- andi námsárangur í ensku á stúdents- prófi. Sólrún Helga Ömólfsdóttir lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut og hlaut viðurkenningu ffá þýska sendiráð- inu fyrir franuirskarandi námsárangur í þýsku á stúdentsprófi. Ingvar Örn Pálsson grunndeild raf- iðna hlaut viðurkenningu fyrir framúr- skarandi námsárangur í sérgreinum gmnndeildar. Sigmundur Skúlason 1. stigi vél- stjórnarbraut hlaut viðurkenningu fyrir ffamúrskarandi námsárangur. Hver er framtíð Steinsstaðaskóla? Áttunda maí boðaði sveit- arstjóm Skagafjarðar til fundar í Árgarði um ffamtíð skólahalds í Steinsstaðaskóla. Á fundinn mætti Herdís Sæmundardóttir formaður skólanefndar og sr. Gísli Gunnarsson forseti sveitar- stjórnar sem var fundarstjóri. Greindi Herdís frá hugmyndum sveitarstjórnar sem lengi hafa verið í bígerð, að leggja af skóla- hald í Steinsstaðaskóla í áföng- um og flytja í Varmahlíð. Kvað hún það gert í spamaðarskyni og einnig af faglegum ástæðum. Ekki verður sagt að heima- menn hafi tekið þessum boðskap með fögnuði. Þeir sem tjáðu sig um málið lýstu yfir áhyggjum sínum með framtíð skólans og hvernig nýta mætti húsakynnin áfram, ef til þess kæmi að skólahald yrði aflagt. Sr. Gísli velti upp hugmynd- um um atvinnustarfsemi sem hugsanlega gæti skapað fleiri störf en þau sem nú eru í boði, því ekki vildu menn láta húsa- kynni standa auð. Nefndi hann margmiðlun, einnig ferðaþjón- ustustarfsemi, jafnvel sérskóla. Margmiðlun virðist í dag vera eins konar tískuiýrirbrigði, sem hvergi hefur þó sýnt sig að gangi upp úti á landsbyggðinni. Ferða- þjónustan hefúr verið rekin í skólanum yfir sumartímann nú í allmörg ár, sem kunnugt er, en vart verður þar um heilsárs störf að ræða, enda önnur ferða- þjónusta þar alveg í nágrenninu, Bakkaflöt, sem starfrækt er árið um kring. Ekki efast ég um góðan vilja sveitarstjómarmanna, en auðheyrilega hefur sveitar- stjórn ekki komist að ákveðinni niðurstöðu um það, hvað eigi að taka við í Steinsstaðaskóla, verði honum lokað. Sérkennilegur þótti mér málflutningur Snorra Bjöms Sig- urðssonar sveitarstjóra á fund- inum. Hann lýsti því yfir að ekki væri spurning hvort, heldur hvenær Steinsstaðaskóla yrði lokað. Það væru einfaldlega alltof fá böm til að hægt væri að halda þar úti skóla. Hér fer sveitarstjórinn sann- arlega með rangt mál. Börnum hefur ekki fækkað stórlega í hinum foma Lýtingsstaðahreppi, og ekki eru horfúr á að veruleg breyting verði þar á næstu árin. T.d. má geta þess að af 16 bama fermingarhópi í Varmahlíðar- skóla sl. vetur vom 6 úr Mæli- fellsprestakalli. I vetur voru í Steinsstaðaskóla um 25 nem- endur í I .-7. bekk eða svipaður fjöldi og í Akraskóla. Hef ég þó ekki heyrt þess getið, að neinum hafi dottið í hug að flytja nemendur þaðan í Varmahlíð, enda skólahald þar með ágætum um langt árabil. Hvers vegna skyldum við ekki geta rekið bamaskóla á Steinsstöðum með 25 nemendum eins og á Ökmm? Alla vega eru báðir staðirnir í svipaðri fjarlægð ffá Vamiahlíð. En hér skiptir þó væntanlega mestu, hvað börnunum sjálfum er fyrir bestu. Eg hef ekki getað komið auga á, hvaða ávinningur það væri fyrir yngri bömin að vera send í Varmahlíð. Eg held þau hafi fengið góða kennslu í Steinsstaðaskóla. Hví skyldu menn ekki skoða þann möguleika að aka yngri börnunum úr Varmahlíð fram í Steinsstaði og kenna þeim þar, en hafa alla eldri nemendur í Varmahlíðarskóla, t.d. ffá 5. bekk. Er svona miklu lengra ffameftir en niðureftir? Sveitarstjórinn lýsti þeirri skoðun sinni að byggð fram í dölum muni dragast saman á næstu ámm og færast neðar. Ekki kom fram hvar hann ætlaði að draga línuna, við Tungu- hálsinn eða einhvers staðar enn neðar. Helst var að skilja að hér væri um óskhyggju hans að ræða, en líta verður svo á að hann liafi þar talað sem sveitarstjóri og í nafrii meirhluta sveitarstjórnar, eða hvaða tilgangi þjónaði málflutningur hans á fúndinum yfirleitt? Nema hinn ágæti sveitarstjóri sé ekki enn búinn að átta sig á því, að hann er ekki lengur bæjarstjóri á Sauðárkróki, heldur sveitarstjóri í sameinaða Sveitarfélaginu Skagafirði og verður þess vegna að geta horft aðeins út fýrir bæjarmörkin. Ég hélt í einfeldni minni að sveitarstjóri Skagafjarðar hefði komið til áðumefnds fúndar til að kynna sér og hlusta á sjónar- mið heimamanna, í stað þess að segja þeim fyrir verkum. Því miður virtist mér fýrrnefndur fúndur misheppnast hvað þetta snertir. Nú hefúr það gerst í þessu máli að Kristján skólastjóri tilkynnti við slit Steinsstaðaskóla 25. maí að sveitarstjórn hefði ákveðið að skólahald verði óbreytt næstu tvö árin, eða til haustsins 2003, en þá verði skólinn lagður niður og allir bekkir fluttir í Vannahlíð. Og þá vita menn það. Það á sem sagt að bíða með að leggja skólann niður fram yfir sveitar- stjórnarkosningar, sem er út af fýrir sig skynsamlegt, því enginn veit hvað út úr þeim kosningum kann að koma. Segja má að með þessu sé óvissu eytt sem staðið hefur of lengi og valdið skólanum margs konar tjóni. Ekki dreg ég í efa að spara megi einhverja tugi milljóna með því að leggja niður skóla- hald í Steinsstaðaskóla. Það eru ekki háar fjárhæðir miðað við það fjármagn sem fer um hendur sveitarstjómar og varla mun það skipta sköpum um fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins í fram- tíðinni. Málið snýst heldur ekki einvörðungu um peninga. Það ætti öllum að vera ljóst, heldur um fólk og sjálfsvirðingu. Verði skólinn lagður niður tapast ekki aðeins störf sem þar hafa verið, heldur mun fleira fylgja í kjöl- farið. Það verður t.d. erfitt að reka félagsheimilið og sundlaug- ina ef skólahald leggst af, því rekstur skólans og félagsheim- ilisins hefúr að ýmsu leyti farið saman, enda skilst mér að sveit- arstjóm hafi áhuga á að selja Árgarð. Þó er kannski alvarlegast að sjálfsmynd sveitarinnar veikist. Skóli sem starfað hefúr í hálfa öld er hluti af lífi fólksins og sjálfsmynd sveitarinnar. Menn leggja ekki niður gamalgróna stofnun án þess að þess sjáist einhvers staðar merki. Spum- ingin er svo bara, hvort eitthvað annað geti komið í staðinn? Það höfúm við ekki séð enn. Fólk veit neföilega af biturri reynslu, að þaö kemur lítið sem ekkert í stað þess sem fer. Við vitum hvað við höfúm en ekki hvað við fáum. Steinsstaðaskóli er að sjálf- sögðu ekki fúllkomin stofnun frekar en önnur mannanna verk, en þar hefúr þó starfað margt úrvals fólk í áranna rás, allt frá Herselíu Sveinsdóttur frá Mæli- fellsá, fýrsta skólastjóranum sem af mikilli hugsjón og dugnaði átti þátt í að koma skólanuin á fót. Mér virðist að skólinn hafi skilað nemendum sínum all vel búnum út í lífið. Félagslíf er gott í skól- anum. Aðstaða er til íþrótta og handmenntakennsla og sundlaug á staðnum. Gott bókasafn er rétt við bæjardymar. Að ýmsu hefúr verið unnið í skólanum síðustu árin, m.a. byggður upp góður tölvukostur. Hinu ber ekki að neita að tíð kennaraskipti síðustu árin hafa reynst skólanum eifið á ýmsan máta. Ég fæ ekki betur séð en núverandi skólastjóri, kennarar og foreldrar hafi góðan metnað fýrir hönd skólans og vilji veg hans sem mestan. Skólinn hefúr nú starfsfrið í tvö ár. Það er að vísu ekki langur tími, en þann tíma má nota til að bæta og efla skólastarfið sem lengi má gera. Ég hygg líka að til þess standi hugur fólks í sveitinni. Samstaða er það sem mestu skiptir hér sem annars staðar, hún tryggir sigur. Varla inun það hafa verið ætlun þeirra sem samþykktu samein- inguna 1997, að skólahald í Steinsstaðaskóla yrði aflagt innan 6 ára og stefnt að samdrætti byggðar í Fram-héraði. Einhvem veginn hefði maður haldið að kosið heföi verið um eitthvað allt annað, viðhald og eflingu byggðar í öllurri Skagafirði og blómlegt mannlíf. Eða var það kannski eftir allt saman ekki meiningin með sameiningunni? Mælifelli lO.júní 2001 Ólafur Þ. Hallgrímsson.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.