Feykir


Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 2

Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 22/2001 Góður árangur Árskólanema á samræmdu prófunum Hera Birgisdóttir og Kristín María Gísladóttir fulltrúar 10. bekkjar aflienda bókagjafír til skólans. Það eru Óskars G. Björnsson skólastjóri seni veitir þeim viötiiku. Fimmtudaginn 31. maí sl. var Arskóla slitið við hátíðlega athöfn í skólanum. I vetur voru í Arskóla 24 bekkjardeildir með 442 nemendum. Skólaslit voru hjá yngri bekkjardeildum fyrir hádegi í bamaskólahúsinu við Freyjugötu, en eldri bekkjardeil- dum eftir hádegi í gagnfræðaskólahúsinu við Skagfirðingabraut. Vegna þrengsla í húsnæði skólans er sá háttur hafður á að nemendur hvers árgangs fyrir sig mættu til skólaslita, en síðan vom formleg skólaslit síðar um daginn fyrir 9. og 10. bekk. Athöfnin hófst með ávarpi Óskars G. Bjömssonar skóla- stjóra. Þá var tónlistaratriði flutt af nemendum 10. bekkjar. Að- stoðarskólastjóri Hallfriður Sverr- isdóttir sagði frá starfi vetrarins, fúlltrúar eldri nemenda skólans fluttu ávörp, fyrir 10 ára útskrif- tamema Sigrún Amardóttir og færði hún skólanum gjöf, og fúlltrúi árgangs 1957, Ómar Bragi Stefánsson, semjafnframt veitti vióurkenningu fyrir störf að félagsmálum. Fonnaður nem- endaráðs, Kristín Gísladóttir, sagði frá vinnu 10. bekkinga í vetur og afhenti skólanum bókargjöf, umsjónarkennurum blóin og bækur og Kristínu Jónsdóttur blóm fyrir óeigingjama vinnu fyrir skólafélagið. Óskar Björnsson skólastjóri veitti viðurkenningar og afhenti ásamt umsjónarkennurum 10. bekkjar útskriftarskírteini, og allir nemendur fengu rós ffá skólanum og gjafabók frá Máli og menningu. Skólastjóri kvaddi síðan nemendur og þakkaði þeim frábæra samveru og í lok athafnarinnar sungu 10. bekk- ingar skólasönginn. Öllum viðstöddum var svo boðið upp á veitingar í félagsaðstöðu skólans. Árangur í samræmdum pró- fúm var mjög góður og vom einkunnir yfir landsmeðaltali í öllum fjórum greinum. í íslensku var Áskóli 0,2 yfir, sömuleiðis í stærðffæði og dönsku og í ensku 0,5 yfir landsmeðaltalinu. Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur hlutu Sólveig Margrét Karlsdóttir fyrir íslen- sku, dönsku og ensku, Hera Birgisdóttir fyrir stærðfræði, Ámi Viggó Sigurjónsson fyrir alhliða námsárangur, Kristín María Gísladóttir fyrir heimilis- ffæði og störf að félagsmálum og Stefanía F. Björgvinsdóttir fyrir handmennt. Hefð er fyrir því að danska sendiráðið gefi veglega danska orðabók. Rótaríklúbbur Sauðár- króks veitir þrenn verðlaun, tvö fyrir tungumál og síðan velur forseti ein verðlaun sem tengjast gjaman hans atvinnugrein. I vor var það Snorri Evertsson sem valdi viðurkenningu fyrir heim- ilisffæði. Þá veitir Kvenfélaga- samband Skagafjaröar verðlaun fyrir handmennt og jafnffamt færði formaður þess, Sigrún Aadnegard, ölluin nemendum 10. bekkjar að gjöf bækling og upplýsingaspjald urn meðferð þvotta. Ásdís. Tónlistaratriði frá 10. bekkingum. Stefanía Björgvinsdóttir syngur og þeir Björn Magnús Árnason. Magnús Barðdal og Árni Viggó Sigurjónsson leika undir. Myndir Trausti Helga. Skagafjörður VINNUSKÓLINN 8. BEKKUR á SAUÐÁRKRÓKI MÆTI MÁNUDAGINN 18. JÚNÍ kl 9.00 í VINNUSKÓLANN, BORGARTÚNI 8. Á HOFSÓSI ÁAÐ MÆTA KL. 8:00 VIÐ GRUNNSKÓLANN. Flokkstjórar. 1 mr Flf 7't 1 Lm 1 ■ ^ ■; . . k 1 ■ xflfl ■ í 1 Fulltrúar styrkþega menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirð- inga ásamt Stefáni Guðmundssyni formanni sjóðsstjórnar. Menningarsjóður KS Styrkjum úthlutað til sjö aðila Meginúthlutun úr menning- arsjóði Kaupfélags Skagfirð- inga fyrir þetta ár fór ffam sl. miðvikudag, en þar var sjö aðilum veittir styrkir, að upphæð 50.000 krónur hver styrkur. Fram kom í ávarpi Stefáns Guðmundssonar for- manns sjóðsstjórnarinnar að í athugun er breytt fyrirkomulag á úthlutnunum á næsta ári, að ffamlögunum fækki en stefnt að því að hærri upphæðir komi til hvers aðila. Stjórn sjóðsins vonast til að með þessari nýbreytni megi framlög sjóðs- ins verða sýnilegri og að enn meira gagni fyrir ntenningar- og framfaramál í héraði. Menningarsjóðurinn er 40 ára á þessu ári. Á starfstíma sjóðsins hefúr hann styrkt marg- víslega menningar- og þjóð- þrifastarfsemi i héraði: kóra, leikfélög, bjöigunarsveitir, íþrótta- félög og einstaklinga til ýmiss konar verkefiia. Framreiknað til verðlags ársins 2000 námu úthlutanir sjóðsins á árunum 1962, þegar fyrst var úthlutað, til ársins 2000, um 24,3 milljónum króna. Er því þess að vænta að stuðnings sjóðsins ltafi víða séð stað. Meðal þeirra aðila er hlutu nú styrk úr menningarsjóðnum var Karlakórinn Heimir, en kórinn hefúr eins og fleiri félaga- samtök margoft fengið stuðning ffá sjóðnum. Páll Dagbjartsson stjómarformaður Heimis sagði af því tilefhi að það væri starfi kórsins ekki síður mikilvægt að eftir því væri tekið á heimavelli og vék lofsorði að starfi menningarsjóðsins um leið og hann fór yfir síðasta starfsár kórsins og hvað væri á döfinni, en m.a. er á leiðinni nýr geisla- diskur. Félag eldri borgara í Skagafirði hlaut einnig styrk og að því tilefni sagði Guðmundur Márusson stjómarformaður fféttir af starfinu. Aðrir em hlutu styrki að þessu sinni voru Leikfélag Sauðárkróks, Rökkurkórinn, Kammerkór Skagafjarðar, Skagfirska söngssveitin og samtök um varðveislu menn- ingarminja. Feykir kemur næst út 27. júní Þar sem tími sumarleyfa fer nú í hönd verður sú breyting á útgáfu Feykis að blaðið kemur út annan hvern miðvikudag næstu tvo mánuðina. Kernur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Mvndsími 453 6703. Farsínii 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.