Feykir


Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 1

Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Lokið við fráveituna við Blöndu í haust Gott atvinnuástand er á Blönduósi og engin vandkvæði með vinnu handa skólafólki. Skúli Þórðarson bæjarstjóri segist hafa fregnað að einstök fyrirtæki hafi frekar vantað fólk en hitt og verkefnastaðan sé ágæt. Eins og síðustu miss- erin er langstærsta verkefni bæjarsjóðs tengt fráveitu- mannvirkjunum og stefna forráðamenn Blönduósbæjar að uppfvlla þau skilvrði sem sett eru varðandi fárveituna. „Við erum að ljúka á þessu ári íráveituffamkvæmdunum og þær eru langstærsti fram- kvæmdaliðurinn, síðan er það þetta venjubundna viðhald og minni framkvæmdir”, segir Skúli en á þessu ári ver Blöndu- ósbær um 25 milljónum í fráveit- una. Þrír verktakar vinna í sam- einungu að framkvæmdunum Steypustöð Blönduóss, Tré- smiðjan Stígandi og Pipulagna- verktakar. Allt fráveitukerfið norðan Blöndu er endumýjað og byggð hreinsistöð við sjávarmál- ið skammt frá ósnum neðan mjólkurstöðvarinnar og iðnaðar- húsanna. Ljóst er að með þessum mikl- um íramkvæmdum er Blönduós komin talsvert ífamar en önnur sveitarfélög á norðanverðu land- inu hvað ffáveitumálin varðar og sýnir mikið fordæmi í þessum málum, en mörg þeirra standa ffammi fyrir því að þurfa að ráð- ast í mjög kostnaðarsamar ffam- kvæmdir á næstu árum. Útlán hjá Héraðsbókasafni Skagfirðinga eru orðin raffæn. í gær var fyrsta raffæna kortið afhent lánþega númer eitt, Hjalta Pálssyni, fyrrverandi safnverði. í máli Dóru Þorsteinsdóttur forstöðumanns bókasafiisins kom ffam að síðustu fimm árin hefiir verið unnið að tölvuskráningu saffisins og hafa átt sér stað um 26.000 færslur og eru útlán á ári því rúm fimm þúsund. Þá verður hægt að nálgast upplýsingar um bóka og myndbandakost safnsins á heimssíðu og einnig á safninu unnt að fara inn á intemetið gegn vægu gjaldi. A myndinni er Anna Pálsdóttir starfsmaður bókasafusins að af- henda Hjalta korfið í gær. Þær fylgjast með Dóra Þorsteinsdóttir forstöðumaður og Nanna Jónsdóttir starfsmaður safusins. Skúli Skúlason skólameistari tilgreinir rétti bleikjuborðins fvrir Guðna ráðherra við upphaf bleikjuveislunnar á Hólum sl. laugardag. Bleikjueldisstöð tekin í notkun á Hólum í Hjaltadal Sl. laugardag opnaði Guðni Agústsson landbúnaðarráð- herra nvja seiðaeldisstöð fyrir blcikjukynbætur á Hólum í Hjaltadal. Kvnbótastöðinni hefur verið komið fyrir í göm- lum fjárhúsum, sem upp- haflega voru teiknuð af Guð- jóni Samúelssyni, en hafa verið innréttuð fyrir þessa nýju starfsemi. Við hönnun kynbótaaðstöðunnar hefur verið tekið mið af rannsókn- um og þróunarvinnu á sviði hlcikj ueldis sem farið hefur fram við Hólaskóla. Eld- isvatnið er hreinsað og endur- nýtt þannig að vatnsnotkun og umhverfismengun frá stöðinni er haldið í lágmarki. Að mati Helga Thorarensen deildarstjóra fiskeldisbrautar Hólaskóla er fátt sem getur bætt meira afkomu og samkeppnis- stöðu íslenskra fiskeldisstöðva en kynbætur. Frá 1992 hefúr Hólaskóli annast kynbætur á bleikju og árið 1998 gerði land- búnaðarráðuneytið sérstakan samning við Hólaskóla um þessa starfsemi. Jafhframt var hafist handa við það að bæta aðstöðu á Hólum fyrir kynbótastöðina. A Hólum er miðstöð á Is- landi fyrir kennslu og rann- sóknir á sviði fiskeldis. Kyn- bótaaðstaðan nýja er fyrsti áfangi í uppbyggingu húsnæðis fyrir kennslu og rannsóknir á sviði fiskeldis á Hólum sem stefnt er að Ijúka á næstu ámm. Við upphaf dagskrár á laugar- daginn bauð skólinn gestum til hádegisverðar. Á borðum vom úrvals bleikjuréttir frá Hóla- eldhúsinu. Við opnunarathöfn- ina vék Guðni Ágússon land- búnaðrráðherra að þeirri upp- byggingu sem átt hefúr sér stað á Hólastað síðustu áratugina og mikilvægi rannsókna og kennslu í greinum er tengjast landbún- aðinum. Þá afhenti framkvæmda- stjóri fóðurverksmiðjunnar ís- tess að gjöf tölvustýrt stjóm- borð fyrir seðaeldisstöðina. í ávörpum annarra er til máls tóku, m.a. Jóns Bjama- sonar alþingismanns og fyrrum skólastjóra á Hólurn og Skúla Skúlasonar skólameistara, kom fram að margir hafa komið að málum og eiga þakkir skildar fyrir uppbyggingarstarfið að Hólum. Að byggingu nýju seiðaeldisstöðvarinnar komu ýmsir ffammámenn í héraði og hjá ráðuneyti auk iðnaðarmanna er unnu verkið. —ICTcH^ÍI! chjDI— SíMfMbílaverkstæöi Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 Æ ÆJLM-Æ. sími: 453 5141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA ^Bílaviðgerðir 0 Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA 0 Réttingar ^ Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.