Feykir


Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 7

Feykir - 13.06.2001, Blaðsíða 7
22/2001 FEYKIR 7 Hver er maðurinn? Ein mynd þekktist í síðasta myndaþætti. Mynd nr. 344 er af Pétri Benediktssyni bónda á Húnsstöðum. Sigríður Hjálm- arsdóttir þekkti og færum við henni bestur þakkir íyrir. Nú eru birtar Qórar myndir sem bárust safninu úr ýmsum áttum. Þeir sem þekkja mynd- irnar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Héraðs- skjalasafn Skagfirðinga í síma 453 6640. Leiðrétting í myndatexta meó grein um skólaslit FNV í síðasta blaði var renglega farið með nafii eins garnla iðnnemans. Hann heitir Sigurður R. Antonsson. Hlutaðeigandi er beðinn vel- virðingar. Smáaug4singar Ýmislegt! Óska eftir að kaupa vinnu- pall á hjólum. Upplýsingar í síma 453 7432. Til sölu Alpine bílagræjur. Kraftmagnari, bassabox, biltæki ogCdmagasínaðverðmæti 140, nýtt. Tilboð óskast, lítið notaðar græjur. Einnig til sölu 14 dekk 185-55. Upplýsingar ísíma898 5544. Til sölu 9 vatta hitabúba og baggatína. Upplýsingar á kvöldin í síma 453 5528. Til sölu ljósgrátt leðursófasett, 3,2,1 og tvö glerborð. Upplýs- ingarísíma 8992053. Til sölu WV Golf árg. ‘99. Upplýsingar í síma 896 1388. F rj álsíþróttaæfíngar! Fijálsíþróttaæfingar fyrir börn 11-15 ára, mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga á Sauðárkróksv. kl. 18. Unnar. Eldridansaklúbburinn Hvellur heldur dansleik í félagsheimili Rípurhrepps föstu- dagskvöldið 15. júní nk. kl. 23-3. Stulli sér um að allir skemmti sér og hefur nikkuna með. Lækkað miðaverð, kaff’i og kleinur mnifahð. Njótum bjartrar vornætur og verðum í stuði. Nefndin. Ágætt gengi í boltanum Tindastóli hefiir gengið vel í 1. deild Islandsmótsins í knatt- spyrnu. Tindastólsmenn sigruðu Leiftursmenn sl. fimmtudags- kvöld 2:0 og gerðu jafntefli við IR-inga 4:4. Báðir leikimir fóru fram á Sauðárkróki. Sigurinn gegn Leiftri var fyllilega verð- skuldaður þar sem Davíð Rúnars- son og Jón Fannar Guðmundsson skoruðu í seinni hálfleik. Strák- amir vom svo klaufar að vinna ekki IR-ingana á sunnudaginn. Voru yfir 2:0 í hálfleik en komu steinsofandi til seinni hálfleiks og fengu þá á sig þijú mörk á fyrsta korterinu. Þeir náðu svo að rífa sig upp að nýju og komast yfir en sig- urinn rann þeim úr greipum á lokasekúndunum þegar þeir fengu á sig klaufalegt mark. Þorsteinn Gestsson skoraði tvö og þeir Jó- hann Steinarsson og Kristmar Bjömsson sitthvort markið. Næsti leikur er gegn KS-ing- um á Siglufirði í 16-liða úrslitum Bikarkeppninnar annað kvöld, þar sem eflaust verður hart barist. Siglfirðingum hefur ekki gengið vel til þessa í deildinni em í næst neðsta sæti með 1 stig, en Tinda- stóll er í 6. sæti með sex stig. Umferðaröryggisfulltrúi Umferðaröryggisfulltrúar verða starfandi í sjö landshlutum í sumar, einum fleiri en undanfar- in ár. Starfsmenn Slysavamafé- lagsins Landsbjargar og Umferð- arráðs skipta með sér einni stöðu, en gert er ráð fyrir að umferððar- öryggismálum á höfuðborgar- svæðinu verði sinnt í fyrsta sinn á þessum vettvangi. Starfstímabil- ið hófst með formlegum hætti fostudaginn 8. júní sl. Hlutverk umferðaröryggis- fulltrúa er að fylgjast með um- ferðinni og öðm því sem hefur á- hrif á hana og benda á það sem betur mætti fara. Þessi þjónusta er hugsuð sem tenging milli al- mennings og þeirra sem bera á- byrgð á umferðamálum, bæði á landsvísu og heima í héraði. Takið verður við athugasemd- um samborgaranna fagnandi og þeim komið á framfæri. Um- ferðaröryggisfulltrúarnir munu í sumar hafa öryggi yngstu vegfar- endanna til sérstakrar athugunar. Slysavamafélagið Landsbjörg og Umferðarráð standa að þessu framtaki með mikilvægum stuðningi ýmissa aðila. Ingvar Helgason hf leggur til 6 bifreiðar er umferðaröryggisfulltrúamir hafa til afnota. Olís leggur til bensín og Sjóvá Almennar trygg- ir bílana, auk þess tengjast fleiri fyrirtæki þessu starfi. Einbýlishús til sölu! Til sölu er húseignin við Ægisstíg 6, Sauðárkróki, 115 ferm. einbýlishús með 43 ferm. bílskúr. Húsið hefur verið klætt að utan og gluggar endurnýjaðir. Strimill ehf. fasteignasala Suðurgötu 3, Sauðárkróki, sími 453 5900 Herbalife í póstkröfu! Viltu léttast fyrir sumarið? Sendum í póstkröfu um aHt land. Guðný og Sigurður, sími 896 3110 og 897 3020. http://sirherbalife.tripod.com Sláttur Sláttur Eins og undanfarin ár býður vinnuskólinn fyrirtækjum og einstaklingum að slá garða gegn gjaldi. Ákveðið hefur verið að miða við tvo gjaldtaxta í sumar eftir umfangi og stærð lóðar. Gjaldið í áskrift til einstaklinga verður kr. 12000 (minni lóð) og kr. 18000 (stærri lóð). Gjaldið í áskrift til ellilífeyrisþega og fyrirtækja er óbreytt. Tekið verður við pöntunum í síma 453 6456 kl. 9:30 - 10:00 til 20. júní. Vinnuskólinn. ■RAUt, Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Vegna mikillar aðsóknar eru allir þeir sem hyggja á nám við skólann og hafa ekki skilað inn umsókn hvattir til að gera það strax. Þetta á sérstaklega við urn þá sem sækja um heimavist. Vakin er athygli á því að enn er hægt að bæta við nemendum á eftirtaldar brautir: Grunndeild rafiðna, Grunndeild tréiðna og Málmiðnabaut 1. og 3. önn. Skólameistari.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.