Feykir


Feykir - 12.06.2002, Page 4

Feykir - 12.06.2002, Page 4
4 FEYKIR 21/2002 „Ævintýri sem Skagfirðingar og nágrannar mega ekki láta fram hjá sér fara“ „Undirbúningurinn gengur mjög vel. Kröfumar em orðnar miklar varðandi aðstöðu alla og framkvæmd landsmótanna, og ég held við getum lofað að aðstæð- ur verða eins góðar eins og írekast er kostur. Við von- umst eftir góðu veðri á meðan á mótinu stendur og emm sannfærðir um að þetta verði gífurlega gott mót, mikið ævintýri sem Skagfirðingar, nágrannnar og ann- að áhugafólk má engann veginn láta fram hjá sér fara”, segir Láms Dagur Pálsson framkvæmdastjóri Lands- móts hestamanna, en nú styttist óðum í mótið sem verður 2.-7. júlí. Dagskrá mótsins er tilbúin og greini- legt að mjög mikið verður að gerast þessa daga, bæði á völlunum og í tjaldi og á skemmtipalli á kvöldvök- um og dansleikjum mótsdagana. Aðspurður segir Lárus Dagur að þetta sé langstærsta verkefni sem hann hafi nokkru sinni komið nálægt, en það var í byrjun febrúar í vetur sem Landsmót efh, gerði samning við Atvinnu- þróunarfélagið Hring um verkefnið og fékk Lárus Dag til að sinna því. Á skipuriti sem Lárus sýnir okkur, sést á þéttriðnu neti að það eru margir þættir sem huga þarf að fyrir landsmót. „Það segir sig sjálft að skipulagningin þarf að vera mjög góð, þegar von er á rúm- lega þúsund hrossum til móts- ins, og gestum á bilinu sex til tíu þúsund. Upplýsingamiðl- unin þarf að vera mikil og við þurfum að búa aðstöðuna þannig að bæði hestum, kepp- endum og gestum líði vel og allir geti skemmt sér.” Þetta er mikil skemmtun líka, kannski með útihátíðar- brag? „Já en samt ekki, þar sem valið á skemmtikröftum höfð- ar ekki beint til unglinga. Við fengum þessar hljómsveitir V . j / 1 Hciðrún Ósk Eymundsdóttir frá Saurbæ verður meðal kcppcnda í unglingaflokki á landsmótinu. flADO RADf Lárus Dagur Pálsson framkvæmdastjóri lnndsmóts hestamannn á Vindheimamelum. sem hafa dregið að á sam- komum sem þessum, Stuð- menn, Papana, KK og Magn- ús og svo þessa annáluðu skagfirsku skemmtikrafta, Karlakórinn Heimi og Álfta- grðisbræður.” Hvað með vellina fremra, er þeir í góðu standi? „Já það er verið að vinna í þeim þessa dagana og þeir verða orðnir frábærlega góðir fyrir mótið. Þeir voru allir réttir af og sett nýtt lag ofan á þá. í efsta laginu verður vikur, mjúkt fjaðrandi efni sem er eginlega orðið skylda að hafa á landsmótsvöllum. Áhorf- endaaðstaðan hefur líka verið bætt, áhorfendabrekkan stækk- uð, þannig að það eiga allir að geta fylgst vel með því sem ffam fer. Búið er að setja nýj- ar innréttingar í stóðhestahús- ið, girðingar verið lagfærðar og vegurinn inn á svæðið byggður upp og lagfærður.” Kröfurnar aukist Lárus Dagur segir að körf- umar til hrossanna séu alltaf að aukast, enda því haldið fram að hrossin séu stöðugt í framfor. Þetta eigi við um kynbótahrossin, í töltkeppn- inni og kappreiðunum, en í gæðingakeppninni er fjöldinn miðaður við félagatalið í hestamannafélögunum. Sýn- ingar ffá ræktunarbúum hafa sett æ meiri svip á landsmót- in, enda talin besta auglýsing- in sem hrossaræktendur fá, þar sem stór hluti markhóps- ins mæti á landsmótin. „Þar er lífleg skráning og við búumst við um eða yfir 20 ræktunarbúum á mótið”, sagði Láms en þátttökuffestur var ffamlengdur örlítið. Að undanfömu hafa svo farið ffam um allt land úrtökur vegna sýningu á kynbóta- hrossum og annarar keppni á landsmótinu. Mótshaldið tvíþætt Láms segir að ffamkvæmd landsmótsins sé tvíþætt. Ann- ars vegar sé það fram- kvæmdaþátturinn á Vind- heimamelum sem Vind- heimamelar efh. sjá um. í stjóm þess félags em Páll Dagbjartsson, AgnarV Gunn- arsson og Bjami Egilsson, en þessir menn beittu sér einmitt einna harðast fyrir því að fá landsmótið í Skagafjörð, í fimmta skiptið, en fyrsta landmótið var haldið á Hólum 1966, og síðan á Vindheima- melurn, 1974,’82 og ‘90. Hinsvegar er það rekstrar- þáttur landsmótsins sjálfs, sem í höndum ný félags Landsmóts ehf. sem ætlað er að standa að rekstri landsmót- anna í ffamtíðinni. Það er í eigu Landssambands hesta- manna og Bændasamtaka ís- lands. Einnig starfar að undir- búningi landsmótsins og veit- ir þar ómetanlega aðstoð, ffamkvæmdanefnd sem skip- uð er fulltrúum ffá hesta- mannafélögunum á Norður- landi. I ffamkvæmdanefhd- inni eiga sæti: Hjörtur Einars- son formaður, Guðbjörg Guð- mundsdóttir, Anna Sif Ingi- marsdóttir, Hinrik Már Jóns- son, Eyþór Einarsson og Rafn Ambjömsson. Það kemur m.a. í hlut hestamannafélaganna á Norð- urlandi að útvega fólk til gæslu á landsmótinu. Og Lár- us Dagur segir að búið sé að ganga frá öllum stærstum samningum varðandi mótið. Til að mynda var á dögunum tekið tilboði Bautans um veit- ingaþjónustuna. Talsvert hef- ur verið unnið að útvegun gistirýmis og búið að taka ffá félagsheimili, skóla og annað húsnæði í eigu sveitarfélags- ins og auglýst eftir herbergj- um og íbúðum hjá einkaaðil- um. - Meðal gesta á mótið er vitað af nokkrum tignum gestum, s.s. Forseta íslands Olafi Ragnari Grímssyni og Önnu Bretaprinsessu. „Jú það er þónokkuð stórt dæmi bara í kringum komu Bretaprinsessu, sem kemur ásamt sínum lífverði, og væntanlega verður talsvert af erlendum fjölmiðlum sem fylgja þar með”, sagði Lárus Dagur Pálsson, en hans bíða mörg verkefni á næstu vikum, sem og annarra sem undirbúa landsmótið, því þótt undir- búningurinn gangi vel er enn- þá ýmsu ólokið. Að endingu má geta þess að aðgangseyrir inn á mótið er 7.500 kr. fyrir fullorðna alla dagana, 6.000 kr. ffá föstudagskvöldi kl. 23 og fer stiglækkandi úr því. Unglingar 13-16 ára þurfa að ' greiða 1500 krónur í aðgangs- eyri, en böm fá ffítt inn.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.