Feykir


Feykir - 04.09.2002, Page 3

Feykir - 04.09.2002, Page 3
29/2002 FEYKIR 3 Fvrsta samfélagsþjónustan í landinu 1000 ára atburðar minnst við Hlíðar- húsið í Óslandshlíð Það er ekki oft sem menn koma saman til að minnast þús- und ára atburða, en það gerðist í Hlíðarlundi við Hlíðarhúsið í Óslandshlíð í Skagafirði, en þar hefur nýlega stofnað átthagafé- lag, Geislinn, komið sér upp sælureit. í reitnum var afhjúp- aður sl. laugardag minnisvarði um fyrstu samfélagsþjónustuna á íslandi, en heimildir um hana má rekja þar til á tíundu öld, nokkru fyrir kristnitöku. Var upphafsmaður hennar höfðing- inn Amór kerlingamef er bjó á Miklabæ í Óslandshlíð, er hratt af stað umbótum, reyndar fyrir mikil áhrýnisorð móður sinnar. Það var Páll Pétursson félags- málaráðherra sem aflijúpaði minnisvarðann, en ráðuneytið tók þátt með því að greiða kostnað við gerð varðans. Átthagafélagið Geisli á mik- il ítök í fólki sem ólst upp í Ós- landshlíðinni og nam í Hlíðar- húsinu, en þar var lengi skóli sveitarinnar. Uppeldið á þess- um slóðum virðist liafa farið vel með marga, þar á meðal Ara Sigurðsson sem kenndur er við Brekkukot, en var þó ekki bú- settur í Hlíðinni nema frá sex til fimmtán ára aldurs. Ari er einn af stjómarmönn- um í átthagafélaginu og flutti á- varp við afhjúpun minnisvarð- ans sl. laugardag. Hann sagði að elstu skráðu heimildir um skipulagða samfélagsþjónustu á íslandi sé að finna í áttunda hefti íslendingasagna. Á þeim tíma er frá greinir, nokkm fyrir kristnitöku, var halllæri mikið svo fjöldi fólks var bjargarlaust og þeir sem verst vom settir dóu úr sulti. Héraðshöfðingjar komu saman til fúndar og ræddu um hvemig bregðast skyldi við þessum vanda. Var tekin ákvörðun um að reka út á gaddinn alla þá er sjúkir voru og aldraðir og aðra þá sem ekki gætu bjargað sér af eigin ramm- leik. Þannig töldu þeir að bjarga mætti þeim sem mest gildi höfðu fyrir framtíð héraðsins, en þá var hinn snarpasti vetur með hríðum og gnístandi veðr- um. Þá var mestur höfðingi í Skagafirði, Amór sem fékk við- umefnið kerlingamef, á Milabæ í Óslandshlíð. Þegar Amórkom heim af áðumefndri samkomu gekk hann fyrir móður sína og átaldi hún hann mjög fyrir að samþykkja svo grimman dóm. Sýndi hún honum ffam á hve ó- heyrilegt það væri að inenn ffamseldu í opinn dauðann for- eldra sína og ffændur, þó Amór sjálfúr færi ekki sjálfúr eftir þessari samþykkt væri hann meðsekur að hafa samþykkt slíkt. Amór fékk bakþanka mikla, og náði áttuin vegna fortalna móður sinnar. Lét hann sækja þá sem voru útreknir og veitti þeim skjól og næringu. Einnig stefndi hann saman fjölda bænda á ráðstefnu og flutti þar erindi, þar sem hann lagði á- herslu á að fækka yrði óþarfa afætum, svo sem hundum og fararskjótum sem ekki yrði hvort eð er hægt að ala sökum hallærisins. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra sagði vegna afhjúpun- ar minnisvarðans að það væri vel við hæfi að minnast upp- hafs jafú mikilvægs málaflokks og samfélagsþjónustunnar, sem betur fer væri hún nú komin í góðar skorður hjá íslendingum, svo þeim væri sómi af meðal þjóða. Páll vék einnig að því skemmtilega starfi sem átthaga- félagið beitir sér fyrir, í kafifi- samsæti sem haldið var í Hlíð- arhúsinu á eftir. Þar var notaleg stund þar sem nokkur ávörp voru flutt og sveif þar ung- Stjórn átthagafélagsins Geisl- ans ásamt Páli Péturssyni félagsmálaráðherra við minn- isvarðann: Þorleifur Ólafs- son, Þórður Eyjólfsson, Páll, Ari Sigurðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, sem afhjúpaði varðann með Páli og Ingi- björg Stefánsdóttir. Hluti gesta á athöfninni við Hlíðarhúsið sl. laugardag. mennafélagsandinn og átthaga- tryggðin yfir vötnum. Ari Sigurðsson sagði m.a. í ávarpi sínu; um Hlíðarreiturinn, sem vígður var f hitteðfýrra, skömmu eftir stofnun Geisla, að það væri markmið félags- manna að þessi reitur yrði menningar- og minningarreitur, þannig að horft yrði til hans þegar brottfluttir Skagfiðingar kæmu í sitt gamla heimahérað í framtíðinni. Við höldum hátíð 7. september! & Tilefnið er 120 ára afmæli Hólaskóla. Hún hefst meö brautskráningu í Hóladómkirkju kl. 14, þvi næst verður afmæliskaffi aö hætti Hólaskóla og efbr það verður hin eiginlega afmælísdagskrá í kirkjunni. Ávörp verða fiutt, velunnari skólans verður heiöraður, sagt veróur frá hinu endurvakta Hólamannafélagi og leikin veröur tónlist. Allir eru velkomnir.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.